
Að öðru leyti eru kvenkanínur (kænur) ekki mjög miklar mæður í sér. Sumum gælukanínum er ekkert illa við að leikið sé við unga þeirra og þeir skoðaðir. Þó er nokkur munur á þessu milli einstaklinga og kanínur geta bitið frá sér og klórað ef óvarlega er farið að þeim. Eins og segir í svari JMH við spurningunni Hver er meðgöngutími kanína? er ráðlegt fyrir þá sem halda kanínur í búri, að hafa ungana í næði í umsjón móður sinnar og á spena ekki skemur en í fjórar vikur. Karldýrið (kaninn) ætti alltaf að vera í búri, eins langt frá gotbúrinu og kostur er. Mynd: Baby-Bunnies
Mörg svör eru til á Vísindavefnum um kanínur sem hægt er að nálgast með því að smella á efnisorðin neðst í svarinu.