Hvirfilbyljir eru mjög hvassar en smáar hringiður í neðsta hluta gufuhvolfsins. Þeir myndast þar sem loft er mjög óstöðugt, þar sem hlýtt loft er undir köldu lofti, til dæmis í grennd við þrumuveður.
Á litlu svæði verður mikið uppstreymi og í stað loftsins sem streymir upp, leitar loft inn að miðju uppstreymisins og þá margfaldast snúningur þess.
Hvirfilbyljir nefnast einnig skýstrókar á íslensku en á ensku kallast þeir 'tornado'. Svonefndir fellibyljir (e. hurricane) eru mun meiri að umfangi en hvirfilbyljir og ná frá yfirborði jarðar upp að veðrahvörfum. Hvirfilbyljir myndast oft í fellibyljum.
Hvirfilbyljir geisa í nokkrar mínútur en einstaka sinnum lifa þeir í örfáar klukkustundir. Þeir eru oftast innan við hundrað metrar í þvermál.
Hægt er að lesa meira um hvirfilbylji í svörum Haraldar Ólafssonar við spurningunum:Mynd: A few pretty pictures