Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur Bandaríkjaforseti í árslaun?

Bandaríkjaforseti hefur 400.000 dali í árslaun eða sem samsvarar um 29 milljónum íslenskra króna, þegar þetta er skrifað í mars 2004. Auk þess fylgja starfinu nokkur fríðindi, svo sem Hvíta húsið sem embættisbústaður, sumarbústaður í Camp David, einkaþota af stærstu gerð og brynvarinn Cadillac.

Hvíta húsið er embættisbústaður forseta Bandaríkjanna.

Aðbúnaðurinn er því ágætur en launin þykja ekkert sérstök fyrir stjórnendur í Bandaríkjunum. Þannig hafa fjölmargir bandarískir forstjórar mun hærri laun. Hefð er hins vegar fyrir því að enginn bandarískur embættismaður fái hærri laun en forsetinn. Starfið er vitaskuld nokkuð erilsamt og að því er virðist hættulegt því að af 43 Bandaríkjaforsetum hafa fjórir eða 9,3% verið myrtir í embætti.

Þess má geta að fyrsta forseta Bandaríkjanna, George Washington, stóðu til boða 25.000 dalir í laun á ári en hann var þegar orðinn nokkuð fjáður og afþakkaði launin.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

31.3.2004

Spyrjandi

Arngrímur Eiríksson

Höfundur

Gylfi Magnússon

dósent í hagfræði við HÍ

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað hefur Bandaríkjaforseti í árslaun?“ Vísindavefurinn, 31. mars 2004. Sótt 21. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=4106.

Gylfi Magnússon. (2004, 31. mars). Hvað hefur Bandaríkjaforseti í árslaun? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4106

Gylfi Magnússon. „Hvað hefur Bandaríkjaforseti í árslaun?“ Vísindavefurinn. 31. mar. 2004. Vefsíða. 21. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4106>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sumarliði Ragnar Ísleifsson

1955

Sumarliði R. Ísleifsson er lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að atvinnu- og félagssögu Íslands og beinst að ímyndum Íslands og Íslendinga og hvernig þær hafa tengst viðhorfum til Grænlands.