Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Væri hægt að lögsækja miðla fyrir að bjóða falsaða vöru?

Árni Helgason

Almennt er hægt að höfða mál gegn miðlum, eins og öðrum og það sama gildir um slíka málsókn og aðrar málsóknir, að ef sannanir eru fyrir hendi þá er líklegt að málsóknin beri árangur.

Þó verður að gera greinarmun á tvennu varðandi starfsemi miðla. Annars vegar getur komið til að þær forsendur sem viðskiptavinurinn gaf sér um miðilinn, til dæmis um menntun hans eða reynslu, hafi verið ranglega settar fram af hálfu miðilsins og svo hins vegar að að þjónustan sjálf, það er þær upplýsingar eða sú sýn sem miðillinn veitir, sé fölsuð.

Ef í ljós kemur að miðillinn hefur ekki greint rétt frá upplýsingum um sjálfan sig, til dæmis hvað réttindi, menntun eða reynslu varðar, kann að vera að viðskiptavinurinn eigi rétt á endurgreiðslu og miðillinn kynni að vera sóttur til saka. Um þetta gilda almennar reglur samninga- og kröfuréttar, þrátt fyrir að þjónustan sem miðlar veita sé annars eðlis en yfirleitt gengur og gerist.

Þessar verur „að handan“ komu fram á ljósmynd Englendingsins Frederick A. Hudson frá því um 1875. Hudson var kunnur andaljósmyndari og brá sér stundum sjálfur í gervi drauganna sem eru framkallaðir með því að taka að minnsta kosti tvisvar yfir sama filmubútinn og stýra lýsingartímanum nákvæmlega.

Hvað seinna atriðið varðar þá er eðli málsins samkvæmt erfitt að véfengja þær upplýsingar sem fram koma hjá miðlum og þar af leiðandi erfitt að sanna að um fölsun sé að ræða. Viðskiptavinir vita fyrirfram þegar þeir ganga að því að kaupa þjónustu af miðlinum að upplýsingarnar er erfitt að sanna eða afsanna. Það felst í eðli viðskiptanna að miðlinum er treyst til þess að segja frá því sem hann skynjar án þess að unnt sé endilega að staðfesta með óyggjandi hætti hvort það sé rétt eða rangt. Til þess að um ólöglegt athæfi væri að ræða yrði ennfremur að vera ljóst að miðillinn beitti vísvitandi fölsunum eða svikum. Það eitt að hann hafi veitt rangar upplýsingar myndi trúlega ekki duga til. Ef það hins vegar liggur fyrir að miðill hafi beitt svikum, til dæmis til þess að fá út úr fólki fé, þá væri hægt að lögsækja þá fyrir það og dæmi er um að miðlar hafi verið dæmdir fyrir svik hér á landi.

Frægasta íslenska dómsmálið sem tengist miðlum og starfsemi þeirra er vafalaust dómurinn yfir Láru Ágústsdóttur sem var kveðinn upp 23. maí 1941. Lára var einn frægasti miðill landsins í marga áratugi. Hún hélt fræga miðilsfundi á heimili sínu sem vöktu mikla athygli en gestir hennar sáu oftar en ekki sýnir og urðu fyrir yfirskilvitlegri reynslu.

Í bókinni Ekki dáin bara flutt eftir þá Pál Ásgeir Ásgeirsson og Bjarna Guðmarsson er fjallað um upphaf spíritisma á Íslandi. Kaflar úr bókinni voru birtir í grein í Morgunblaðinu árið 1996 og þar eru meðal annars birtar lýsingar gesta af miðilsfundum hjá Láru. Þar segir til dæmis frá lýsingu Jóns Gunnarssonar verslunarmanns, sem lýsti atburðum svo: 
Þegar Lára dró tjaldið frá, var birtan af hinu rauða ljósi svo skær að allir fundargestir og þá ekki síst ég, sem sat við hlið miðilsins sáum hann mjög greinilega. Gráleitt efni virtist streyma frá andliti og brjósti miðilsins og niður á gólfið og hrúgast þar upp í allstóran haug. Þessi haugur virtist mér vera á sífelldri hreyfingu, hefjast og hníga á víxl. Skyndilega hóf svo þessi undurfagra vera sig upp úr þessum gráleita eða hvíta óskapnaði, klædd skrautlegum kjól, prýddum glitrandi smáperlum eða steinum og vakti undrun allra sem á horfðu.

Aðrir gestir sáu meðal annars Abyssiníumenn, spænskar stúlkur, ítalskar nunnur og einn gesturinn sá tjörn myndast á gólfinu hjá sér þar sem fiskar byltu sér með sporðaköstum og busli, svo eitthvað sé nefnt. Meðal gesta á þessum tíma voru margir af fremstu menntamönnum þjóðarinnar og voru fundirnir iðulega vel sóttir.

Árið 1941 var kveðinn upp í sakadómi dómur yfir Láru og þremur samverkamönnum vegna svika sem talið var að Lára hefði beitt í tengslum við sum þeirra fyrirbæra sem gestir urðu vitni að á fundum hennar. Dómurinn horfði til þess að Lára hafði innheimt aðgangseyri að fundunum. Athæfið var heimfært undir 248. gr. hegningarlaga, þar sem segir að „ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum“ en þetta ákvæði stendur enn óbreytt í hegningarlögum.

Þrátt fyrir að fjárhagslegur ávinningur Láru og félaga hafi einungis falist í því að innheimta aðgangseyri að fundunum var Lára dæmd í eins árs fangelsi en samverkamennirnir þrír fengu vægari dóma; einn þeirra sex mánaða dóm og hinir tveir fjögurra mánaða dóm.

Dómurinn er mjög strangur og telja verður ólíklegt að dómstóll kæmist að slíkri niðurstöðu í dag. Dómurinn sýnir þó að miðlar, líkt og aðrir, geta þurft að sæta ábyrgð fyrir svik.

Af Láru miðli var það svo að segja að eftir uppkvaðningu dómsins og afplánun fangavistarinnar fluttist hún til Akureyrar þar sem hún bjó til dauðadags. Þrátt fyrir dóminn átti hún sér trausta fylgismenn alla tíð sem trúðu ákaft á miðilshæfileika hennar.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Árni Helgason

lögfræðingur og fyrrverandi laganemi við HÍ

Útgáfudagur

15.5.2009

Spyrjandi

Kristján Pálsson

Tilvísun

Árni Helgason. „Væri hægt að lögsækja miðla fyrir að bjóða falsaða vöru?“ Vísindavefurinn, 15. maí 2009, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=28529.

Árni Helgason. (2009, 15. maí). Væri hægt að lögsækja miðla fyrir að bjóða falsaða vöru? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=28529

Árni Helgason. „Væri hægt að lögsækja miðla fyrir að bjóða falsaða vöru?“ Vísindavefurinn. 15. maí. 2009. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=28529>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Væri hægt að lögsækja miðla fyrir að bjóða falsaða vöru?
Almennt er hægt að höfða mál gegn miðlum, eins og öðrum og það sama gildir um slíka málsókn og aðrar málsóknir, að ef sannanir eru fyrir hendi þá er líklegt að málsóknin beri árangur.

Þó verður að gera greinarmun á tvennu varðandi starfsemi miðla. Annars vegar getur komið til að þær forsendur sem viðskiptavinurinn gaf sér um miðilinn, til dæmis um menntun hans eða reynslu, hafi verið ranglega settar fram af hálfu miðilsins og svo hins vegar að að þjónustan sjálf, það er þær upplýsingar eða sú sýn sem miðillinn veitir, sé fölsuð.

Ef í ljós kemur að miðillinn hefur ekki greint rétt frá upplýsingum um sjálfan sig, til dæmis hvað réttindi, menntun eða reynslu varðar, kann að vera að viðskiptavinurinn eigi rétt á endurgreiðslu og miðillinn kynni að vera sóttur til saka. Um þetta gilda almennar reglur samninga- og kröfuréttar, þrátt fyrir að þjónustan sem miðlar veita sé annars eðlis en yfirleitt gengur og gerist.

Þessar verur „að handan“ komu fram á ljósmynd Englendingsins Frederick A. Hudson frá því um 1875. Hudson var kunnur andaljósmyndari og brá sér stundum sjálfur í gervi drauganna sem eru framkallaðir með því að taka að minnsta kosti tvisvar yfir sama filmubútinn og stýra lýsingartímanum nákvæmlega.

Hvað seinna atriðið varðar þá er eðli málsins samkvæmt erfitt að véfengja þær upplýsingar sem fram koma hjá miðlum og þar af leiðandi erfitt að sanna að um fölsun sé að ræða. Viðskiptavinir vita fyrirfram þegar þeir ganga að því að kaupa þjónustu af miðlinum að upplýsingarnar er erfitt að sanna eða afsanna. Það felst í eðli viðskiptanna að miðlinum er treyst til þess að segja frá því sem hann skynjar án þess að unnt sé endilega að staðfesta með óyggjandi hætti hvort það sé rétt eða rangt. Til þess að um ólöglegt athæfi væri að ræða yrði ennfremur að vera ljóst að miðillinn beitti vísvitandi fölsunum eða svikum. Það eitt að hann hafi veitt rangar upplýsingar myndi trúlega ekki duga til. Ef það hins vegar liggur fyrir að miðill hafi beitt svikum, til dæmis til þess að fá út úr fólki fé, þá væri hægt að lögsækja þá fyrir það og dæmi er um að miðlar hafi verið dæmdir fyrir svik hér á landi.

Frægasta íslenska dómsmálið sem tengist miðlum og starfsemi þeirra er vafalaust dómurinn yfir Láru Ágústsdóttur sem var kveðinn upp 23. maí 1941. Lára var einn frægasti miðill landsins í marga áratugi. Hún hélt fræga miðilsfundi á heimili sínu sem vöktu mikla athygli en gestir hennar sáu oftar en ekki sýnir og urðu fyrir yfirskilvitlegri reynslu.

Í bókinni Ekki dáin bara flutt eftir þá Pál Ásgeir Ásgeirsson og Bjarna Guðmarsson er fjallað um upphaf spíritisma á Íslandi. Kaflar úr bókinni voru birtir í grein í Morgunblaðinu árið 1996 og þar eru meðal annars birtar lýsingar gesta af miðilsfundum hjá Láru. Þar segir til dæmis frá lýsingu Jóns Gunnarssonar verslunarmanns, sem lýsti atburðum svo: 
Þegar Lára dró tjaldið frá, var birtan af hinu rauða ljósi svo skær að allir fundargestir og þá ekki síst ég, sem sat við hlið miðilsins sáum hann mjög greinilega. Gráleitt efni virtist streyma frá andliti og brjósti miðilsins og niður á gólfið og hrúgast þar upp í allstóran haug. Þessi haugur virtist mér vera á sífelldri hreyfingu, hefjast og hníga á víxl. Skyndilega hóf svo þessi undurfagra vera sig upp úr þessum gráleita eða hvíta óskapnaði, klædd skrautlegum kjól, prýddum glitrandi smáperlum eða steinum og vakti undrun allra sem á horfðu.

Aðrir gestir sáu meðal annars Abyssiníumenn, spænskar stúlkur, ítalskar nunnur og einn gesturinn sá tjörn myndast á gólfinu hjá sér þar sem fiskar byltu sér með sporðaköstum og busli, svo eitthvað sé nefnt. Meðal gesta á þessum tíma voru margir af fremstu menntamönnum þjóðarinnar og voru fundirnir iðulega vel sóttir.

Árið 1941 var kveðinn upp í sakadómi dómur yfir Láru og þremur samverkamönnum vegna svika sem talið var að Lára hefði beitt í tengslum við sum þeirra fyrirbæra sem gestir urðu vitni að á fundum hennar. Dómurinn horfði til þess að Lára hafði innheimt aðgangseyri að fundunum. Athæfið var heimfært undir 248. gr. hegningarlaga, þar sem segir að „ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum“ en þetta ákvæði stendur enn óbreytt í hegningarlögum.

Þrátt fyrir að fjárhagslegur ávinningur Láru og félaga hafi einungis falist í því að innheimta aðgangseyri að fundunum var Lára dæmd í eins árs fangelsi en samverkamennirnir þrír fengu vægari dóma; einn þeirra sex mánaða dóm og hinir tveir fjögurra mánaða dóm.

Dómurinn er mjög strangur og telja verður ólíklegt að dómstóll kæmist að slíkri niðurstöðu í dag. Dómurinn sýnir þó að miðlar, líkt og aðrir, geta þurft að sæta ábyrgð fyrir svik.

Af Láru miðli var það svo að segja að eftir uppkvaðningu dómsins og afplánun fangavistarinnar fluttist hún til Akureyrar þar sem hún bjó til dauðadags. Þrátt fyrir dóminn átti hún sér trausta fylgismenn alla tíð sem trúðu ákaft á miðilshæfileika hennar.

Heimildir:

Mynd:

...