Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Ef maður sker af sér húðina á þumalfingri, kemur þá nákvæmlega sama fingrafar aftur?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Húðin á okkur er tvískipt. Yst er yfirhúð (epidermis) og undir henni liggur leðurhúðin (dermis). Frumurnar sem eru yst í yfirhúðinni, í svokölluðu hornlagi, eru dauðar og flagna stöðugt af en dýpra í yfirhúðinni eru lifandi frumur sem skipta sér í sífellu og sjá til þess að ysta lagið sé í stöðugri endurnýjun.

Húðfruma lifir að meðaltali í 20-50 daga, en þá flagnar hún af. Talið er að allt að eitt gramm af húðflögum geti losnað af meðalmanni á hverjum degi. Húðfrumurnar á fingrum okkar, sem og annars staðar á líkamanum, eru þess vegna í stöðugri endurnýjun en samt breytast fingraför okkar ekki.

Það sama á við ef við fjarlægjum þunnt lag af yfirhúðinni á fingrunum, hvort svo sem það skerst af eða brennur. Húðfrumurnar endurnýja sig og mynda nýtt lag þar sem fingrafarið er nákvæmlega eins og áður.

Til þess að eyðileggja fingraför okkar þarf að skera niður í leðurhúð. Hún er aðallega gerð úr bandvef og þar eru æðar, smágerðir vöðvar, svita- og fitukirtlar og einnig taugaendar. Mynstur fingrafaranna ræðst meðal annars af því hvernig taugar í fingrunum tengjast húðinni. Ef skurður nær niður í leðurhúðina og í taugaendana eyðileggst mynstrið. Okkur er að vísu ekki fulljóst af hverju einhver ætti að vilja eyðileggja fingraför sín. Ef menn vilja ekki að fingraför þeirra þekkist er mun einfaldara að ganga alltaf með hanska. Það er líka sársaukaminna en að skera í leðurhúðina á sér.

Sú kenning að engin tvö fingraför séu eins er komin frá Englendingnum Francis Galton (1822-1911), sem var frændi Charles Darwin. Í bókinni Fingraför (Finger Prints) frá árinu 1892 reiknaði Galton út eftir ákveðnum aðferðum að til væru að minnsta kosti 64 milljarðar afbrigða af fingraförum. Ef sú tala er nærri lagi eru þess vegna afar litlar líkur á því að tveir einstaklingar hafi eins fingraför, eða 1 / 64x109, en þetta sýnir þó ekki fram á að ómögulegt sé að tveir einstaklingar hafi eins fingraför.



Í fingrafarafræðum er hugtakið minutia haft yfir ýmis konar 'smáatriði' sem notuð eru til að greina á milli ólíkra fingrafara. Myndin hér fyrir ofan sýnir fjögur helstu smáatriði fingrafara.

Rannsóknir hafa sýnt að fingraför eru að mestu fullmótuð á fimm mánaða gömlu fóstri og þau haldast óbreytt alla ævina, þó að mynstrið stækki vitanlega á fyrstu æviárunum.

Heimildir og mynd:


Þeir sem vilja lesa meira á Vísindavefnum um húðina og fingraför er bent á svör við spurningunum:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

10.10.2003

Spyrjandi

Sigurður Þór Óskarsson, f. 1988

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Ef maður sker af sér húðina á þumalfingri, kemur þá nákvæmlega sama fingrafar aftur?“ Vísindavefurinn, 10. október 2003. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3794.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 10. október). Ef maður sker af sér húðina á þumalfingri, kemur þá nákvæmlega sama fingrafar aftur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3794

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Ef maður sker af sér húðina á þumalfingri, kemur þá nákvæmlega sama fingrafar aftur?“ Vísindavefurinn. 10. okt. 2003. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3794>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef maður sker af sér húðina á þumalfingri, kemur þá nákvæmlega sama fingrafar aftur?
Húðin á okkur er tvískipt. Yst er yfirhúð (epidermis) og undir henni liggur leðurhúðin (dermis). Frumurnar sem eru yst í yfirhúðinni, í svokölluðu hornlagi, eru dauðar og flagna stöðugt af en dýpra í yfirhúðinni eru lifandi frumur sem skipta sér í sífellu og sjá til þess að ysta lagið sé í stöðugri endurnýjun.

Húðfruma lifir að meðaltali í 20-50 daga, en þá flagnar hún af. Talið er að allt að eitt gramm af húðflögum geti losnað af meðalmanni á hverjum degi. Húðfrumurnar á fingrum okkar, sem og annars staðar á líkamanum, eru þess vegna í stöðugri endurnýjun en samt breytast fingraför okkar ekki.

Það sama á við ef við fjarlægjum þunnt lag af yfirhúðinni á fingrunum, hvort svo sem það skerst af eða brennur. Húðfrumurnar endurnýja sig og mynda nýtt lag þar sem fingrafarið er nákvæmlega eins og áður.

Til þess að eyðileggja fingraför okkar þarf að skera niður í leðurhúð. Hún er aðallega gerð úr bandvef og þar eru æðar, smágerðir vöðvar, svita- og fitukirtlar og einnig taugaendar. Mynstur fingrafaranna ræðst meðal annars af því hvernig taugar í fingrunum tengjast húðinni. Ef skurður nær niður í leðurhúðina og í taugaendana eyðileggst mynstrið. Okkur er að vísu ekki fulljóst af hverju einhver ætti að vilja eyðileggja fingraför sín. Ef menn vilja ekki að fingraför þeirra þekkist er mun einfaldara að ganga alltaf með hanska. Það er líka sársaukaminna en að skera í leðurhúðina á sér.

Sú kenning að engin tvö fingraför séu eins er komin frá Englendingnum Francis Galton (1822-1911), sem var frændi Charles Darwin. Í bókinni Fingraför (Finger Prints) frá árinu 1892 reiknaði Galton út eftir ákveðnum aðferðum að til væru að minnsta kosti 64 milljarðar afbrigða af fingraförum. Ef sú tala er nærri lagi eru þess vegna afar litlar líkur á því að tveir einstaklingar hafi eins fingraför, eða 1 / 64x109, en þetta sýnir þó ekki fram á að ómögulegt sé að tveir einstaklingar hafi eins fingraför.



Í fingrafarafræðum er hugtakið minutia haft yfir ýmis konar 'smáatriði' sem notuð eru til að greina á milli ólíkra fingrafara. Myndin hér fyrir ofan sýnir fjögur helstu smáatriði fingrafara.

Rannsóknir hafa sýnt að fingraför eru að mestu fullmótuð á fimm mánaða gömlu fóstri og þau haldast óbreytt alla ævina, þó að mynstrið stækki vitanlega á fyrstu æviárunum.

Heimildir og mynd:


Þeir sem vilja lesa meira á Vísindavefnum um húðina og fingraför er bent á svör við spurningunum:...