Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á maður rétt á endurgreiðslu bíómiða ef maður gengur út í hléi?

Sigurður Guðmundsson

Spurningin sem hér þarf að svara er hvort heimilt sé að rifta þeim samningi sem komst á með kvikmyndahúsinu og bíógestinum við kaup þess síðarnefnda á bíómiðanum. Með riftun lýsir aðili því yfir að vegna vanefnda gagnaðila verði samningurinn ekki efndur samkvæmt aðalefni sínu. Þá fellur greiðsluskylda hvors aðila samkvæmt samningnum niður og hafi menn innt einhvern hluta greiðslu sinnar af hendi eða hana alla, ganga greiðslur til baka að því marki sem mögulegt er.

Riftun er svonefnt vanefndaúrræði, það er henni verður aðeins beitt ef aðili vanefnir skyldur sínar samkvæmt samningi aðila. Riftun verður ennfremur ekki beitt nema vanefndin sé veruleg, enda er riftun það vanefndaúrræði sem lengst gengur og getur hún valdið samningsaðila miklu óhagræði. Við mat á því hvort vanefndir séu verulegar eða ekki, fer fram heildarmat á samningi aðila og atvikum við kaup. Skýrasta dæmið um vanefnd er þegar aðili innir ekki greiðslu sína af hendi. Eftir er þó að meta hvort um verulega vanefnd sé að ræða.

Komi upp tilvik, þar sem áhorfanda finnst spennumyndin alls ekkert spennandi, gamanmyndin harla ófyndin eða hrollvekjan vera bragðdauf og væmin, getur hann ekki krafist endurgreiðslu bíómiðans. Kvikmyndahúsin geta ekki ábyrgst að öllum áhorendum líki þær myndir sem þau sýna, kvikmyndahúsin geta ekki ábyrgst gæði kvikmyndanna. Þess vegna geta sýningar á "lélegum" kvikmyndum hvorki verið talin vanefnd – hvað þá veruleg vanefnd, í skilningi kröfuréttar.



Auglýsingaspjald fyrir indverska kvikmynd í Nýju-Delí. Ekki er víst að myndin félli öllum íslenskum áhorfendum í geð þar sem þeir hafa ekki vanist indverskri kvikmyndahefð. Litlar líkur eru á því að Jeene Nahi Doonga verði sýnd hér á landi.

Hins vegar væri vel hægt að ímynda sér dæmi þar sem greiðsla bíóhússins, það er sjálf bíósýningin, gæti talist vanefnd á greiðsluskyldu þess, til að mynda ef hljóðkerfi bíósalarins er bilað, ef gleymst hefur að hafa texta kvikmyndarinnar með, ef sýningarvélin er þannig stillt að aðeins hálf myndin sést, eða eitthvað í þeim dúr. Enn er þó eftir að meta, hvort um verulega vanefnd sé að ræða og riftun sé lögmæt á grundvelli þess. Ef einhver tæknileg vandkvæði valda slíkri óánægju að hætta verði við sýninguna, er líklegast að kvikmyndahúsið bjóði áhorfendum að koma seinna og horfa á myndina án þess að innheimta aftur aðgangseyri. Ef einhverjir áhorfendur krefjast hins vegar riftunar og heimta endurgreiðslu þar sem þeir telja sig ekki hafa tækifæri til að sjá myndina síðar, er líklegast að þeir fái fulla endurgreiðslu bíómiðans.

Heimild og mynd:
  • Þorgeir Örlygsson, Kröfuréttur III – Riftun (handrit til kennslu við lagadeild Háskóla Íslands), Reykjavík 2002.
  • Dehli Cinema

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

20.11.2003

Spyrjandi

Hjalti Snær Ægisson

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Á maður rétt á endurgreiðslu bíómiða ef maður gengur út í hléi?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2003, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3876.

Sigurður Guðmundsson. (2003, 20. nóvember). Á maður rétt á endurgreiðslu bíómiða ef maður gengur út í hléi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3876

Sigurður Guðmundsson. „Á maður rétt á endurgreiðslu bíómiða ef maður gengur út í hléi?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2003. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3876>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á maður rétt á endurgreiðslu bíómiða ef maður gengur út í hléi?
Spurningin sem hér þarf að svara er hvort heimilt sé að rifta þeim samningi sem komst á með kvikmyndahúsinu og bíógestinum við kaup þess síðarnefnda á bíómiðanum. Með riftun lýsir aðili því yfir að vegna vanefnda gagnaðila verði samningurinn ekki efndur samkvæmt aðalefni sínu. Þá fellur greiðsluskylda hvors aðila samkvæmt samningnum niður og hafi menn innt einhvern hluta greiðslu sinnar af hendi eða hana alla, ganga greiðslur til baka að því marki sem mögulegt er.

Riftun er svonefnt vanefndaúrræði, það er henni verður aðeins beitt ef aðili vanefnir skyldur sínar samkvæmt samningi aðila. Riftun verður ennfremur ekki beitt nema vanefndin sé veruleg, enda er riftun það vanefndaúrræði sem lengst gengur og getur hún valdið samningsaðila miklu óhagræði. Við mat á því hvort vanefndir séu verulegar eða ekki, fer fram heildarmat á samningi aðila og atvikum við kaup. Skýrasta dæmið um vanefnd er þegar aðili innir ekki greiðslu sína af hendi. Eftir er þó að meta hvort um verulega vanefnd sé að ræða.

Komi upp tilvik, þar sem áhorfanda finnst spennumyndin alls ekkert spennandi, gamanmyndin harla ófyndin eða hrollvekjan vera bragðdauf og væmin, getur hann ekki krafist endurgreiðslu bíómiðans. Kvikmyndahúsin geta ekki ábyrgst að öllum áhorendum líki þær myndir sem þau sýna, kvikmyndahúsin geta ekki ábyrgst gæði kvikmyndanna. Þess vegna geta sýningar á "lélegum" kvikmyndum hvorki verið talin vanefnd – hvað þá veruleg vanefnd, í skilningi kröfuréttar.



Auglýsingaspjald fyrir indverska kvikmynd í Nýju-Delí. Ekki er víst að myndin félli öllum íslenskum áhorfendum í geð þar sem þeir hafa ekki vanist indverskri kvikmyndahefð. Litlar líkur eru á því að Jeene Nahi Doonga verði sýnd hér á landi.

Hins vegar væri vel hægt að ímynda sér dæmi þar sem greiðsla bíóhússins, það er sjálf bíósýningin, gæti talist vanefnd á greiðsluskyldu þess, til að mynda ef hljóðkerfi bíósalarins er bilað, ef gleymst hefur að hafa texta kvikmyndarinnar með, ef sýningarvélin er þannig stillt að aðeins hálf myndin sést, eða eitthvað í þeim dúr. Enn er þó eftir að meta, hvort um verulega vanefnd sé að ræða og riftun sé lögmæt á grundvelli þess. Ef einhver tæknileg vandkvæði valda slíkri óánægju að hætta verði við sýninguna, er líklegast að kvikmyndahúsið bjóði áhorfendum að koma seinna og horfa á myndina án þess að innheimta aftur aðgangseyri. Ef einhverjir áhorfendur krefjast hins vegar riftunar og heimta endurgreiðslu þar sem þeir telja sig ekki hafa tækifæri til að sjá myndina síðar, er líklegast að þeir fái fulla endurgreiðslu bíómiðans.

Heimild og mynd:
  • Þorgeir Örlygsson, Kröfuréttur III – Riftun (handrit til kennslu við lagadeild Háskóla Íslands), Reykjavík 2002.
  • Dehli Cinema

...