Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands?

ÞV

Fyrst og fremst hefðu þrælar Ingólfs alls ekki fundið súlurnar á gönguferð sinni meðfram strönd Íslands til vesturs frá Ingólfshöfða. Þeir hefðu nefnilega hvorki getað látið sér detta í hug að sigla áfram vestur á bóginn til Grænlands né heldur hefðu þeir ráðið við það í beinu framhaldi af erfiðri ferð til Íslands.


Málverk eftir Johan Peter Raadsig sem sýnir Ingólf Arnarson
taka sér búsetu á Íslandi.

Austurströnd Grænlands næst Íslandi er afar eyðileg og lítt byggileg, undirlendi lítið og jökullinn gengur nánast í sjó fram. Ef öndvegissúlurnar hefðu þrátt fyrir allt endað þar og einhver fundið þær, þá hefði það ekki verið góð vísbending um heppilega búsetu! Byggðirnar tvær, Eystribygð og Vestribyggð, þar sem norrænir menn settust að rúmum 100 árum síðar, eru báðar á vesturströnd Grænlands, það er að segja á þeirri hlið þess sem snýr frá Íslandi.

Ingólfur hefur ekki látið kasta öndvegissúlunum fyrir borð fyrr en skipin voru farin að nálgast landið talsvert. Straumar við Ísland eru þannig að engar líkur eru á því að súlurnar hefðu endað á Grænlandi. Ef við sleppum svona súlum fyrir vestan landið er líklegast að hafstraumarnir beri þær til suðurs og þær endi til dæmis einhvers staðar á meginlandi Norður-Ameríku.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

25.5.2004

Spyrjandi

Bjarni Davíð Hjaltason

Tilvísun

ÞV. „Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2004. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4273.

ÞV. (2004, 25. maí). Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4273

ÞV. „Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2004. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4273>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað hefði gerst ef öndvegissúlurnar hefðu skolast til Grænlands?
Fyrst og fremst hefðu þrælar Ingólfs alls ekki fundið súlurnar á gönguferð sinni meðfram strönd Íslands til vesturs frá Ingólfshöfða. Þeir hefðu nefnilega hvorki getað látið sér detta í hug að sigla áfram vestur á bóginn til Grænlands né heldur hefðu þeir ráðið við það í beinu framhaldi af erfiðri ferð til Íslands.


Málverk eftir Johan Peter Raadsig sem sýnir Ingólf Arnarson
taka sér búsetu á Íslandi.

Austurströnd Grænlands næst Íslandi er afar eyðileg og lítt byggileg, undirlendi lítið og jökullinn gengur nánast í sjó fram. Ef öndvegissúlurnar hefðu þrátt fyrir allt endað þar og einhver fundið þær, þá hefði það ekki verið góð vísbending um heppilega búsetu! Byggðirnar tvær, Eystribygð og Vestribyggð, þar sem norrænir menn settust að rúmum 100 árum síðar, eru báðar á vesturströnd Grænlands, það er að segja á þeirri hlið þess sem snýr frá Íslandi.

Ingólfur hefur ekki látið kasta öndvegissúlunum fyrir borð fyrr en skipin voru farin að nálgast landið talsvert. Straumar við Ísland eru þannig að engar líkur eru á því að súlurnar hefðu endað á Grænlandi. Ef við sleppum svona súlum fyrir vestan landið er líklegast að hafstraumarnir beri þær til suðurs og þær endi til dæmis einhvers staðar á meginlandi Norður-Ameríku.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...