Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er Hallgrímskirkja há í metrum?

Turn Hallgrímskirkju er 74,5 metra hár. Kirkjan var reist á árunum 1945-86 til minningar um sálmaskáldið Hallgrím Pétursson (1614-1474) og er hún með hærri mannvirkjum á landinu. Hæsta mannvirki Íslands er 412 metra hátt mastur á Gufuskálum á Snæfellsnesi.

Arkitekt Hallgrímskirkju var Guðjón Samúelsson (1887-1950) en aðrar þekktar byggingar hans eru til dæmis:
  • Þjóðleikhúsið
  • Háskóli Íslands
  • Kristkirkja í Landakoti
Frekara lesefni af Vísindavefnum:Heimild og mynd:

Útgáfudagur

14.6.2004

Spyrjandi

Runólfur Hilmarsson, f. 1992

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er Hallgrímskirkja há í metrum?“ Vísindavefurinn, 14. júní 2004. Sótt 22. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=4349.

JGÞ. (2004, 14. júní). Hvað er Hallgrímskirkja há í metrum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4349

JGÞ. „Hvað er Hallgrímskirkja há í metrum?“ Vísindavefurinn. 14. jún. 2004. Vefsíða. 22. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4349>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Steinunn Kristjánsdóttir

1965

Steinunn Kristjánsdóttir er prófessor í fornleifafræði við Sagnfræði- og heimspekideild Háskóla Íslands. Helstu rannsóknasvið hennar eru miðaldafornleifafræði, norræn fornleifafræði, kirkjusaga, klausturfornleifafræði, kynjafornleifafræði, þróun húsagerða og miðlun vísindalegrar þekkingar.