Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Er Elvis Presley á lífi?

Unnar Árnason

Áhugi Vísindavefsins á því hvort Elvis Presley sé látinn eða á lífi er nær eingöngu menningarfræðilegur (næringarfræðin gæti einnig spilað inn í miðað við síðustu æviár Elvis). Ábyrgir fjölmiðlar og aðrir sem vilja láta taka sig alvarlega, skipta sér yfirleitt ekki af þessari spurningu sem þó leitar á fjölmarga.

Elvis Presley var áhrifamesti tónlistarmaður 20. aldar (ekki er víst að allir séu sammála þessari fullyrðingu og geta þá til dæmis bent á Bítlana, Rolling Stones eða aðra), hann fann ekki upp rokkið en innleiddi það í bandaríska menningu þaðan sem það barst um allan heim. Á sama tíma var í fyrsta skipti að verða til sérstök menning unglinga og áhrif rokksins og Elvis verða seint vanmetin í því samhengi. Þetta svar verður vonandi tilefni til „vísindalegri“ og „fræðilegri“ spurninga um Elvis Presley frá lesendum Vísindavefsins.

Elvis Presley fæddist 8. janúar 1935 í Tupelo, Mississipifylki í Bandaríkjunum. Fyrir tónlistaráhugamenn má geta þess að önnur breiðskífa Nick Cave & The Bad Seeds heitir The Firstborn is Dead sem vísar til þess að Elvis átti tvíburabróður sem fæddist andvana, og fyrsta lag skífunnar heitir einmitt „Tupelo“ eftir fæðingarbæ Elvis. Elvis er opinberlega sagður hafa látist í Memphis, Tennessefylki, 16. ágúst 1977, 42 ára að aldri. Hann væri 68 ára gamall í dag ef hann lifði (árið 2003).

Samkvæmt frásögnum náinna vina og samstarfsmanna Elvis, fannst hann látinn inni á baðherbergi á setri sínu Graceland. Út frá því hafa sprottið ýmsar útgáfur af andlátsorðum hans, flestar niðrandi og tengdar iðrastarfsemi, og örugglega allar skáldskapur. Elvis hafði átt erfitt með svefn síðustu æviár sín og til að trufla ekki unnustu sína, Grace Alden, í svefnherberginu, fór hann stundum inn á baðherbergi á kvöldin til að geta lesið í friði. Þess vegna halda margir því fram að hans síðustu orð hafi verið: „I think I’ll go to the bathroom to read“ eða eitthvað í þá áttina.

Smellið á myndina til að skoða stærri útgáfuUmræðan um hvort Elvis sé enn á lífi hefur nær eingöngu verið bundin við slúðurblöð (e. tabloids) og á Netinu er að finna síður með frásögnum fólks sem telur sig hafa séð Elvis, til dæmis Elvis Sightings og Dead Elvis. Ýmsar samsæriskenningar hafa verið í gangi um hvers vegna Elvis hafi viljað sviðsetja dauða sinn og eru nokkrar athyglisverðar tilgátur taldar upp á vefsíðunni Is Elvis Dead or Alive?

Meðal þeirra má nefna að Elvis hafi komist í kast við mafíuna gegnum vafasöm viðskipti og veitt yfirvöldum upplýsingar í staðinn fyrir vitnavernd, nýtt nafn og nýtt líf. Önnur ástæða gæti hafa verið frægðin sjálf, Elvis hafi verið fangi á eigin heimili og óttast um öryggi sitt og fjölskyldunnar. Bent er á dularfull atriði varðandi krufningarskýrslu, dánarvottorð og útför Elvis, því jafnvel haldið fram að vaxbrúða hafi verið grafin í stað líks Elvis. Einnig er minnst á áhuga hans á dauðanum (hann á að hafa sett á svið eigið morð áður), þekkingu á lyfjum og verkun þeirra og kunnáttu Elvis á sviði bardagalista sem á að hafa gert honum kleift að stjórna hjartslætti og öndun á nákvæman hátt.

Flestar þessar fullyrðingar og tilgátur eru hraktar á síðunni Elvis Presley News, benda má á grein Leas Frydmans, Elvis Autopsy Report. Þar segir meðal annars að heili og hjarta Elvis séu enn í geymslu Baptist Memorial Hospital og því litlar líffræðilegar forsendur fyrir því að hann vappi um í dag.

Meira getur Vísindavefurinn ekki sagt um dauða Elvis Presley. Sjálfsagt mun fólk telja sig sjá hann á lífi í fjöldamörg ár í viðbót. Að einu leyti væri óskandi að Elvis væri enn meðal vor, einhvers staðar í felum. Eins og með svo marga listamenn jókst verðmæti hans við andlátið og hann er talinn tekjuhæsti látni listamaðurinn í dag af tímaritinu Forbes. Hálfgerð synd er að maður sem veitti heiminum svo margt geti ekki notið ávaxta erfiðis síns á efri árum.



Mynd af Elvis ungum er fengin af www.elvispresleynews.com. Mynd af krufningarskýrslu Elvis er tekin af vefsíðunni www.findadeath.com en þar má einnig finna seinni síðuna.

Tvö svör á Vísindavefnum nefna Elvis Presley stuttlega: Hvernig getur Guð verið dáinn ef hann fæddist aldrei? þar sem Róbert Haraldsson ber saman staðhæfingarnar „Guð er dáinn“ og „Elvis Presley er dáinn“, og Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi? eftir Ritstjórn Vísindavefsins þar sem Elvis er kallaður „rokkkóngur“ og „sukkkappi“.



Að lokum ber að geta þess að svar þetta birtist á föstudegi og fræðileg alvara þess er ekki með strangasta móti.

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

18.7.2003

Spyrjandi

Gísli Viðar Gíslason, f. 1990
Elvar Jónsson, f. 1990
Hilmar Hilmarsson
Hjörtur Viðar, f. 1990
Sólveig Júlíusdóttir, f. 1990

Tilvísun

Unnar Árnason. „Er Elvis Presley á lífi?“ Vísindavefurinn, 18. júlí 2003. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3591.

Unnar Árnason. (2003, 18. júlí). Er Elvis Presley á lífi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3591

Unnar Árnason. „Er Elvis Presley á lífi?“ Vísindavefurinn. 18. júl. 2003. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3591>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er Elvis Presley á lífi?
Áhugi Vísindavefsins á því hvort Elvis Presley sé látinn eða á lífi er nær eingöngu menningarfræðilegur (næringarfræðin gæti einnig spilað inn í miðað við síðustu æviár Elvis). Ábyrgir fjölmiðlar og aðrir sem vilja láta taka sig alvarlega, skipta sér yfirleitt ekki af þessari spurningu sem þó leitar á fjölmarga.

Elvis Presley var áhrifamesti tónlistarmaður 20. aldar (ekki er víst að allir séu sammála þessari fullyrðingu og geta þá til dæmis bent á Bítlana, Rolling Stones eða aðra), hann fann ekki upp rokkið en innleiddi það í bandaríska menningu þaðan sem það barst um allan heim. Á sama tíma var í fyrsta skipti að verða til sérstök menning unglinga og áhrif rokksins og Elvis verða seint vanmetin í því samhengi. Þetta svar verður vonandi tilefni til „vísindalegri“ og „fræðilegri“ spurninga um Elvis Presley frá lesendum Vísindavefsins.

Elvis Presley fæddist 8. janúar 1935 í Tupelo, Mississipifylki í Bandaríkjunum. Fyrir tónlistaráhugamenn má geta þess að önnur breiðskífa Nick Cave & The Bad Seeds heitir The Firstborn is Dead sem vísar til þess að Elvis átti tvíburabróður sem fæddist andvana, og fyrsta lag skífunnar heitir einmitt „Tupelo“ eftir fæðingarbæ Elvis. Elvis er opinberlega sagður hafa látist í Memphis, Tennessefylki, 16. ágúst 1977, 42 ára að aldri. Hann væri 68 ára gamall í dag ef hann lifði (árið 2003).

Samkvæmt frásögnum náinna vina og samstarfsmanna Elvis, fannst hann látinn inni á baðherbergi á setri sínu Graceland. Út frá því hafa sprottið ýmsar útgáfur af andlátsorðum hans, flestar niðrandi og tengdar iðrastarfsemi, og örugglega allar skáldskapur. Elvis hafði átt erfitt með svefn síðustu æviár sín og til að trufla ekki unnustu sína, Grace Alden, í svefnherberginu, fór hann stundum inn á baðherbergi á kvöldin til að geta lesið í friði. Þess vegna halda margir því fram að hans síðustu orð hafi verið: „I think I’ll go to the bathroom to read“ eða eitthvað í þá áttina.

Smellið á myndina til að skoða stærri útgáfuUmræðan um hvort Elvis sé enn á lífi hefur nær eingöngu verið bundin við slúðurblöð (e. tabloids) og á Netinu er að finna síður með frásögnum fólks sem telur sig hafa séð Elvis, til dæmis Elvis Sightings og Dead Elvis. Ýmsar samsæriskenningar hafa verið í gangi um hvers vegna Elvis hafi viljað sviðsetja dauða sinn og eru nokkrar athyglisverðar tilgátur taldar upp á vefsíðunni Is Elvis Dead or Alive?

Meðal þeirra má nefna að Elvis hafi komist í kast við mafíuna gegnum vafasöm viðskipti og veitt yfirvöldum upplýsingar í staðinn fyrir vitnavernd, nýtt nafn og nýtt líf. Önnur ástæða gæti hafa verið frægðin sjálf, Elvis hafi verið fangi á eigin heimili og óttast um öryggi sitt og fjölskyldunnar. Bent er á dularfull atriði varðandi krufningarskýrslu, dánarvottorð og útför Elvis, því jafnvel haldið fram að vaxbrúða hafi verið grafin í stað líks Elvis. Einnig er minnst á áhuga hans á dauðanum (hann á að hafa sett á svið eigið morð áður), þekkingu á lyfjum og verkun þeirra og kunnáttu Elvis á sviði bardagalista sem á að hafa gert honum kleift að stjórna hjartslætti og öndun á nákvæman hátt.

Flestar þessar fullyrðingar og tilgátur eru hraktar á síðunni Elvis Presley News, benda má á grein Leas Frydmans, Elvis Autopsy Report. Þar segir meðal annars að heili og hjarta Elvis séu enn í geymslu Baptist Memorial Hospital og því litlar líffræðilegar forsendur fyrir því að hann vappi um í dag.

Meira getur Vísindavefurinn ekki sagt um dauða Elvis Presley. Sjálfsagt mun fólk telja sig sjá hann á lífi í fjöldamörg ár í viðbót. Að einu leyti væri óskandi að Elvis væri enn meðal vor, einhvers staðar í felum. Eins og með svo marga listamenn jókst verðmæti hans við andlátið og hann er talinn tekjuhæsti látni listamaðurinn í dag af tímaritinu Forbes. Hálfgerð synd er að maður sem veitti heiminum svo margt geti ekki notið ávaxta erfiðis síns á efri árum.



Mynd af Elvis ungum er fengin af www.elvispresleynews.com. Mynd af krufningarskýrslu Elvis er tekin af vefsíðunni www.findadeath.com en þar má einnig finna seinni síðuna.

Tvö svör á Vísindavefnum nefna Elvis Presley stuttlega: Hvernig getur Guð verið dáinn ef hann fæddist aldrei? þar sem Róbert Haraldsson ber saman staðhæfingarnar „Guð er dáinn“ og „Elvis Presley er dáinn“, og Í hvaða íslenskum orðum eru þrefaldir samhljóðar, eins og -ttt- í þátttakandi? eftir Ritstjórn Vísindavefsins þar sem Elvis er kallaður „rokkkóngur“ og „sukkkappi“.



Að lokum ber að geta þess að svar þetta birtist á föstudegi og fræðileg alvara þess er ekki með strangasta móti....