Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig barst riðuveiki til Íslands?

Sigurður Sigurðarson

Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var hingað frá Danmörku að Veðramóti í Skagafirði árið 1878. Veikin breiddist í allar áttir með hrútum undan hinum enska hrúti, sem var af nýju og spennandi kyni. Veikin virtist ekki smitandi í fyrstu. Útbreiðslan var hæg um Norðurland fyrstu 75 árin en varð að smitfaraldri, sem óð yfir stóran hluta landsins næstu tvo áratugina þar á eftir. Svo hröð útbreiðsla er óþekkt í öðrum löndum. Tjónið var líka stórfelldara en annars staðar, 10-15 % dauðsföll árlega voru algeng á fullorðnu fé, stundum miklu meira.

Riðuveiki og aðrir príon-sjúkdómar af TSE-flokki leggjast á ýmsar tegundir dýra í öðrum löndum. TSE stendur fyrir Transmissible spongiform encephalopathy sem er smitandi heilasjúkdómur þar sem vökvafyllt holrúm myndast í heilanum og hann verður svampkenndur. Sauðfé er eina dýrategundin hérlendis sem vissa er um að hafi tekið sjúkdóm af þessum flokki. Riðugrunur hefur tvisvar sinnum fallið á hreindýr sem gengu með sauðfjárhjörð, gjörsýktri af riðu við mikil dauðsföll. Í hvorugt skiptið var unnt að sannreyna riðu, kannski vegna mistaka við sýnatöku og sendingu.

Þessi tiltekna kind var haldin riðuveiki. Riðuveikin var stórfelldur smitsjúkdómur á Íslandi á 20. öld.

Rétt er að minnast þess að sjúkdómur hliðstæður riðuveiki, Chronic Wasting Disease eða CWD, er þekktur í hjartardýrum vestan hafs og því ætti ekki að koma á óvart þótt hreindýr gætu sýkst. Vegna gruns um riðuveiki í hreindýrum hér á landi er óráð að flytja þau á milli landshluta. Aldrei hefur fundist riða eða grunur um hana í geitum, köttum, minkum eða kúm á Íslandi.

Sjúkdómur af þessum flokki sem leggst á fólk, svokölluð Creutzfeldt-Jakob-veiki (CJD), er sjaldgæfari hér á landi en í mörgum löndum og ekkert samhengi virðist milli hans og riðuveikinnar. Með öðrum orðum: það virðist engin hætta á því að riðuveiki í sauðfé valdi sjúkdómi í fólki. Í kjölfar kúariðu í Bretlandseyjum var lýst nýju afbrigði af CJD sem leggst á ungt fólk og er líklega hið sama og kúariða. Það hefur aldrei fundist hér á landi frekar en kúariðan. Lesa má nánar þetta efni í svara Haraldar Briem við spurningunni Hvernig breiðist Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn út?

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

1.8.2003

Síðast uppfært

3.11.2020

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigurður Sigurðarson. „Hvernig barst riðuveiki til Íslands?“ Vísindavefurinn, 1. ágúst 2003, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3630.

Sigurður Sigurðarson. (2003, 1. ágúst). Hvernig barst riðuveiki til Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3630

Sigurður Sigurðarson. „Hvernig barst riðuveiki til Íslands?“ Vísindavefurinn. 1. ágú. 2003. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3630>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig barst riðuveiki til Íslands?
Riðuveiki er talin hafa borist til Íslands með enskum hrút sem fluttur var hingað frá Danmörku að Veðramóti í Skagafirði árið 1878. Veikin breiddist í allar áttir með hrútum undan hinum enska hrúti, sem var af nýju og spennandi kyni. Veikin virtist ekki smitandi í fyrstu. Útbreiðslan var hæg um Norðurland fyrstu 75 árin en varð að smitfaraldri, sem óð yfir stóran hluta landsins næstu tvo áratugina þar á eftir. Svo hröð útbreiðsla er óþekkt í öðrum löndum. Tjónið var líka stórfelldara en annars staðar, 10-15 % dauðsföll árlega voru algeng á fullorðnu fé, stundum miklu meira.

Riðuveiki og aðrir príon-sjúkdómar af TSE-flokki leggjast á ýmsar tegundir dýra í öðrum löndum. TSE stendur fyrir Transmissible spongiform encephalopathy sem er smitandi heilasjúkdómur þar sem vökvafyllt holrúm myndast í heilanum og hann verður svampkenndur. Sauðfé er eina dýrategundin hérlendis sem vissa er um að hafi tekið sjúkdóm af þessum flokki. Riðugrunur hefur tvisvar sinnum fallið á hreindýr sem gengu með sauðfjárhjörð, gjörsýktri af riðu við mikil dauðsföll. Í hvorugt skiptið var unnt að sannreyna riðu, kannski vegna mistaka við sýnatöku og sendingu.

Þessi tiltekna kind var haldin riðuveiki. Riðuveikin var stórfelldur smitsjúkdómur á Íslandi á 20. öld.

Rétt er að minnast þess að sjúkdómur hliðstæður riðuveiki, Chronic Wasting Disease eða CWD, er þekktur í hjartardýrum vestan hafs og því ætti ekki að koma á óvart þótt hreindýr gætu sýkst. Vegna gruns um riðuveiki í hreindýrum hér á landi er óráð að flytja þau á milli landshluta. Aldrei hefur fundist riða eða grunur um hana í geitum, köttum, minkum eða kúm á Íslandi.

Sjúkdómur af þessum flokki sem leggst á fólk, svokölluð Creutzfeldt-Jakob-veiki (CJD), er sjaldgæfari hér á landi en í mörgum löndum og ekkert samhengi virðist milli hans og riðuveikinnar. Með öðrum orðum: það virðist engin hætta á því að riðuveiki í sauðfé valdi sjúkdómi í fólki. Í kjölfar kúariðu í Bretlandseyjum var lýst nýju afbrigði af CJD sem leggst á ungt fólk og er líklega hið sama og kúariða. Það hefur aldrei fundist hér á landi frekar en kúariðan. Lesa má nánar þetta efni í svara Haraldar Briem við spurningunni Hvernig breiðist Creutzfeldt-Jakob-sjúkdómurinn út?

Mynd:...