Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvernig smitast riðuveiki?

Sigurður Sigurðarson

Riðuveiki í sauðfé smitast fyrst og fremst með því að skepnurnar éta, drekka eða sleikja smitefnið í sig. Smit getur einnig orðið um sár og þess eru dæmi að riðuveiki hafi komið fram í kind eftir burðarhjálp manns með óþvegnar hendur, nýkomnum frá því að hjálpa riðukind að bera. Þetta þýðir að smit hafi þá verið borið í skepnu um fæðingarveg. Unnt er að sýkja kindur í tilraunum á marga fleiri vegu. Blóðsýni úr riðukind var dælt í æðar heilbrigðra kinda á Keldum og fengu nokkrar þeirra riðu.

Smitleiðir riðuveiki frá kind til kindar, frá einum stað til annars og milli landshluta, virðast margar en fæstar sannaðar vísindalega, þótt reynslan gefi eindregnar vísbendingar. Smitefnið hefur fundist í fósturhimnum eða hildum. Smithætta er því talin mikil á sauðburði af hildum og fósturvatni. Smitefnin finnast í slímhúð meltingarvegs, sem skiptir í sífellu um efstu frumulögin og framleiðir slím, er klínist í saurinn. Því er smithætta talin fylgja öllu sem saurmengast. Smitefnið finnst í hálskirtlum, sem hafa opið samband við munninn. Slefa eða munnvatn er því talið skipta máli til dæmis vegna drykkjaríláta sem margar kindur eiga aðgang að. Smit er einnig talið geta borist á milli kinda með rúningsklippum, sprautunálum og fleiru.

Riðuveiki í sauðfé smitast fyrst og fremst með því að skepnurnar éta, drekka eða sleikja smitefnið í sig.

Of langt yrði upp að telja allt sem gæti smitmengast af saur eða sauðataði, fósturvatni og hildum eða líffærum sjálfdauðra kinda eða sláturúrgangi. Þó má nefna hey, en margsinnis hefur riðuveiki komið upp á ósýktum bæ eftir kaup á heyi af sýktu svæði. Smitið er því greinilega tengt heyi. Hestaflutningskerrur hafa sums staðar verið notaðar á víxl til að flytja hesta, sauðfé og hey og sjaldnast sótthreinsaðar. Þetta býður hættunni heim. Fé ætti ekki að flytja á hestakerrum meðan riðuveiki er í landinu.

Íslenskir vísindamenn sem starfa að rannsóknum á riðu settu fram kenningu um að staðbundnir heymaurar geymdu í sér smitefni og gætu sýkt nýjan fjárstofn eftir langan tíma.

Kenningin fékk byr í seglin þegar vísindamenn í New York staðfestu riðu í tilraunamúsum sem sprautaðar höfðu verið allt að 2 árum fyrr með lausn af heymaurum frá riðubæjum á Íslandi. Þessir bæir höfðu verið fjárlausir mánuðum saman. Endurteknar tilraunir styrktu þetta og vísindamenn í Frakklandi eru nú að láta reyna á þessa kenningu í samvinnuverkefni með Íslendingum og Spánverjum um smitbera riðuveikinnar.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

1.8.2003

Spyrjandi

Gauti Fannar Gestsson, f. 1987

Tilvísun

Sigurður Sigurðarson. „Hvernig smitast riðuveiki? “ Vísindavefurinn, 1. ágúst 2003. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3629.

Sigurður Sigurðarson. (2003, 1. ágúst). Hvernig smitast riðuveiki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3629

Sigurður Sigurðarson. „Hvernig smitast riðuveiki? “ Vísindavefurinn. 1. ágú. 2003. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3629>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig smitast riðuveiki?
Riðuveiki í sauðfé smitast fyrst og fremst með því að skepnurnar éta, drekka eða sleikja smitefnið í sig. Smit getur einnig orðið um sár og þess eru dæmi að riðuveiki hafi komið fram í kind eftir burðarhjálp manns með óþvegnar hendur, nýkomnum frá því að hjálpa riðukind að bera. Þetta þýðir að smit hafi þá verið borið í skepnu um fæðingarveg. Unnt er að sýkja kindur í tilraunum á marga fleiri vegu. Blóðsýni úr riðukind var dælt í æðar heilbrigðra kinda á Keldum og fengu nokkrar þeirra riðu.

Smitleiðir riðuveiki frá kind til kindar, frá einum stað til annars og milli landshluta, virðast margar en fæstar sannaðar vísindalega, þótt reynslan gefi eindregnar vísbendingar. Smitefnið hefur fundist í fósturhimnum eða hildum. Smithætta er því talin mikil á sauðburði af hildum og fósturvatni. Smitefnin finnast í slímhúð meltingarvegs, sem skiptir í sífellu um efstu frumulögin og framleiðir slím, er klínist í saurinn. Því er smithætta talin fylgja öllu sem saurmengast. Smitefnið finnst í hálskirtlum, sem hafa opið samband við munninn. Slefa eða munnvatn er því talið skipta máli til dæmis vegna drykkjaríláta sem margar kindur eiga aðgang að. Smit er einnig talið geta borist á milli kinda með rúningsklippum, sprautunálum og fleiru.

Riðuveiki í sauðfé smitast fyrst og fremst með því að skepnurnar éta, drekka eða sleikja smitefnið í sig.

Of langt yrði upp að telja allt sem gæti smitmengast af saur eða sauðataði, fósturvatni og hildum eða líffærum sjálfdauðra kinda eða sláturúrgangi. Þó má nefna hey, en margsinnis hefur riðuveiki komið upp á ósýktum bæ eftir kaup á heyi af sýktu svæði. Smitið er því greinilega tengt heyi. Hestaflutningskerrur hafa sums staðar verið notaðar á víxl til að flytja hesta, sauðfé og hey og sjaldnast sótthreinsaðar. Þetta býður hættunni heim. Fé ætti ekki að flytja á hestakerrum meðan riðuveiki er í landinu.

Íslenskir vísindamenn sem starfa að rannsóknum á riðu settu fram kenningu um að staðbundnir heymaurar geymdu í sér smitefni og gætu sýkt nýjan fjárstofn eftir langan tíma.

Kenningin fékk byr í seglin þegar vísindamenn í New York staðfestu riðu í tilraunamúsum sem sprautaðar höfðu verið allt að 2 árum fyrr með lausn af heymaurum frá riðubæjum á Íslandi. Þessir bæir höfðu verið fjárlausir mánuðum saman. Endurteknar tilraunir styrktu þetta og vísindamenn í Frakklandi eru nú að láta reyna á þessa kenningu í samvinnuverkefni með Íslendingum og Spánverjum um smitbera riðuveikinnar.

Mynd:...