Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 23:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:00 • Sest 02:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:25 • Síðdegis: 23:45 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:15 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík

Hver er kjarninn í siðaboðskap kristninnar?

Arnfríður Guðmundsdóttir

Kjarninn í siðaboðskap kristninnar byggir á boðskap Jesú Krists, eins og hann hefur varðveist í guðspjöllum Nýja testamentisins. Þar leggur Kristur áherslu á mikilvægi þess að elska náungann. Í því sem kallað hefur verið tvöfalda kærleiksboðorðið, tengir Kristur saman afstöðu okkar til Guðs og afstöðu okkar til náungans, og áréttar þannig miðlæga stöðu náungakærleikans. Frásögnin í Mattheusarguðspjalli hljómar svo:

Þegar farísear heyrðu, að hann hafði gjört saddúkea orðlausa, komu þeir saman. Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi freista hans og spurði: „Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?“

Hann svaraði honum: „,Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.’ Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: ‘Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.’ Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“ (Mt 22.37-40)
Samkvæmt þessum orðum Krists fer það saman að elska Guð og að elska náungann. En það sem stundum gleymist, er að Kristur tengir einnig elsku til Guðs og náungans við „sjálfs-elsku“ eða „sjálfs-ást“. Það hefur löngum þótt við hæfi innan kristinnar hefðar að líta á sjálfselsku eða sjálfsást sem eitthvað neikvætt, og því eitthvað sem beri að varast. En Kristur gengur hér út frá því að það þurfi að ríkja jafnvægi á milli afstöðu okkar til Guðs, til náungans og til sjálfra okkar. Með öðrum orðum, sá sem elskar ekki sjálfa/-n sig getur ekki elskað Guð og náungann. Sjálfselskan sem Kristur talar um getur þar af leiðandi ekki verið sú sem einkennist af eigingirni og sjálf-hverfu.

Ef við erum kengbogin inn í okkur sjálf, erum við ekki fær um að líta upp til náungans, hvað þá til Guðs. Í orðum Krists felst að heilbrigð umhyggja fyrir okkur sjálfum, sé forsendan fyrir því að við berum umhyggju fyrir náunga okkar og tjáum þannig elsku okkar til Guðs.

Kristur tengdi afstöðuna til okkar sjálfra og náungans í öðru vel þekktu boðorði sem gjarnan er kallað gullna reglan og hljómar svo:
Allt það sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir. (Mt 7.12)
Í þessum orðum setur Kristur afstöðuna til okkar sjálfra fram sem mælikvarða á breytni okkar gagnvart öðrum Samhengi þessa texti er niðurlag fjallræðunnar í upphafi Mattheusarguðspjalls. Þar fjallar Kristur um mannleg samskipti og setur fram hugmyndir sínar um æskilega hegðun þeirra sem vilja taka boðskap hans alvarlega. Kristur er óhræddur við að segja áheyrendum sínum til syndanna, að fletta ofan af hræsni og sýndarmennsku, og krefjast iðrunar og yfirbótar. Kristur gagnrýnir einnig eigingirni og skort á umburðarlyndi og gerir róttækar kröfur til fylgjenda sinna, meðal annars um að rétta hina kinnina og elska óvininn (Mt 5.38-48).

Í boðskap sínum gerði Kristur enn meiri kröfur en samtímafólk hans átti að venjast af trúarleiðtogum Gyðinga. Hann ýkti kröfur lögmálsins, til dæmis með því að boða elsku gagnvart óvininum, í stað þess að fylgja reglunni um „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ (2M 21.24) Þrátt fyrir það sagðist Kristur ekki kominn til að afnema lögmálið, „heldur uppfylla“ (Mt 5.17). En hann hélt því engu að síður fram að velferð einstaklingsins væri mikilvægari en ákvæði lögmálsins. Þess vegna lét hann ekki ströng fyrirmæli lögmálsins um helgi hvíldardagsins aftra sér frá því að lækna veika (Lk 13.10-17) og leyfa lærisveinum sínum að tína kornöx sér til matar (Lk 6.1-11) á hvíldardaginn.

Kristur setti kröfuna um afdráttarlausa umhyggju fyrir náunganum einnig fram í dæmisögum. Ein af þeim þekktari fjallar um miskunnsama Samverjann (Lk 10.25-37). Önnur segir frá hinum efsta degi, þegar Kristur skilur þau sem sinntu um hungraða, þyrsta, húsnæðislausa, nakta, og fangelsaða frá þeim sem gerðu það ekki. Auk þess að lýsa hegðun „hinna réttlátu“, túlkar Kristur í þessari sögu sambandið á milli þess að elska náungann og að elska Krist, með því að segja setja samasemmerki á milli þess sem er gert fyrir þau sem eru í neyð og hann sjálfan. Þetta gerir Kristur meða annars í þessum orðum, sem hann beinir að þeim sem breyttu rétt:
Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra [og systra], það hafið þér gjört mér. (Mt 25.40)
Að elska náungann, að fylgja boðum Krists og fordæmi hans (lat. imitatio Christi), er að elska Krist. Þar er komin tengingin sem Kristur gerir á milli elsku til Guðs og elsku til náungans í tvöfalda kærleiksboðorðinu: Að elska Guð er að elska náungann. Siðaboðskapur kristninnar grundvallast með öðrum orðum ekki á blindri hlýðni við lög og reglur, eða lögmálum skynseminnar, heldur afstöðu hjartans.

Höfundur

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

25.9.2003

Spyrjandi

Sigurður Snæbjörnsson, f. 1987

Tilvísun

Arnfríður Guðmundsdóttir. „Hver er kjarninn í siðaboðskap kristninnar?“ Vísindavefurinn, 25. september 2003. Sótt 13. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3757.

Arnfríður Guðmundsdóttir. (2003, 25. september). Hver er kjarninn í siðaboðskap kristninnar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3757

Arnfríður Guðmundsdóttir. „Hver er kjarninn í siðaboðskap kristninnar?“ Vísindavefurinn. 25. sep. 2003. Vefsíða. 13. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3757>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er kjarninn í siðaboðskap kristninnar?
Kjarninn í siðaboðskap kristninnar byggir á boðskap Jesú Krists, eins og hann hefur varðveist í guðspjöllum Nýja testamentisins. Þar leggur Kristur áherslu á mikilvægi þess að elska náungann. Í því sem kallað hefur verið tvöfalda kærleiksboðorðið, tengir Kristur saman afstöðu okkar til Guðs og afstöðu okkar til náungans, og áréttar þannig miðlæga stöðu náungakærleikans. Frásögnin í Mattheusarguðspjalli hljómar svo:

Þegar farísear heyrðu, að hann hafði gjört saddúkea orðlausa, komu þeir saman. Og einn þeirra, sem var lögvitringur, vildi freista hans og spurði: „Meistari, hvert er hið æðsta boðorð í lögmálinu?“

Hann svaraði honum: „,Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.’ Þetta er hið æðsta og fremsta boðorð. Annað er þessu líkt: ‘Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.’ Á þessum tveimur boðorðum hvílir allt lögmálið og spámennirnir.“ (Mt 22.37-40)
Samkvæmt þessum orðum Krists fer það saman að elska Guð og að elska náungann. En það sem stundum gleymist, er að Kristur tengir einnig elsku til Guðs og náungans við „sjálfs-elsku“ eða „sjálfs-ást“. Það hefur löngum þótt við hæfi innan kristinnar hefðar að líta á sjálfselsku eða sjálfsást sem eitthvað neikvætt, og því eitthvað sem beri að varast. En Kristur gengur hér út frá því að það þurfi að ríkja jafnvægi á milli afstöðu okkar til Guðs, til náungans og til sjálfra okkar. Með öðrum orðum, sá sem elskar ekki sjálfa/-n sig getur ekki elskað Guð og náungann. Sjálfselskan sem Kristur talar um getur þar af leiðandi ekki verið sú sem einkennist af eigingirni og sjálf-hverfu.

Ef við erum kengbogin inn í okkur sjálf, erum við ekki fær um að líta upp til náungans, hvað þá til Guðs. Í orðum Krists felst að heilbrigð umhyggja fyrir okkur sjálfum, sé forsendan fyrir því að við berum umhyggju fyrir náunga okkar og tjáum þannig elsku okkar til Guðs.

Kristur tengdi afstöðuna til okkar sjálfra og náungans í öðru vel þekktu boðorði sem gjarnan er kallað gullna reglan og hljómar svo:
Allt það sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þetta er lögmálið og spámennirnir. (Mt 7.12)
Í þessum orðum setur Kristur afstöðuna til okkar sjálfra fram sem mælikvarða á breytni okkar gagnvart öðrum Samhengi þessa texti er niðurlag fjallræðunnar í upphafi Mattheusarguðspjalls. Þar fjallar Kristur um mannleg samskipti og setur fram hugmyndir sínar um æskilega hegðun þeirra sem vilja taka boðskap hans alvarlega. Kristur er óhræddur við að segja áheyrendum sínum til syndanna, að fletta ofan af hræsni og sýndarmennsku, og krefjast iðrunar og yfirbótar. Kristur gagnrýnir einnig eigingirni og skort á umburðarlyndi og gerir róttækar kröfur til fylgjenda sinna, meðal annars um að rétta hina kinnina og elska óvininn (Mt 5.38-48).

Í boðskap sínum gerði Kristur enn meiri kröfur en samtímafólk hans átti að venjast af trúarleiðtogum Gyðinga. Hann ýkti kröfur lögmálsins, til dæmis með því að boða elsku gagnvart óvininum, í stað þess að fylgja reglunni um „auga fyrir auga og tönn fyrir tönn“ (2M 21.24) Þrátt fyrir það sagðist Kristur ekki kominn til að afnema lögmálið, „heldur uppfylla“ (Mt 5.17). En hann hélt því engu að síður fram að velferð einstaklingsins væri mikilvægari en ákvæði lögmálsins. Þess vegna lét hann ekki ströng fyrirmæli lögmálsins um helgi hvíldardagsins aftra sér frá því að lækna veika (Lk 13.10-17) og leyfa lærisveinum sínum að tína kornöx sér til matar (Lk 6.1-11) á hvíldardaginn.

Kristur setti kröfuna um afdráttarlausa umhyggju fyrir náunganum einnig fram í dæmisögum. Ein af þeim þekktari fjallar um miskunnsama Samverjann (Lk 10.25-37). Önnur segir frá hinum efsta degi, þegar Kristur skilur þau sem sinntu um hungraða, þyrsta, húsnæðislausa, nakta, og fangelsaða frá þeim sem gerðu það ekki. Auk þess að lýsa hegðun „hinna réttlátu“, túlkar Kristur í þessari sögu sambandið á milli þess að elska náungann og að elska Krist, með því að segja setja samasemmerki á milli þess sem er gert fyrir þau sem eru í neyð og hann sjálfan. Þetta gerir Kristur meða annars í þessum orðum, sem hann beinir að þeim sem breyttu rétt:
Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra [og systra], það hafið þér gjört mér. (Mt 25.40)
Að elska náungann, að fylgja boðum Krists og fordæmi hans (lat. imitatio Christi), er að elska Krist. Þar er komin tengingin sem Kristur gerir á milli elsku til Guðs og elsku til náungans í tvöfalda kærleiksboðorðinu: Að elska Guð er að elska náungann. Siðaboðskapur kristninnar grundvallast með öðrum orðum ekki á blindri hlýðni við lög og reglur, eða lögmálum skynseminnar, heldur afstöðu hjartans.

...