Sólin Sólin Rís 07:44 • sest 18:47 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:08 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík

Er vitað um foreldra Kveld-Úlfs?

Unnar Árnason

Í þessu svari verður notaður rithátturinn Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur á nöfnum lykilpersónanna tveggja, eins og gert er í Egils sögu og Landnámabók. Að rita nöfn þeirra í einu orði þekkist þó víða í íslenskum textum, Kveldúlfur og Skallagrímur, og gagnlegt er að hafa báðar útgáfurnar í huga þegar leitað er upplýsinga í bókum eða á Netinu.


Kveld-Úlfur og synir hans, Þórólfur og Skalla-Grímur.

Um ættfræði Kveld-Úlfs, föður Skalla-Gríms og afa Egils Skalla-Grímssonar, er lítið vitað með vissu. Landnámabók og Egils saga, helsta heimildin um ævi Kveld-Úlfs, hafa lítið að segja um forfeður og formæður hans.

Egils saga greinir frá því að faðir Kveld-Úlfs heiti Bjálfi en getur ekki meira um ætt hans. Landnámabók bætir betur við nafn föður Kveld-Úlfs og nefnir hann Brunda-Bjálfa. Ekki verður farið út í hér hvað það viðurnefni gæti þýtt en líklegt má telja að um staðarheiti sé að ræða.

Þessar tvær bækur hafa aðeins meira að segja um móður Kveld-Úlfs, Hallberu. Faðir hennar er nefndur Úlfur, kallaður hinn óargi (væntanlega þýðir það „hugrakkur“), og frá Úlfi óarga má rekja skyldleika Hallberu við landnámsmanninn Ketil hæng. Bróðir Hallberu var Hallbjörn hálftröll, vera má að viðurnefnið þýði að hann hafi verið lappneskrar ættar en ekki af tröllum kominn. Hallbjörn var faðir Ketils hængs, afa landnámsmannins nafna síns.

Úlfur, nafni og afi Kveld-Úlfs, var bóndi á norsku eyjunni Hrafnistu í Þrændalögum, eftir því sem segir í Egils sögu. Kveld-Úlfur bjó sjálfur við Firði í Firðafylki, ekki er vitað nákvæmlega hvar, norðan af Sognsæ á vesturströnd Noregs.
Kveld-Úlfur var samkvæmt sögunum klofinn persónuleiki. Á daginn var hann búsýslumaður mikill, duglegur og vitur, en á kvöldin rann á hann styggð og svefn, þaðan er viðurnefni hans komið. Var það umtalað að hann væri hamrammur, hamskiptingur. Sumir, engir áreiðanlegir fræðimenn þó, hafa jafnvel túlkað þetta svo frjálslega að Kveld-Úlfur hafi verið varúlfur! (Miðaldaáhugamaðurinn Graeme McCowie hefur á vefsíðu sinni gert skemmtilega tilraun til að skrifa ævisögu Kveld-Úlfs [skoðað 3.7.2003] í anda Íslendingaþátta þar sem úlfseðli Kveld-Úlfs er útfært, en McCowie fer ansi frjálslega með heimildir fornbókmenntanna.)

Kveld-Úlfur þótti sterkari en flestir menn. Hann lagðist í hernað á unga aldri og félagi með honum var Berðlu-Kári (kenndur við Berðlu í Firðafylki), álíkur að afli og áræði. Eru þeir báðir nefndir berserkir í heimildum. Samvinna og vinátta þeirra félaga var náin og Kveld-Úlfur gekk að eiga dóttur Kára, Salbjörgu.

Upphafskaflar Egils sögu segja mest frá syni Kveld-Úlfs, Þórólfi, og samskiptum þeirra feðga við Harald hárfagra sem þá stefndi á að sameina öll konungsríki Noregs undir einvald sitt. Spáði Kveld-Úlfur því að þau viðskipti yrðu ætt sinni ekki til góðs. Þeim lyktaði einmitt svo að Haraldur felldi Þórólf í orustu eftir að Hildiríðarsynir, Hárekur og Hrærekur, höfðu rægt Þórólf. Sögðu þeir að Þórólfur hafi jafnvel sjálfur stefnt að konungsdómi. Það gefur kannski til kynna ættgöfgi og metnað fjölskyldu Kveld-Úlfs.

Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur komu fram nokkrum hefndum fyrir dráp Þórólfs en töldu sér svo ekki líft lengur í Noregi. Nokkru áður hafði Ingólfur Arnarson, vinur og fyrrum nágranni þeirra feðga, sest að á Íslandi. Þótti þeim því landnám á Íslandi fýsilegur kostur og sigldu af stað á nokkrum skipum með búslóð sína. Kveld-Úlfur var hins vegar orðinn roskinn mjög, veiktist á leiðinni og lést áður en til Íslands kom. Lét hann koma því svo fyrir að hann yrði lagður í kistu og henni kastað fyrir borð. Skyldi Skalla-Grímur nema land þar sem kistuna ræki að landi. Skalla-Grímur kom að landi við Knarrarnes en fann síðan kistu föður síns í firði sunnar með ströndinni. Settist hann þar að og nefndi bæ sinn Borg og fjörðinn Borgarfjörð.

Í þessu svari hefur í mjög stórum dráttum verið rakið það sem lesa má í Egils sögu (Eglu) og Landnámabók. Teljast þær áreiðanlegustu heimildir um ættir Kveld-Úlfs. Íslendingabók nefnir að Kveld-Úlfur hafi fæðst í kringum árið 820 en getur ekki um dánarár hans, aðrar heimildir gefa upp árið 878. Annars staðar á Netinu má hins vegar finna síður sem rekja karllegg Kveld-Úlfs aftur um nokkra liði. Samkvæmt einni eru forfeður hans þessir (og meðfylgjandi upplýsingar um þá): Brunda-Bjálfi Ögmundsson, sem áður er um getið, bóndi á Hrafnistu, fæddur 780; Ögmundur Hákason, bóndi á Hrafnistu, fæddur 755; Háki Alfsson, fæddur í Danmörku 730; Alfur, konungur í Danmörku, fæddur 705. Önnur síða rekur á svipaðan hátt karllegg Kveld-Úlfs til Háka. Erfitt er að segja nokkuð til um áreiðanleika þessara ættrakninga, til dæmis er Alfs hvergi getið í skrám um konunga Danmerkur. Öruggast er því að treysta forníslensku heimildunum og rekja ekki ættir Kveld-Úlfs frekar en gert var hér að ofan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir, mynd og kort:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

3.7.2003

Spyrjandi

Brynja Halldórsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Unnar Árnason. „Er vitað um foreldra Kveld-Úlfs?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2003. Sótt 4. október 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=3553.

Unnar Árnason. (2003, 3. júlí). Er vitað um foreldra Kveld-Úlfs? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3553

Unnar Árnason. „Er vitað um foreldra Kveld-Úlfs?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2003. Vefsíða. 4. okt. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3553>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er vitað um foreldra Kveld-Úlfs?
Í þessu svari verður notaður rithátturinn Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur á nöfnum lykilpersónanna tveggja, eins og gert er í Egils sögu og Landnámabók. Að rita nöfn þeirra í einu orði þekkist þó víða í íslenskum textum, Kveldúlfur og Skallagrímur, og gagnlegt er að hafa báðar útgáfurnar í huga þegar leitað er upplýsinga í bókum eða á Netinu.


Kveld-Úlfur og synir hans, Þórólfur og Skalla-Grímur.

Um ættfræði Kveld-Úlfs, föður Skalla-Gríms og afa Egils Skalla-Grímssonar, er lítið vitað með vissu. Landnámabók og Egils saga, helsta heimildin um ævi Kveld-Úlfs, hafa lítið að segja um forfeður og formæður hans.

Egils saga greinir frá því að faðir Kveld-Úlfs heiti Bjálfi en getur ekki meira um ætt hans. Landnámabók bætir betur við nafn föður Kveld-Úlfs og nefnir hann Brunda-Bjálfa. Ekki verður farið út í hér hvað það viðurnefni gæti þýtt en líklegt má telja að um staðarheiti sé að ræða.

Þessar tvær bækur hafa aðeins meira að segja um móður Kveld-Úlfs, Hallberu. Faðir hennar er nefndur Úlfur, kallaður hinn óargi (væntanlega þýðir það „hugrakkur“), og frá Úlfi óarga má rekja skyldleika Hallberu við landnámsmanninn Ketil hæng. Bróðir Hallberu var Hallbjörn hálftröll, vera má að viðurnefnið þýði að hann hafi verið lappneskrar ættar en ekki af tröllum kominn. Hallbjörn var faðir Ketils hængs, afa landnámsmannins nafna síns.

Úlfur, nafni og afi Kveld-Úlfs, var bóndi á norsku eyjunni Hrafnistu í Þrændalögum, eftir því sem segir í Egils sögu. Kveld-Úlfur bjó sjálfur við Firði í Firðafylki, ekki er vitað nákvæmlega hvar, norðan af Sognsæ á vesturströnd Noregs.
Kveld-Úlfur var samkvæmt sögunum klofinn persónuleiki. Á daginn var hann búsýslumaður mikill, duglegur og vitur, en á kvöldin rann á hann styggð og svefn, þaðan er viðurnefni hans komið. Var það umtalað að hann væri hamrammur, hamskiptingur. Sumir, engir áreiðanlegir fræðimenn þó, hafa jafnvel túlkað þetta svo frjálslega að Kveld-Úlfur hafi verið varúlfur! (Miðaldaáhugamaðurinn Graeme McCowie hefur á vefsíðu sinni gert skemmtilega tilraun til að skrifa ævisögu Kveld-Úlfs [skoðað 3.7.2003] í anda Íslendingaþátta þar sem úlfseðli Kveld-Úlfs er útfært, en McCowie fer ansi frjálslega með heimildir fornbókmenntanna.)

Kveld-Úlfur þótti sterkari en flestir menn. Hann lagðist í hernað á unga aldri og félagi með honum var Berðlu-Kári (kenndur við Berðlu í Firðafylki), álíkur að afli og áræði. Eru þeir báðir nefndir berserkir í heimildum. Samvinna og vinátta þeirra félaga var náin og Kveld-Úlfur gekk að eiga dóttur Kára, Salbjörgu.

Upphafskaflar Egils sögu segja mest frá syni Kveld-Úlfs, Þórólfi, og samskiptum þeirra feðga við Harald hárfagra sem þá stefndi á að sameina öll konungsríki Noregs undir einvald sitt. Spáði Kveld-Úlfur því að þau viðskipti yrðu ætt sinni ekki til góðs. Þeim lyktaði einmitt svo að Haraldur felldi Þórólf í orustu eftir að Hildiríðarsynir, Hárekur og Hrærekur, höfðu rægt Þórólf. Sögðu þeir að Þórólfur hafi jafnvel sjálfur stefnt að konungsdómi. Það gefur kannski til kynna ættgöfgi og metnað fjölskyldu Kveld-Úlfs.

Kveld-Úlfur og Skalla-Grímur komu fram nokkrum hefndum fyrir dráp Þórólfs en töldu sér svo ekki líft lengur í Noregi. Nokkru áður hafði Ingólfur Arnarson, vinur og fyrrum nágranni þeirra feðga, sest að á Íslandi. Þótti þeim því landnám á Íslandi fýsilegur kostur og sigldu af stað á nokkrum skipum með búslóð sína. Kveld-Úlfur var hins vegar orðinn roskinn mjög, veiktist á leiðinni og lést áður en til Íslands kom. Lét hann koma því svo fyrir að hann yrði lagður í kistu og henni kastað fyrir borð. Skyldi Skalla-Grímur nema land þar sem kistuna ræki að landi. Skalla-Grímur kom að landi við Knarrarnes en fann síðan kistu föður síns í firði sunnar með ströndinni. Settist hann þar að og nefndi bæ sinn Borg og fjörðinn Borgarfjörð.

Í þessu svari hefur í mjög stórum dráttum verið rakið það sem lesa má í Egils sögu (Eglu) og Landnámabók. Teljast þær áreiðanlegustu heimildir um ættir Kveld-Úlfs. Íslendingabók nefnir að Kveld-Úlfur hafi fæðst í kringum árið 820 en getur ekki um dánarár hans, aðrar heimildir gefa upp árið 878. Annars staðar á Netinu má hins vegar finna síður sem rekja karllegg Kveld-Úlfs aftur um nokkra liði. Samkvæmt einni eru forfeður hans þessir (og meðfylgjandi upplýsingar um þá): Brunda-Bjálfi Ögmundsson, sem áður er um getið, bóndi á Hrafnistu, fæddur 780; Ögmundur Hákason, bóndi á Hrafnistu, fæddur 755; Háki Alfsson, fæddur í Danmörku 730; Alfur, konungur í Danmörku, fæddur 705. Önnur síða rekur á svipaðan hátt karllegg Kveld-Úlfs til Háka. Erfitt er að segja nokkuð til um áreiðanleika þessara ættrakninga, til dæmis er Alfs hvergi getið í skrám um konunga Danmerkur. Öruggast er því að treysta forníslensku heimildunum og rekja ekki ættir Kveld-Úlfs frekar en gert var hér að ofan.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir, mynd og kort:...