Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Er til öflugri sprenging sem er hrundið af stað af mannavöldum en kjarnorkusprenging?

ÞV

Svarið er nei; menn hafa ekki smíðað öflugra vopn en vetnissprengju og sem betur fer ekki fyrirsjáanlegt að þeir muni gera það í náinni framtíð. Kjarnorkan, nánar tiltekið kjarnasamruni, er líka langöflugasta orkulind sólkerfisins.

Kjarnorkusprengjur eru í meginatriðum tvenns konar. Sprengjur sem byggjast á kjarnaklofnun voru smíðaðar og sprengdar fyrst, það er að segja á seinni árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Eldsneyti í þeim er úran eða frumefni þar í kring í lotukerfinu. Þessi efni hafa einna þyngsta atómkjarna allra frumefna. Þegar kjarninn í þeim klofnar losnar orka og meðal annars myndast nifteindir sem valda klofningi í öðrum kjörnum í kring, þannig að keðjuverkun kemst á og sprenging getur orðið.


Þetta ský fylgdi sprengingunni á Nagasaki 1945.

Í vetnissprengjum fer hins vegar fram kjarnasamruni. Vetniskjarnar renna saman og mynda þyngri kjarna, svo sem helín. Orkan sem losnar er hlutfallslega meiri en í úransprengjum og því eru þessar sprengjur öflugri. Auk þess þarf úransprengju eða klofnunarsprengju til að setja vetnissprengju af stað.

Kjarnasamruni er sú orkulind sem setur mestan svip á alheiminn því að þaðan fá langflestar sólstjörnur orku sína. Hins vegar verða stundum hamfarir eins og þegar sprengistjarna springur og þá verður orkuframleiðsla enn miklu meiri en í venjulegum stjörnum. En þó að slíkar orkulindir séu til í óravíddum geimsins er engan veginn líklegt að mönnum takist að höndla þær eða beisla í fyrirsjáanlegri framtíð.

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

13.5.2000

Spyrjandi

Þorsteinn Önnuson Vilhjálmsson

Tilvísun

ÞV. „Er til öflugri sprenging sem er hrundið af stað af mannavöldum en kjarnorkusprenging?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2000. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=424.

ÞV. (2000, 13. maí). Er til öflugri sprenging sem er hrundið af stað af mannavöldum en kjarnorkusprenging? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=424

ÞV. „Er til öflugri sprenging sem er hrundið af stað af mannavöldum en kjarnorkusprenging?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2000. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=424>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er til öflugri sprenging sem er hrundið af stað af mannavöldum en kjarnorkusprenging?
Svarið er nei; menn hafa ekki smíðað öflugra vopn en vetnissprengju og sem betur fer ekki fyrirsjáanlegt að þeir muni gera það í náinni framtíð. Kjarnorkan, nánar tiltekið kjarnasamruni, er líka langöflugasta orkulind sólkerfisins.

Kjarnorkusprengjur eru í meginatriðum tvenns konar. Sprengjur sem byggjast á kjarnaklofnun voru smíðaðar og sprengdar fyrst, það er að segja á seinni árum heimsstyrjaldarinnar síðari. Eldsneyti í þeim er úran eða frumefni þar í kring í lotukerfinu. Þessi efni hafa einna þyngsta atómkjarna allra frumefna. Þegar kjarninn í þeim klofnar losnar orka og meðal annars myndast nifteindir sem valda klofningi í öðrum kjörnum í kring, þannig að keðjuverkun kemst á og sprenging getur orðið.


Þetta ský fylgdi sprengingunni á Nagasaki 1945.

Í vetnissprengjum fer hins vegar fram kjarnasamruni. Vetniskjarnar renna saman og mynda þyngri kjarna, svo sem helín. Orkan sem losnar er hlutfallslega meiri en í úransprengjum og því eru þessar sprengjur öflugri. Auk þess þarf úransprengju eða klofnunarsprengju til að setja vetnissprengju af stað.

Kjarnasamruni er sú orkulind sem setur mestan svip á alheiminn því að þaðan fá langflestar sólstjörnur orku sína. Hins vegar verða stundum hamfarir eins og þegar sprengistjarna springur og þá verður orkuframleiðsla enn miklu meiri en í venjulegum stjörnum. En þó að slíkar orkulindir séu til í óravíddum geimsins er engan veginn líklegt að mönnum takist að höndla þær eða beisla í fyrirsjáanlegri framtíð.

Mynd: