Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:20 • sest 22:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:56 • Sest 14:35 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:51 • Síðdegis: 23:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:39 • Síðdegis: 16:58 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju koma hvítir blettir á neglurnar?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru neglur? kemur fram að neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa (e. matrix) ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í naglrótinni undir naglbandinu og ýtast smám saman fram á við.

Hvítir blettir á nöglum eru kalkútfellingar og gefa til kynna að naglmassinn hafi orðið fyrir einhverju hnjaski þegar nöglin var að myndast. Bletturinn kemur svo í ljós þegar nöglin vex og löskuðu naglfrumurnar ýtast fram. Frekari fróðleik um vöxt nagla er að finna í svari EDS við spurningunni Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?

Hvítir blettir á fingurnöglum eru mjög algengir, sérstaklega hjá þeim sem vinna mikið með höndunum. Slíkir blettir eru þó enn algengari á tánöglunum, enda verða tærnar mjög oft fyrir minni háttar hnjaski.

Hvítir blettir á tánöglum geta verið vísbending um að skór passi ekki nógu vel á fótinn. Á ensku gengur þetta fyrirbæri stundum undir nafninu Jogger’s nails og er þá verið að vísa til þess að hvítir blettir myndast oft þegar íþróttaskór sem notaðir eru við æfingar falla illa að fætinum.

Heimildir:

Höfundur

Útgáfudagur

10.2.2004

Spyrjandi

Berglind Ósk Einarsdóttir
Hallveig Karlsdóttir, f. 1988
Ragnhildur Ragnarsdóttir,
f. 1993

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju koma hvítir blettir á neglurnar?“ Vísindavefurinn, 10. febrúar 2004, sótt 27. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3994.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2004, 10. febrúar). Af hverju koma hvítir blettir á neglurnar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3994

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju koma hvítir blettir á neglurnar?“ Vísindavefurinn. 10. feb. 2004. Vefsíða. 27. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3994>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju koma hvítir blettir á neglurnar?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað eru neglur? kemur fram að neglur vaxa við það að yfirborðsfrumur naglmassa (e. matrix) ummyndast í naglfrumur. Þessar frumur myndast í naglrótinni undir naglbandinu og ýtast smám saman fram á við.

Hvítir blettir á nöglum eru kalkútfellingar og gefa til kynna að naglmassinn hafi orðið fyrir einhverju hnjaski þegar nöglin var að myndast. Bletturinn kemur svo í ljós þegar nöglin vex og löskuðu naglfrumurnar ýtast fram. Frekari fróðleik um vöxt nagla er að finna í svari EDS við spurningunni Hversu langan tíma tekur það nögl að endurnýja sig?

Hvítir blettir á fingurnöglum eru mjög algengir, sérstaklega hjá þeim sem vinna mikið með höndunum. Slíkir blettir eru þó enn algengari á tánöglunum, enda verða tærnar mjög oft fyrir minni háttar hnjaski.

Hvítir blettir á tánöglum geta verið vísbending um að skór passi ekki nógu vel á fótinn. Á ensku gengur þetta fyrirbæri stundum undir nafninu Jogger’s nails og er þá verið að vísa til þess að hvítir blettir myndast oft þegar íþróttaskór sem notaðir eru við æfingar falla illa að fætinum.

Heimildir:...