Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Vaxa plöntur á suðurpólnum?

Jón Már Halldórsson

Eins og fram kemur í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum? var meðalhitastigið á suðurpólnum árin 1957-2001 -45°C. Plöntur geta ekki ljóstillífað við svo lágt hitastig og því þrífast þær ekki á suðurpólnum sjálfum en öðru máli gegnir um Suðurskautslandið eins og hér verður sagt frá.



Gróðurfar Suðurskautslandsins einkennist af smávöxnum og óvenju harðgerum lágplöntum á þurrlendinu en við ströndina má finna þörunga og sterkgerða þara. Flóra Suðurskautslandsins er því ekki áberandi að sjá en hún hefur aðlagast einu ómildasta veðurfari jarðarinnar.

Umhverfi og ekki síst veðurfar Suðurskautslandsins er afar fjandsamlegt plöntum. Fléttur eru eitt af þeim lífformum sem geta þrifist við slíkar aðstæður og á Suðurskautslandinu geta þær ljóstillífað við -20°C og fengið nægilegt vatn úr þunnu lagi af snjó. Fléttur eru sambýlisform þörunga (oftast grænþörunga eða bláþörunga) og sveppa. Vaxtarhraði þeirra á Suðurskautslandinu er óvenju hægur, til dæmis vex tegundin Buellia frigida aðeins um 1 cm á 1.000 árum. Alls eru þekktar um 350 fléttutegundir á Suðurskautslandinu (til samanburðar er fjöldi fléttutegunda á Íslandi í kringum 700).



Tvær tegundir fléttna sem algengar eru á Suðurskautslandinu:
Xanthoria elegans (appelsínugul) og Buellia frigida (svört).

Um 130 tegundir af mosum (Bryophyta) hafa fundist á Suðurskautslandinu.

Í fjörunni er urmull af þangi og ber þar mest á leðurkenndum nautaþara (Durvillaea antarctica) og risaþara (Macrocystis pyrifera) sem getur orðið 6-20 metra langur. Nautaþarinn er talinn vera harðgerðasti þari á jörðinni og þolir vel ágang sjávar og ofsafengið hafrót.



Ísinn á myndinni er grænleitur vegna þörungablóma.

Víða í snjónum má sjá all sérstaka þörunga, svokallaða snjóþörunga. Vöxtur þeirra einskorðast við hitastig undir 10°C. Á sumrin þegar hitastigið er rétt fyrir ofan frostmark, getur jökulísinn orðið skrautlegur á litinn. Litafarið fer eftir tegundum og ýmsum aðstæðum í náttúrunni. Stundum getur þéttleiki þörunganna farið upp í 105 til 106 einfrumunga á hvern millilítra af ís. Grænþörungar eru algengustu snjóþörungarnir.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.10.2003

Spyrjandi

Salka Hjálmarsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Vaxa plöntur á suðurpólnum?“ Vísindavefurinn, 8. október 2003. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3790.

Jón Már Halldórsson. (2003, 8. október). Vaxa plöntur á suðurpólnum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3790

Jón Már Halldórsson. „Vaxa plöntur á suðurpólnum?“ Vísindavefurinn. 8. okt. 2003. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3790>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Vaxa plöntur á suðurpólnum?
Eins og fram kemur í svari Emilíu Dagnýjar Sveinbjörnsdóttur við spurningunni Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum? var meðalhitastigið á suðurpólnum árin 1957-2001 -45°C. Plöntur geta ekki ljóstillífað við svo lágt hitastig og því þrífast þær ekki á suðurpólnum sjálfum en öðru máli gegnir um Suðurskautslandið eins og hér verður sagt frá.



Gróðurfar Suðurskautslandsins einkennist af smávöxnum og óvenju harðgerum lágplöntum á þurrlendinu en við ströndina má finna þörunga og sterkgerða þara. Flóra Suðurskautslandsins er því ekki áberandi að sjá en hún hefur aðlagast einu ómildasta veðurfari jarðarinnar.

Umhverfi og ekki síst veðurfar Suðurskautslandsins er afar fjandsamlegt plöntum. Fléttur eru eitt af þeim lífformum sem geta þrifist við slíkar aðstæður og á Suðurskautslandinu geta þær ljóstillífað við -20°C og fengið nægilegt vatn úr þunnu lagi af snjó. Fléttur eru sambýlisform þörunga (oftast grænþörunga eða bláþörunga) og sveppa. Vaxtarhraði þeirra á Suðurskautslandinu er óvenju hægur, til dæmis vex tegundin Buellia frigida aðeins um 1 cm á 1.000 árum. Alls eru þekktar um 350 fléttutegundir á Suðurskautslandinu (til samanburðar er fjöldi fléttutegunda á Íslandi í kringum 700).



Tvær tegundir fléttna sem algengar eru á Suðurskautslandinu:
Xanthoria elegans (appelsínugul) og Buellia frigida (svört).

Um 130 tegundir af mosum (Bryophyta) hafa fundist á Suðurskautslandinu.

Í fjörunni er urmull af þangi og ber þar mest á leðurkenndum nautaþara (Durvillaea antarctica) og risaþara (Macrocystis pyrifera) sem getur orðið 6-20 metra langur. Nautaþarinn er talinn vera harðgerðasti þari á jörðinni og þolir vel ágang sjávar og ofsafengið hafrót.



Ísinn á myndinni er grænleitur vegna þörungablóma.

Víða í snjónum má sjá all sérstaka þörunga, svokallaða snjóþörunga. Vöxtur þeirra einskorðast við hitastig undir 10°C. Á sumrin þegar hitastigið er rétt fyrir ofan frostmark, getur jökulísinn orðið skrautlegur á litinn. Litafarið fer eftir tegundum og ýmsum aðstæðum í náttúrunni. Stundum getur þéttleiki þörunganna farið upp í 105 til 106 einfrumunga á hvern millilítra af ís. Grænþörungar eru algengustu snjóþörungarnir.

Heimildir og myndir:...