Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Getið þið sagt mér eitthvað um afkvæmi tígrisdýra?

Jón Már Halldórsson

Spyrjandi biður einnig um myndir af litlum tígrisdýrum.

Þrír tígrishvolpar

Tígrisynjur (Panthera tigris) gjóta venjulega tveimur eða þremur hvolpum í hverju goti. Þó þekkist að allt að sex hvolpar hafi komið í goti. Afar sjaldgæft er að allir hvolparnir komist á legg, það er frekar regla en undantekning að að minnsta kosti einn deyi.Tígrisynja með þrjá hvolpa

Tígrishvolpar koma í heiminn blindir og afar ósjálfbjarga. Þeir vega yfirleitt á bilinu 850 til 1.100 g. Frá goti nærast þeir á mjólk móður sinnar í allt að 6-8 vikur. Eftir það fer móðirin að fara með þá til bráðar sem hún hefur veitt, og leyfir þeim að spreyta sig á kjötáti. Þannig gengur það fyrir sig þangað til þeir verða 18 mánaða en þá fara þeir að veiða sér sjálfir dýr til matar.

Ungu tígrisdýrin yfirgefa óðal móður sinnar þegar þau eru eins til þriggja ára gömul. Tímasetningin er raunar mjög háð því hvort móðirin sé orðin hvolpafull aftur. Einnig virðast dætur hennar halda sterkari sambandi við móður sína en synir, sem yfirgefa hana og fara á flakk og reyna að koma sér upp nýju óðali á einhverju ónumdu svæði, stundum langt frá óðali móður sinnar. Aftur á móti dveljast dæturnar hjá móður sinni jafnvel í fáein ár og koma sér upp óðali á heimasvæði móður sinnar, ef næg veiðibráð er til staðar.

Myndir: Species Survival Commision: Cat Specialist Group © IUCNFjölmörg svör eru til á Vísindavefnum um tígrisdýr og önnur kattardýr. Þau má nálgast með því að smella á efnisorðin neðan við svarið eða setja inn orð í leitarvél Vísindavefsins. Hér skal bent á tvö áhugaverð svör eftir sama höfund:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.10.2003

Spyrjandi

Freyja Barkardóttir, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um afkvæmi tígrisdýra?“ Vísindavefurinn, 6. október 2003. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3781.

Jón Már Halldórsson. (2003, 6. október). Getið þið sagt mér eitthvað um afkvæmi tígrisdýra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3781

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sagt mér eitthvað um afkvæmi tígrisdýra?“ Vísindavefurinn. 6. okt. 2003. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3781>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um afkvæmi tígrisdýra?

Spyrjandi biður einnig um myndir af litlum tígrisdýrum.

Þrír tígrishvolpar

Tígrisynjur (Panthera tigris) gjóta venjulega tveimur eða þremur hvolpum í hverju goti. Þó þekkist að allt að sex hvolpar hafi komið í goti. Afar sjaldgæft er að allir hvolparnir komist á legg, það er frekar regla en undantekning að að minnsta kosti einn deyi.Tígrisynja með þrjá hvolpa

Tígrishvolpar koma í heiminn blindir og afar ósjálfbjarga. Þeir vega yfirleitt á bilinu 850 til 1.100 g. Frá goti nærast þeir á mjólk móður sinnar í allt að 6-8 vikur. Eftir það fer móðirin að fara með þá til bráðar sem hún hefur veitt, og leyfir þeim að spreyta sig á kjötáti. Þannig gengur það fyrir sig þangað til þeir verða 18 mánaða en þá fara þeir að veiða sér sjálfir dýr til matar.

Ungu tígrisdýrin yfirgefa óðal móður sinnar þegar þau eru eins til þriggja ára gömul. Tímasetningin er raunar mjög háð því hvort móðirin sé orðin hvolpafull aftur. Einnig virðast dætur hennar halda sterkari sambandi við móður sína en synir, sem yfirgefa hana og fara á flakk og reyna að koma sér upp nýju óðali á einhverju ónumdu svæði, stundum langt frá óðali móður sinnar. Aftur á móti dveljast dæturnar hjá móður sinni jafnvel í fáein ár og koma sér upp óðali á heimasvæði móður sinnar, ef næg veiðibráð er til staðar.

Myndir: Species Survival Commision: Cat Specialist Group © IUCNFjölmörg svör eru til á Vísindavefnum um tígrisdýr og önnur kattardýr. Þau má nálgast með því að smella á efnisorðin neðan við svarið eða setja inn orð í leitarvél Vísindavefsins. Hér skal bent á tvö áhugaverð svör eftir sama höfund:...