Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Verða kanínur grimmar eftir að þær eignast unga?

Sverrir Heiðar Júlíusson

Kanínum er eðlislægt að verja hreiður sitt í náttúrunni. Þar er þeirra uppeldisaðferð að láta ungana sem mest í friði og halda þær sig helst í ákveðinni fjarlægð frá hreiðrinu, koma þar við einu sinni á sólarhring, að nóttu til og gefa ungunum af spena. Það tekur aðeins 3-4 mínútur og síðan hverfa kanínurnar aftur á brott. Þetta gera þær til að rándýr, refir til dæmis, finni síður lykt af þeim og reki slóðina til hreiðurholunnar. En ef kanínurnar eru nálægar þegar hætta steðjar að hreiðrinu, bregðast þær til varnar eins og þeim er mögulegt.

Kanínumæður skipta sér ekki mikið af ungunum.

Að öðru leyti eru kvenkanínur (kænur) ekki mjög miklar mæður í sér. Sumum gælukanínum er ekkert illa við að leikið sé við unga þeirra og þeir skoðaðir. Þó er nokkur munur á þessu milli einstaklinga og kanínur geta bitið frá sér og klórað ef óvarlega er farið að þeim. Eins og segir í svari JMH við spurningunni Hver er meðgöngutími kanína? er ráðlegt fyrir þá sem halda kanínur í búri, að hafa ungana í næði í umsjón móður sinnar og á spena ekki skemur en í fjórar vikur. Karldýrið (kaninn) ætti alltaf að vera í búri, eins langt frá gotbúrinu og kostur er.

Mynd:

Höfundur

kennari við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri

Útgáfudagur

21.8.2003

Síðast uppfært

14.3.2022

Spyrjandi

Dalila Björk, f. 1992
Ólöf Lovísa, f. 1992

Tilvísun

Sverrir Heiðar Júlíusson. „Verða kanínur grimmar eftir að þær eignast unga?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2003, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3674.

Sverrir Heiðar Júlíusson. (2003, 21. ágúst). Verða kanínur grimmar eftir að þær eignast unga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3674

Sverrir Heiðar Júlíusson. „Verða kanínur grimmar eftir að þær eignast unga?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2003. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3674>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Verða kanínur grimmar eftir að þær eignast unga?
Kanínum er eðlislægt að verja hreiður sitt í náttúrunni. Þar er þeirra uppeldisaðferð að láta ungana sem mest í friði og halda þær sig helst í ákveðinni fjarlægð frá hreiðrinu, koma þar við einu sinni á sólarhring, að nóttu til og gefa ungunum af spena. Það tekur aðeins 3-4 mínútur og síðan hverfa kanínurnar aftur á brott. Þetta gera þær til að rándýr, refir til dæmis, finni síður lykt af þeim og reki slóðina til hreiðurholunnar. En ef kanínurnar eru nálægar þegar hætta steðjar að hreiðrinu, bregðast þær til varnar eins og þeim er mögulegt.

Kanínumæður skipta sér ekki mikið af ungunum.

Að öðru leyti eru kvenkanínur (kænur) ekki mjög miklar mæður í sér. Sumum gælukanínum er ekkert illa við að leikið sé við unga þeirra og þeir skoðaðir. Þó er nokkur munur á þessu milli einstaklinga og kanínur geta bitið frá sér og klórað ef óvarlega er farið að þeim. Eins og segir í svari JMH við spurningunni Hver er meðgöngutími kanína? er ráðlegt fyrir þá sem halda kanínur í búri, að hafa ungana í næði í umsjón móður sinnar og á spena ekki skemur en í fjórar vikur. Karldýrið (kaninn) ætti alltaf að vera í búri, eins langt frá gotbúrinu og kostur er.

Mynd: ...