Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Samkvæmt skýringum í greinargerð, sem fylgdi með frumvarpi sem síðar varð að lögum nr. 91/1991 um meðferð einkamála (héreftir nefnd EML) er gjafsókn samheiti fyrir „aðstoð sem aðili getur leitað til að sækja hagsmuni sína eða verja þá í dómsmáli“.
Um gjafsókn og gjafvörn er fjallað í XX. kafla EML og þar, eins og í þessu svari, er orðið gjafsókn notað yfir bæði hugtökin. Dómsmálaráðherra veitir gjafsókn en þó aðeins ef gjafsóknarnefnd mæli með því, sbr. 4. mgr. 125. gr. EML. Umsókn um gjafsókn skal vera skrifleg og beint til dómsmálaráðherra, sbr. 3. mgr. greinarinnar.
Í 126. gr. EML koma fram skilyrði fyrir veitingu gjafsóknar, en greinin hljómar svo:
Gjafsókn verður aðeins veitt ef málstaður umsækjanda gefur nægilegt tilefni til málshöfðunar eða málsvarnar og öðru hvoru eftirfarandi skilyrða er að auki fullnægt:
a. að efnahag umsækjanda sé þannig háttað að kostnaður af gæslu hagsmuna hans í máli yrði honum fyrirsjáanlega ofviða, en við mat á efnahag hans má eftir því sem á við einnig taka tillit til eigna og tekna maka hans eða sambýlismanns eða eigna og tekna foreldra hans ef hann er yngri en 18 ára,
b. að úrlausn máls hafi verulega almenna þýðingu eða varði verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjanda.
Í 127. gr. EML fjallar um inntak gjafsóknar:
Að því leyti sem hér er ekki mælt á annan veg skuldbindur gjafsókn ríkið til að greiða þann málskostnað sem gjafsóknarhafi hefur sjálfur af máli. Gjafsókn má þó takmarka þannig að hún nái aðeins til tiltekinna þátta málskostnaðar eða geti hæst numið tiltekinni fjárhæð.
Samkvæmt þessu er gjafsókn fjárhagsleg aðstoð til gjafsóknarhafa og er þeirri aðstoð meðal annars ætlað að koma til móts við kostnað vegna málflutnings fyrir hönd gjafsóknarhafans og hinna ýmsu gjalda, sem hann þarf að standa skil á vegna málsins.
Þess ber þó að geta að verði gjafsóknarhafi dæmdur til að greiða málskostnað gagnaðila síns vegna atvika sem koma fram í 130. og 131. gr. EML - til dæmis ef gjafsóknarhafinn tapar málinu - fellur sá kostnaður á hann sjálfan en greiðist ekki af ríkinu, sbr. 3. mgr. 128. gr. EML.
Sigurður Guðmundsson. „Hvað er gjafsókn og hvenær á hún við?“ Vísindavefurinn, 31. október 2003, sótt 11. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3827.
Sigurður Guðmundsson. (2003, 31. október). Hvað er gjafsókn og hvenær á hún við? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3827
Sigurður Guðmundsson. „Hvað er gjafsókn og hvenær á hún við?“ Vísindavefurinn. 31. okt. 2003. Vefsíða. 11. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3827>.