Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Ástæða þess að Suðurskautslandið er talið heimsálfa en norðurskautið ekki, er sú að hið fyrrnefnda er meginland en hið síðarnefnda hafsvæði.

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? hefur gengið erfiðlega að finna skilgreiningu á hugtakinu heimsálfa. Það er þó yfirleitt notað sem samheiti yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Meginland er aftur á móti skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó.



Suðurskautslandið séð utan úr geimnum.

Suðurskautslandið telst vera eitt af meginlöndum jarðar og þar með ein af heimsálfunum. Það er um 14,2 milljóna ferkílómetra landmassi umkringdur sjó og að mestu þakinn þykkum ísskildi.

Á norðurpólnum er hins vegar ekkert land heldur haf sem þakið er ís allan ársins hring. Svæðið umhverfis norðurpólinn getur því ekki talist heimsálfa, ekki frekar en Atlantshafið eða Kyrrahafið svo dæmi séu nefnd, þar sem ekkert meginland er til staðar.

Frekari fróðleik um suður- og norðurpólinn má finna í svari sama höfundar við spurningunni Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum? og í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hvernig er veðurfar á norðurpólnum og hvers vegna er þar svona mikill ís?

Mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.8.2003

Spyrjandi

Elías Karl Guðmundsson, f. 1990

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2003, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3693.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 29. ágúst). Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3693

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2003. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3693>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna er Suðurskautslandið talið heimsálfa en ekki norðurskautið?
Ástæða þess að Suðurskautslandið er talið heimsálfa en norðurskautið ekki, er sú að hið fyrrnefnda er meginland en hið síðarnefnda hafsvæði.

Eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? hefur gengið erfiðlega að finna skilgreiningu á hugtakinu heimsálfa. Það er þó yfirleitt notað sem samheiti yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Meginland er aftur á móti skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó.



Suðurskautslandið séð utan úr geimnum.

Suðurskautslandið telst vera eitt af meginlöndum jarðar og þar með ein af heimsálfunum. Það er um 14,2 milljóna ferkílómetra landmassi umkringdur sjó og að mestu þakinn þykkum ísskildi.

Á norðurpólnum er hins vegar ekkert land heldur haf sem þakið er ís allan ársins hring. Svæðið umhverfis norðurpólinn getur því ekki talist heimsálfa, ekki frekar en Atlantshafið eða Kyrrahafið svo dæmi séu nefnd, þar sem ekkert meginland er til staðar.

Frekari fróðleik um suður- og norðurpólinn má finna í svari sama höfundar við spurningunni Hvort er kaldara á suður- eða norðurpólnum? og í svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hvernig er veðurfar á norðurpólnum og hvers vegna er þar svona mikill ís?

Mynd:...