Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Margrét keypti sér skíði með 15% afslætti og borgaði fyrir þau 8.670 kr. Hvað kostuðu þau án afsláttar?

Einar Örn Þorvaldsson

Auðvelt er að reikna verð hluta með afslætti ef upphaflega verðið er gefið upp. Til að mynda kostar 1.000 króna hlutur með 15% afslætti:
0,85 ∙ 1.000 kr = 850 kr
þar sem talan 0,85 er fengin með því að draga afsláttinn frá heildinni (1-0,15).

Aðeins snúnara er að reikna upphaflegt verð ef afslátturinn og afsláttarverð er gefið upp, eins og spyrjandi gerir. Í fljótfærni mætti hugsa sér að margfalda afsláttarverðið með afslættinum þannig:
850 kr ∙ 1,15 = 977,5 kr [RANGT!]
þar sem talan 1,15 er fengin með því að leggja afsláttinn við heildina (0,15 + 1). Þetta er hins vegar rangt eins og sjá má af því að 15% afsláttur af 977,5 kr gefur ekki 850 kr heldur lægri tölu.Rétt aðferð er sýnd hér, þar sem x er látið tákna upphaflegt söluverð:
0,85 ∙ x = 850 kr
sem jafngildir að
x = 850 kr / 0,85
þannig að
x = 1.000 kr
Þetta er í fullu samræmi við það sem við gáfum okkur í dæminu.

Ef við snúum okkur nú að dæmi spyrjanda má finna á sama hátt:
0,85 ∙ x = 8.670 kr
sem gefur
x = 8.670 kr / 0,85
eða
x = 10.200 kr
Við getum sannreynt útkomuna með því að reikna aftur til baka:
0,85 ∙ 10.200 kr = 8.670 kr
Skíðin kostuðu því upphaflega 10.200 krónur.

Mynd: Ski Center

Höfundar Vísindavefsins svara yfirleitt ekki spurningum af þessu tagi, en gera þó stundum undantekningar ef vel liggur á þeim, til dæmis þegar þeir eru nýkomnir úr langri skíðaferð, og ef svarið er talið gagnast fleirum en spyrjanda einum.

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

12.11.2003

Spyrjandi

Arnór Hjartarson, f. 1989

Tilvísun

Einar Örn Þorvaldsson. „Margrét keypti sér skíði með 15% afslætti og borgaði fyrir þau 8.670 kr. Hvað kostuðu þau án afsláttar?“ Vísindavefurinn, 12. nóvember 2003, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3855.

Einar Örn Þorvaldsson. (2003, 12. nóvember). Margrét keypti sér skíði með 15% afslætti og borgaði fyrir þau 8.670 kr. Hvað kostuðu þau án afsláttar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3855

Einar Örn Þorvaldsson. „Margrét keypti sér skíði með 15% afslætti og borgaði fyrir þau 8.670 kr. Hvað kostuðu þau án afsláttar?“ Vísindavefurinn. 12. nóv. 2003. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3855>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Margrét keypti sér skíði með 15% afslætti og borgaði fyrir þau 8.670 kr. Hvað kostuðu þau án afsláttar?
Auðvelt er að reikna verð hluta með afslætti ef upphaflega verðið er gefið upp. Til að mynda kostar 1.000 króna hlutur með 15% afslætti:

0,85 ∙ 1.000 kr = 850 kr
þar sem talan 0,85 er fengin með því að draga afsláttinn frá heildinni (1-0,15).

Aðeins snúnara er að reikna upphaflegt verð ef afslátturinn og afsláttarverð er gefið upp, eins og spyrjandi gerir. Í fljótfærni mætti hugsa sér að margfalda afsláttarverðið með afslættinum þannig:
850 kr ∙ 1,15 = 977,5 kr [RANGT!]
þar sem talan 1,15 er fengin með því að leggja afsláttinn við heildina (0,15 + 1). Þetta er hins vegar rangt eins og sjá má af því að 15% afsláttur af 977,5 kr gefur ekki 850 kr heldur lægri tölu.Rétt aðferð er sýnd hér, þar sem x er látið tákna upphaflegt söluverð:
0,85 ∙ x = 850 kr
sem jafngildir að
x = 850 kr / 0,85
þannig að
x = 1.000 kr
Þetta er í fullu samræmi við það sem við gáfum okkur í dæminu.

Ef við snúum okkur nú að dæmi spyrjanda má finna á sama hátt:
0,85 ∙ x = 8.670 kr
sem gefur
x = 8.670 kr / 0,85
eða
x = 10.200 kr
Við getum sannreynt útkomuna með því að reikna aftur til baka:
0,85 ∙ 10.200 kr = 8.670 kr
Skíðin kostuðu því upphaflega 10.200 krónur.

Mynd: Ski Center

Höfundar Vísindavefsins svara yfirleitt ekki spurningum af þessu tagi, en gera þó stundum undantekningar ef vel liggur á þeim, til dæmis þegar þeir eru nýkomnir úr langri skíðaferð, og ef svarið er talið gagnast fleirum en spyrjanda einum....