Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver er meðgöngutími hamstra?

JGÞ

Til hamstra teljast 18 tegundir spendýra af ættbálki nagdýra (Rodentia) og þær hafa ekki allar sama meðgöngutíma.

Gullhamstur (Mesocricetus auratus, e. golden hamster) er ein vinsælasta hamstrategundin sem gæludýr. Ef spyrjandi á við hana er meðgöngutími hennar um 16 dagar. Gullhamstrar eiga vanalega fimm til níu unga sem fæðast blindir og hárlausir.

Aðrar tegundir hamstra eins og evrópski hamsturinn og dverghamstur hafa örlítið lengri meðgöngutíma eða um 20 daga.



Hægt er að lesa meira um hamstra í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvenær er líklegt að hamsturinn minn gjóti ef getnaður fór fram 25. júní? en þar segir meðal annars þetta:
Nauðsynlegt er fyrir eigendur hamstra að trufla móðurina sem allra minnst fyrstu vikuna eftir got því hún gæti tekið upp á því að éta afkvæmi sín. Önnur ástæða fyrir slíku áti á eigin tegund (e. cannibalism) er skortur á hreiðurefni og því ættu hamstraeigendurnir að hafa nóg af því í búrinu.

Þeir sem furða sig á iðni hamstra á nóttunni og eiga kannski ekki alltaf svefnsamar nætur með hjólandi gæludýrin í herberginu er bent á að lesa svar við spurningunni Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni?

Mynd: MultiVu

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

4.5.2004

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

JGÞ. „Hver er meðgöngutími hamstra?“ Vísindavefurinn, 4. maí 2004. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4227.

JGÞ. (2004, 4. maí). Hver er meðgöngutími hamstra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4227

JGÞ. „Hver er meðgöngutími hamstra?“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2004. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4227>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er meðgöngutími hamstra?
Til hamstra teljast 18 tegundir spendýra af ættbálki nagdýra (Rodentia) og þær hafa ekki allar sama meðgöngutíma.

Gullhamstur (Mesocricetus auratus, e. golden hamster) er ein vinsælasta hamstrategundin sem gæludýr. Ef spyrjandi á við hana er meðgöngutími hennar um 16 dagar. Gullhamstrar eiga vanalega fimm til níu unga sem fæðast blindir og hárlausir.

Aðrar tegundir hamstra eins og evrópski hamsturinn og dverghamstur hafa örlítið lengri meðgöngutíma eða um 20 daga.



Hægt er að lesa meira um hamstra í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvenær er líklegt að hamsturinn minn gjóti ef getnaður fór fram 25. júní? en þar segir meðal annars þetta:
Nauðsynlegt er fyrir eigendur hamstra að trufla móðurina sem allra minnst fyrstu vikuna eftir got því hún gæti tekið upp á því að éta afkvæmi sín. Önnur ástæða fyrir slíku áti á eigin tegund (e. cannibalism) er skortur á hreiðurefni og því ættu hamstraeigendurnir að hafa nóg af því í búrinu.

Þeir sem furða sig á iðni hamstra á nóttunni og eiga kannski ekki alltaf svefnsamar nætur með hjólandi gæludýrin í herberginu er bent á að lesa svar við spurningunni Af hverju hjóla hamstrar á nóttinni?

Mynd: MultiVu...