Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:35 • Sest 22:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:42 • Síðdegis: 17:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:50 • Síðdegis: 23:24 í Reykjavík

Af hverju eru ekki til 50 og 70 GB harðir diskar heldur bara 10, 20, 30, 40, 60, 80 GB og svo framvegis?

Hjálmtýr Hafsteinsson

Það eru eflaust engin ein ástæða fyrir því að 50 og 70 GB harðir diskar sjást varla. Þó er ein tæknileg ástæða sem líklega veldur þar mestu.

Harðir diskar eru samsettir úr nokkrum skífum sem lokaðar eru inni í sterku málmhulstri. Hægt er að skrifa gögn á báðar hliðar hverrar skífu og eru leshausar disksins því oftast tvöfalt fleiri en fjöldi skífa í harða disknum (sjá mynd).
Harður diskur með tíu skífum.

Framleiðendur harðra diska hanna skífurnar og leshausanna þannig að hægt sé að skrifa á skífurnar með tilteknum þéttleika. Til dæmis eru algengir harðir diskar í dag þannig að hægt er að skrifa 20 GB á eina hlið skífu. Það þýðir að framleiðandinn getur framleitt harða diska þar sem gagnamagnið er heilt margfeldi af 20 GB, allt eftir því hversu margar skífur og leshausar eru notaðir. Minnsti fáanlegi diskurinn væri þá 20 GB, með eina skífu og einn leshaus, síðan væri 40 GB diskur með einni skífu og tveimur leshausum, 60 GB diskur hefði tvær skífur og þrjá leshausa og svo framvegis.

Það myndi ekki henta að framleiða 50 GB harðan disk því þá þyrfti að breyta út af þessu einfalda fyrirkomulagi.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Hjálmtýr Hafsteinsson

dósent í tölvunarfræði við HÍ

Útgáfudagur

26.2.2004

Spyrjandi

Hörður Aron Gunnarsson

Tilvísun

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Af hverju eru ekki til 50 og 70 GB harðir diskar heldur bara 10, 20, 30, 40, 60, 80 GB og svo framvegis?“ Vísindavefurinn, 26. febrúar 2004. Sótt 26. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=4022.

Hjálmtýr Hafsteinsson. (2004, 26. febrúar). Af hverju eru ekki til 50 og 70 GB harðir diskar heldur bara 10, 20, 30, 40, 60, 80 GB og svo framvegis? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4022

Hjálmtýr Hafsteinsson. „Af hverju eru ekki til 50 og 70 GB harðir diskar heldur bara 10, 20, 30, 40, 60, 80 GB og svo framvegis?“ Vísindavefurinn. 26. feb. 2004. Vefsíða. 26. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4022>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru ekki til 50 og 70 GB harðir diskar heldur bara 10, 20, 30, 40, 60, 80 GB og svo framvegis?
Það eru eflaust engin ein ástæða fyrir því að 50 og 70 GB harðir diskar sjást varla. Þó er ein tæknileg ástæða sem líklega veldur þar mestu.

Harðir diskar eru samsettir úr nokkrum skífum sem lokaðar eru inni í sterku málmhulstri. Hægt er að skrifa gögn á báðar hliðar hverrar skífu og eru leshausar disksins því oftast tvöfalt fleiri en fjöldi skífa í harða disknum (sjá mynd).
Harður diskur með tíu skífum.

Framleiðendur harðra diska hanna skífurnar og leshausanna þannig að hægt sé að skrifa á skífurnar með tilteknum þéttleika. Til dæmis eru algengir harðir diskar í dag þannig að hægt er að skrifa 20 GB á eina hlið skífu. Það þýðir að framleiðandinn getur framleitt harða diska þar sem gagnamagnið er heilt margfeldi af 20 GB, allt eftir því hversu margar skífur og leshausar eru notaðir. Minnsti fáanlegi diskurinn væri þá 20 GB, með eina skífu og einn leshaus, síðan væri 40 GB diskur með einni skífu og tveimur leshausum, 60 GB diskur hefði tvær skífur og þrjá leshausa og svo framvegis.

Það myndi ekki henta að framleiða 50 GB harðan disk því þá þyrfti að breyta út af þessu einfalda fyrirkomulagi.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: