Greiða skal í ríkissjóð virðisaukaskatt af viðskiptum innan lands á öllum stigum, svo og af innflutningi vöru og þjónustu, eins og nánar er ákveðið í lögum þessum.Samt sem áður er tiltekið í lögunum að ákveðin starfsemi sé undanþegin virðisaukaskattskyldu og má þar meðal annars nefna þjónustu sjúkrahúsa, rekstur skóla, starfsemi rithöfunda og tónskálda við samningu hugverka og sambærileg liststarfsemi og svo framvegis.
