Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjar eru minnstu fuglategundirnar og finnast þær í Evrópu?

Jón Már Halldórsson

Á Vísindavefnum er að finna tvö svör um minnstu fuglategundir heims:

Í þessum svörum kemur fram að minnstu fuglategundir jarðar eru af ætt kólibrífugla (Trochilidae) og sú minnsta þeirra er hunangsbríinn (Mellisuga helenae). Ættin dreifist um álfur Ameríku en hunangsbríinn lifir aðeins á austurhluta Kúbu og smáeyjunni Pines. Kólibrífuglar finnast ekki í Evrópu.

Minnsti varpfugl Evrópu er glókollur (Regulus regulus, e. goldcrest). Staðfest er að hann verpir hér á landi og er það líklega aukinni skógrækt að þakka. Glókollur finnst á trjáræktarsvæðum, meðal annars í Hallormsstaðaskógi, Þrastaskógi í Grímsnesi, Skorradal og á nokkrum öðrum skógræktarsvæðum þar sem barrtré eru áberandi. Varp glókollsins hér á landi var fyrst staðfest árið 1995.



Glókollur (Regulus regulus). Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Glókollar eru af ættbálki spörfugla (Passeriformes). Kjörlendi þeirra eru fyrst og fremst barrskógar og þar gera þeir sér hreiður. Þeir eru mjög algengir í barrskógum Evrópu og blönduðum skógum. Venjulega reynir glókollsparið varp tvívegis yfir varptímann og er eggjafjöldinn talsverður eða að meðaltali 9-11 egg. Þekkt er að glókollspar hafi verið með 15 egg í hreiðri. Ungarnir klekjast út eftir um 16 daga og verða fleygir eftir 19 daga að meðaltali. Foreldrarnir taka jafnan þátt í uppeldi unganna og getur viðkoma stofnsins orðið mikil í hagstæðu árferði. Glókollar éta aðallega skordýr, sérstaklega grenilýs af grenitrjám.



Útbreiðsla glókolls: Grænn litur táknar svæði þar sem hann dvelur allt árið, sá guli sumarsvæði og blár vetrarsvæði. Á þetta kort vantar gulan lit á Íslandi.

Þótt að glókollur sé minnsti varpfugl Evrópu, um 9 cm á lengd, er hann hálfgerður risi miðað við suma kólibrífugla eins og lesa má í ofangreindum svörum. Hunangsbríinn er til dæmis næstum því helmingi minni eða um 5,5 cm á lengd.

Glókollurinn á amerískan frænda sem sumir fræðimenn vilja flokka sem sömu tegund, enda mjög svipaður að stærð og í útliti. Sá heitir á ensku golden-crowned kinglet (Regulus satrapa).

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.10.2003

Spyrjandi

Guðrún Jóna Sigurðardóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hverjar eru minnstu fuglategundirnar og finnast þær í Evrópu?“ Vísindavefurinn, 8. október 2003, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3788.

Jón Már Halldórsson. (2003, 8. október). Hverjar eru minnstu fuglategundirnar og finnast þær í Evrópu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3788

Jón Már Halldórsson. „Hverjar eru minnstu fuglategundirnar og finnast þær í Evrópu?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2003. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3788>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjar eru minnstu fuglategundirnar og finnast þær í Evrópu?
Á Vísindavefnum er að finna tvö svör um minnstu fuglategundir heims:

Í þessum svörum kemur fram að minnstu fuglategundir jarðar eru af ætt kólibrífugla (Trochilidae) og sú minnsta þeirra er hunangsbríinn (Mellisuga helenae). Ættin dreifist um álfur Ameríku en hunangsbríinn lifir aðeins á austurhluta Kúbu og smáeyjunni Pines. Kólibrífuglar finnast ekki í Evrópu.

Minnsti varpfugl Evrópu er glókollur (Regulus regulus, e. goldcrest). Staðfest er að hann verpir hér á landi og er það líklega aukinni skógrækt að þakka. Glókollur finnst á trjáræktarsvæðum, meðal annars í Hallormsstaðaskógi, Þrastaskógi í Grímsnesi, Skorradal og á nokkrum öðrum skógræktarsvæðum þar sem barrtré eru áberandi. Varp glókollsins hér á landi var fyrst staðfest árið 1995.



Glókollur (Regulus regulus). Ljósmynd: Daníel Bergmann.

Glókollar eru af ættbálki spörfugla (Passeriformes). Kjörlendi þeirra eru fyrst og fremst barrskógar og þar gera þeir sér hreiður. Þeir eru mjög algengir í barrskógum Evrópu og blönduðum skógum. Venjulega reynir glókollsparið varp tvívegis yfir varptímann og er eggjafjöldinn talsverður eða að meðaltali 9-11 egg. Þekkt er að glókollspar hafi verið með 15 egg í hreiðri. Ungarnir klekjast út eftir um 16 daga og verða fleygir eftir 19 daga að meðaltali. Foreldrarnir taka jafnan þátt í uppeldi unganna og getur viðkoma stofnsins orðið mikil í hagstæðu árferði. Glókollar éta aðallega skordýr, sérstaklega grenilýs af grenitrjám.



Útbreiðsla glókolls: Grænn litur táknar svæði þar sem hann dvelur allt árið, sá guli sumarsvæði og blár vetrarsvæði. Á þetta kort vantar gulan lit á Íslandi.

Þótt að glókollur sé minnsti varpfugl Evrópu, um 9 cm á lengd, er hann hálfgerður risi miðað við suma kólibrífugla eins og lesa má í ofangreindum svörum. Hunangsbríinn er til dæmis næstum því helmingi minni eða um 5,5 cm á lengd.

Glókollurinn á amerískan frænda sem sumir fræðimenn vilja flokka sem sömu tegund, enda mjög svipaður að stærð og í útliti. Sá heitir á ensku golden-crowned kinglet (Regulus satrapa).

Heimildir og myndir:...