Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Getur maður sótt mál sitt sjálfur fyrir íslenskum dómstólum, eða þarf að ráða lögfræðing til þess?

Sigurður Guðmundsson

Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að gera greinarmun á opinberum málum – það er málum sem hið opinbera sækir gegn einstaklingi eða lögpersónu til refsingar samkvæmt lögum – og einkamálum sem einstaklingar eða lögaðilar sækja gegn hvor öðrum. Í spurningunni kemur fyrir sögnin „að sækja“ þannig að svarið einskorðast við rekstur einkamála, enda er sókn í opinberum málum í höndum ríkissaksóknara.

Í öðru lagi er nauðsynlegt að gera greinarmun á lögmanni og lögfræðingi. Lögfræðingur er sá sem hefur lokið embættisprófi í lögfræði en lögmaður er sá sem hefur svokallað málflutningsleyfi eða með öðrum orðum sá sem sækir um og fullnægir skilyrðum 6. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998. En meðal þeirra eru til dæmis að hafa lokið embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands, eða sambærilegu prófi frá öðrum háskóla og að hafa staðist prófraun þar sem reynt er á kunnáttu manna í lögmannsstörfum. Lögfræðingur nýtur hvorki sömu réttinda né ber sömu skyldur og lögmaður.

Um rekstur einkamála fjalla lög nr. 91/1991. Í 17. gr. laganna koma fram skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að reka mál sitt sjálfir:
1. Maður kemur sjálfur fram í máli sínu ef hann er hæfur að lögum að ráðstafa sakarefninu. […]

6. Nú flytur aðili mál sitt sjálfur eða fyrirsvarsmaður og dómari telur hann ófæran um að gæta þannig hagsmuna sinna, og skal þá dómari leggja fyrir hann að ráða sér hæfan umboðsmann til að flytja málið. Hafi hlutaðeigandi ekki orðið við því þegar mál er tekið næst fyrir má fara með það eins og hann hefði ekki sótt þing.
Samkvæmt tilvitnuðum málsgreinum verður sá sem hyggst flytja mál sitt sjálfur, að vera hvort tveggja lögráða og hæfur til þess að flytja málið að mati dómara. Fullnægi aðili ekki skilyrðum 17. gr. einkamálalaganna eða einfaldlega treystir sér ekki til að sinna hagsmunagæslu sinni fyrir dómi sjálfur en fullnægir að öðru leyti skilyrðum 17. gr. getur hann ekki falið öðrum en lögmanni að flytja mál sitt þar sem 2. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn kveður á um einkarétt lögmanna til málflutnings fyrir dómi.

Þessi einkaréttur nær til beggja dómstiga, það er héraðsdómstóla og Hæstaréttar, og einnig til Félagsdóms. Áður fyrr gátu nánustu skyldmenni aðila máls komið fram fyrir hans hönd í dómsmáli en sú heimild hefur verið felld brott úr lögum.

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

9.9.2003

Spyrjandi

Jóhann M. Hauksson

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Getur maður sótt mál sitt sjálfur fyrir íslenskum dómstólum, eða þarf að ráða lögfræðing til þess?“ Vísindavefurinn, 9. september 2003. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3721.

Sigurður Guðmundsson. (2003, 9. september). Getur maður sótt mál sitt sjálfur fyrir íslenskum dómstólum, eða þarf að ráða lögfræðing til þess? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3721

Sigurður Guðmundsson. „Getur maður sótt mál sitt sjálfur fyrir íslenskum dómstólum, eða þarf að ráða lögfræðing til þess?“ Vísindavefurinn. 9. sep. 2003. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3721>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getur maður sótt mál sitt sjálfur fyrir íslenskum dómstólum, eða þarf að ráða lögfræðing til þess?
Í fyrsta lagi er nauðsynlegt að gera greinarmun á opinberum málum – það er málum sem hið opinbera sækir gegn einstaklingi eða lögpersónu til refsingar samkvæmt lögum – og einkamálum sem einstaklingar eða lögaðilar sækja gegn hvor öðrum. Í spurningunni kemur fyrir sögnin „að sækja“ þannig að svarið einskorðast við rekstur einkamála, enda er sókn í opinberum málum í höndum ríkissaksóknara.

Í öðru lagi er nauðsynlegt að gera greinarmun á lögmanni og lögfræðingi. Lögfræðingur er sá sem hefur lokið embættisprófi í lögfræði en lögmaður er sá sem hefur svokallað málflutningsleyfi eða með öðrum orðum sá sem sækir um og fullnægir skilyrðum 6. gr. laga um lögmenn nr. 77/1998. En meðal þeirra eru til dæmis að hafa lokið embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands, eða sambærilegu prófi frá öðrum háskóla og að hafa staðist prófraun þar sem reynt er á kunnáttu manna í lögmannsstörfum. Lögfræðingur nýtur hvorki sömu réttinda né ber sömu skyldur og lögmaður.

Um rekstur einkamála fjalla lög nr. 91/1991. Í 17. gr. laganna koma fram skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til að reka mál sitt sjálfir:
1. Maður kemur sjálfur fram í máli sínu ef hann er hæfur að lögum að ráðstafa sakarefninu. […]

6. Nú flytur aðili mál sitt sjálfur eða fyrirsvarsmaður og dómari telur hann ófæran um að gæta þannig hagsmuna sinna, og skal þá dómari leggja fyrir hann að ráða sér hæfan umboðsmann til að flytja málið. Hafi hlutaðeigandi ekki orðið við því þegar mál er tekið næst fyrir má fara með það eins og hann hefði ekki sótt þing.
Samkvæmt tilvitnuðum málsgreinum verður sá sem hyggst flytja mál sitt sjálfur, að vera hvort tveggja lögráða og hæfur til þess að flytja málið að mati dómara. Fullnægi aðili ekki skilyrðum 17. gr. einkamálalaganna eða einfaldlega treystir sér ekki til að sinna hagsmunagæslu sinni fyrir dómi sjálfur en fullnægir að öðru leyti skilyrðum 17. gr. getur hann ekki falið öðrum en lögmanni að flytja mál sitt þar sem 2. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn kveður á um einkarétt lögmanna til málflutnings fyrir dómi.

Þessi einkaréttur nær til beggja dómstiga, það er héraðsdómstóla og Hæstaréttar, og einnig til Félagsdóms. Áður fyrr gátu nánustu skyldmenni aðila máls komið fram fyrir hans hönd í dómsmáli en sú heimild hefur verið felld brott úr lögum....