Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands?

Gunnar Karlsson (1939-2019)

Í Landnámabók er sagt frá rúmlega 400 landnámsmönnum Íslands. Af þeim eru um 30 sagðir hafa flúið til Íslands undan ofríki Haralds konungs hárfagra eða af einhvers konar missætti við hann. Meðal þeirra voru nokkrir sem námu stór lönd og áttu mikið undir sér á Íslandi, Skalla-Grímur Kveldúlfsson á Borg á Mýrum, Þórólfur Mostrarskegg á Hofsstöðum á Snæfellsnesi, Geirmundur heljarskinn á Geirmundarstöðum á Skarðsströnd og Hásteinn Atlason á Stokkseyri. Á hinn bóginn eru þrír landnámsmenn sagðir hafa farið til Íslands að ráði Haralds konungs.

Af þessu verður lítið ályktað með vissu. Um flesta landnámsmenn er það svo að engar sagnir eru um ástæður þeirra til að leggja upp í landnámsferð, og enginn getur vitað hve margir þeirra kunna að hafa flúið það umrót sem Haraldur hárfagri olli í Noregi með því að leggja landið undir sig og stofna þar samfellt konungsríki.

Á hinn bóginn er ekki útilokað heldur að einhverjar sögur Landnámu af flótta undan ofríki Haralds séu síðari tíma hugarburður og skáldskapur. Þessar sögur voru ekki skráðar fyrr en tveimur til fjórum öldum eftir landnám, og kann að vera að flótti undan Haraldi hafi orðið að sagnaminni í skálduðum sögum af landnámsmönnum.

Veigamestu rökin gegn því að eigna áhrifum Haralds hárfagra landnám Íslands eru þó þau að landnámið var augljóslega aðeins hluti af langvarandi og víðtækri útrás norrænna manna frá Skandinavíu, útrás sem við erum vön að kalla víkingaferðir.


Mynd úr Flateyjarbók sem sýnir Harald hárfagra
taka við ríkidæmi föður síns.

Þær byrjuðu ekki síðar en rétt fyrir aldamótin 800, meira en hálfri öld áður en Haraldur hárfagri fæddist. Á þeim tíma segir frá árásum norrænna víkinga á klaustur í Englandi; síðar lögðu þeir undir sig lönd á Írlandi, Skotlandi, Mön, Suðureyjar, Orkneyjar, Hjaltland og Færeyjar, áður en þeir náðu til Íslands. Þeir fóru rænandi með vesturströnd Evrópu og inn í Miðjarðarhaf, sóttu suður eftir fljótum Rússlands og réðust jafnvel á sjálfan Miklagarð, höfuðborg Austrómverska keisaradæmisins. Augljóst virðist að rétt sé að telja landnám Íslands hluta af þessari miklu hreyfingu, sem hélt svo áfram til Grænlands og meginlands Norður-Ameríku.

Hvað olli þá víkingaferðunum og þar með landnámi Íslands? Á 19. öld var talið að offjölgun fólks á Norðurlöndum væri helsta orsökin, og var hún einkum rakin til þess siðar norrænna karlmanna að geta börn með mörgum konum, vera fleirkvæntir og halda frillur. Á 20. öld varð mönnum ljósara að offjölgun fólks á ákveðnum svæðum veldur sjaldan útrás; flest fólk lifir við skort heima fyrir, deyr út af í hungursneyðum og leysir offjölgunarvandann þannig tímabundið.

Því var tekið að leita að jákvæðari orsökum víkingaferða. Giskað var á að kannski hefði þurrara loftslag gert járnvinnslu auðveldari og bætt þannig möguleika fólks á að nota verkfæri til að fá meira út úr náttúrunni. Í austurhéruðum Noregs hefðu menn lagt undir sig meira ræktarland; í þröngum fjörðum vesturstrandarinnar, þar sem þess var ekki kostur, hafi menn smíðað sér skip og vopn og lagt út á hafið.

Loks hefur upphaf víkingaferða verið rakið til þess að íslamstrúar Arabar lögðu mikinn hluta Miðjarðarhafsins undir sig á 7. og 8. öld. Við það færðust verslunarleiðir kristinna manna norðar um Evrópu, Norðurlandamenn komust í kynni við millilandaverslun og fóru að smíða sér haffær skip til að geta stundað hana sjálfir.

Þessa miklu sæfarendur hlaut fyrr eða síðar að reka vestur yfir Norður-Atlantshafið, þannig að þeir uppgötvuðu Ísland. Að vissu leyti er meira undrunarefni hvers vegna það byggðist ekki löngu fyrr, því ekki munu mörg jafnbyggileg lönd á jörðinni hafa verið óbyggð fólki svo lengi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Johannes Brøndsted: Vikingerne. København, Gyldendal, 1960.
  • Haraldur Matthíasson: Landið og Landnáma I-II. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1982.
  • Andreas Holmsen: Norges historie fra de eldste tider til 1660. 3. utg. Oslo, Universitetsforlaget, 1961.
  • Íslenzk fornrit I. Íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 1968.

Mynd:

Höfundur

Gunnar Karlsson (1939-2019)

prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ

Útgáfudagur

22.1.2004

Spyrjandi

Tinna Björt

Tilvísun

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands?“ Vísindavefurinn, 22. janúar 2004, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3963.

Gunnar Karlsson (1939-2019). (2004, 22. janúar). Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3963

Gunnar Karlsson (1939-2019). „Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands?“ Vísindavefurinn. 22. jan. 2004. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3963>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var óánægjan með Harald hárfagra eina ástæðan fyrir landnámi Íslands?
Í Landnámabók er sagt frá rúmlega 400 landnámsmönnum Íslands. Af þeim eru um 30 sagðir hafa flúið til Íslands undan ofríki Haralds konungs hárfagra eða af einhvers konar missætti við hann. Meðal þeirra voru nokkrir sem námu stór lönd og áttu mikið undir sér á Íslandi, Skalla-Grímur Kveldúlfsson á Borg á Mýrum, Þórólfur Mostrarskegg á Hofsstöðum á Snæfellsnesi, Geirmundur heljarskinn á Geirmundarstöðum á Skarðsströnd og Hásteinn Atlason á Stokkseyri. Á hinn bóginn eru þrír landnámsmenn sagðir hafa farið til Íslands að ráði Haralds konungs.

Af þessu verður lítið ályktað með vissu. Um flesta landnámsmenn er það svo að engar sagnir eru um ástæður þeirra til að leggja upp í landnámsferð, og enginn getur vitað hve margir þeirra kunna að hafa flúið það umrót sem Haraldur hárfagri olli í Noregi með því að leggja landið undir sig og stofna þar samfellt konungsríki.

Á hinn bóginn er ekki útilokað heldur að einhverjar sögur Landnámu af flótta undan ofríki Haralds séu síðari tíma hugarburður og skáldskapur. Þessar sögur voru ekki skráðar fyrr en tveimur til fjórum öldum eftir landnám, og kann að vera að flótti undan Haraldi hafi orðið að sagnaminni í skálduðum sögum af landnámsmönnum.

Veigamestu rökin gegn því að eigna áhrifum Haralds hárfagra landnám Íslands eru þó þau að landnámið var augljóslega aðeins hluti af langvarandi og víðtækri útrás norrænna manna frá Skandinavíu, útrás sem við erum vön að kalla víkingaferðir.


Mynd úr Flateyjarbók sem sýnir Harald hárfagra
taka við ríkidæmi föður síns.

Þær byrjuðu ekki síðar en rétt fyrir aldamótin 800, meira en hálfri öld áður en Haraldur hárfagri fæddist. Á þeim tíma segir frá árásum norrænna víkinga á klaustur í Englandi; síðar lögðu þeir undir sig lönd á Írlandi, Skotlandi, Mön, Suðureyjar, Orkneyjar, Hjaltland og Færeyjar, áður en þeir náðu til Íslands. Þeir fóru rænandi með vesturströnd Evrópu og inn í Miðjarðarhaf, sóttu suður eftir fljótum Rússlands og réðust jafnvel á sjálfan Miklagarð, höfuðborg Austrómverska keisaradæmisins. Augljóst virðist að rétt sé að telja landnám Íslands hluta af þessari miklu hreyfingu, sem hélt svo áfram til Grænlands og meginlands Norður-Ameríku.

Hvað olli þá víkingaferðunum og þar með landnámi Íslands? Á 19. öld var talið að offjölgun fólks á Norðurlöndum væri helsta orsökin, og var hún einkum rakin til þess siðar norrænna karlmanna að geta börn með mörgum konum, vera fleirkvæntir og halda frillur. Á 20. öld varð mönnum ljósara að offjölgun fólks á ákveðnum svæðum veldur sjaldan útrás; flest fólk lifir við skort heima fyrir, deyr út af í hungursneyðum og leysir offjölgunarvandann þannig tímabundið.

Því var tekið að leita að jákvæðari orsökum víkingaferða. Giskað var á að kannski hefði þurrara loftslag gert járnvinnslu auðveldari og bætt þannig möguleika fólks á að nota verkfæri til að fá meira út úr náttúrunni. Í austurhéruðum Noregs hefðu menn lagt undir sig meira ræktarland; í þröngum fjörðum vesturstrandarinnar, þar sem þess var ekki kostur, hafi menn smíðað sér skip og vopn og lagt út á hafið.

Loks hefur upphaf víkingaferða verið rakið til þess að íslamstrúar Arabar lögðu mikinn hluta Miðjarðarhafsins undir sig á 7. og 8. öld. Við það færðust verslunarleiðir kristinna manna norðar um Evrópu, Norðurlandamenn komust í kynni við millilandaverslun og fóru að smíða sér haffær skip til að geta stundað hana sjálfir.

Þessa miklu sæfarendur hlaut fyrr eða síðar að reka vestur yfir Norður-Atlantshafið, þannig að þeir uppgötvuðu Ísland. Að vissu leyti er meira undrunarefni hvers vegna það byggðist ekki löngu fyrr, því ekki munu mörg jafnbyggileg lönd á jörðinni hafa verið óbyggð fólki svo lengi.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Johannes Brøndsted: Vikingerne. København, Gyldendal, 1960.
  • Haraldur Matthíasson: Landið og Landnáma I-II. Reykjavík, Örn og Örlygur, 1982.
  • Andreas Holmsen: Norges historie fra de eldste tider til 1660. 3. utg. Oslo, Universitetsforlaget, 1961.
  • Íslenzk fornrit I. Íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Reykjavík, Fornritafélag, 1968.

Mynd:...