Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:54 • sest 16:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:39 • Sest 07:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:44 • Síðdegis: 17:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:01 • Síðdegis: 23:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Spurt er um hjólastækkun á fjórdrifsbílum, öryggi bíla með slík hjól og um reglur ESB um slíka hluti.

Magnús Þór Jónsson

Spurningin er svohljóðandi:

  1. Af hverju þarf að stækka hjól á fjórhjóladrifsbílum sem notaðir eru á Íslandi?
  2. Geta bílar sem breytt hefur verið hvað varðar hjólabúnað, verið hættulegir í notkun?
  3. Gefur ESB út reglur varðandi búnað ökutækja?

1.

Hjólbarðar eru stækkaðir til að gera þessum bílum fært að komast yfir erfitt landslag, bæði að vetri og sumri. Þeir hækka bílinn og verka einnig vel í snjó þar sem hægt er að láta þá, svo að segja, fljóta ofan á snjónum. Með því að minnka loftþrýsting í dekkjunum er hægt að auka snertiflöt þeirra við snjóinn og þannig minnka flatarþrýstinginn eða hættuna á að bílar setjist ofan á snjóinn.

2.

Já, bílar með stækkuðum hjólum geta verið hættulegir; aksturseiginleikar þeirra eru öðruvísi en í upphafi. Í alla breytta bíla eru settir miðar á áberandi stað í mælaborði varað er við því að aksturseiginleikum bílsins hafi verið breytt og meðhöndla þurfi bílinn samkvæmt því.

3.

Já, Evrópusambandið hefur gefið út fjölda tilskipana um gerð og búnað ökutækja. Sú fyrsta kom 1970 og síðan hafa verið gefnar út sennilega á sjötta tug slíkra tilskipana fyrir bíla, og annað eins fyrir aðra ökutækjaflokka.



Þessi Toyota Hilux sem íslens fyrirtækið Arctic Trucks breytti fyrir breska bílaþáttinn Top Gear er hefur fengið hjólastækkun

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Vefsíða Arctic Trucks - Sótt 26.07.10

Höfundur

prófessor í verkfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.5.2000

Spyrjandi

Gestur Gunnarsson

Tilvísun

Magnús Þór Jónsson. „Spurt er um hjólastækkun á fjórdrifsbílum, öryggi bíla með slík hjól og um reglur ESB um slíka hluti..“ Vísindavefurinn, 23. maí 2000, sótt 14. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=448.

Magnús Þór Jónsson. (2000, 23. maí). Spurt er um hjólastækkun á fjórdrifsbílum, öryggi bíla með slík hjól og um reglur ESB um slíka hluti.. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=448

Magnús Þór Jónsson. „Spurt er um hjólastækkun á fjórdrifsbílum, öryggi bíla með slík hjól og um reglur ESB um slíka hluti..“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2000. Vefsíða. 14. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=448>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Spurt er um hjólastækkun á fjórdrifsbílum, öryggi bíla með slík hjól og um reglur ESB um slíka hluti.
Spurningin er svohljóðandi:

  1. Af hverju þarf að stækka hjól á fjórhjóladrifsbílum sem notaðir eru á Íslandi?
  2. Geta bílar sem breytt hefur verið hvað varðar hjólabúnað, verið hættulegir í notkun?
  3. Gefur ESB út reglur varðandi búnað ökutækja?

1.

Hjólbarðar eru stækkaðir til að gera þessum bílum fært að komast yfir erfitt landslag, bæði að vetri og sumri. Þeir hækka bílinn og verka einnig vel í snjó þar sem hægt er að láta þá, svo að segja, fljóta ofan á snjónum. Með því að minnka loftþrýsting í dekkjunum er hægt að auka snertiflöt þeirra við snjóinn og þannig minnka flatarþrýstinginn eða hættuna á að bílar setjist ofan á snjóinn.

2.

Já, bílar með stækkuðum hjólum geta verið hættulegir; aksturseiginleikar þeirra eru öðruvísi en í upphafi. Í alla breytta bíla eru settir miðar á áberandi stað í mælaborði varað er við því að aksturseiginleikum bílsins hafi verið breytt og meðhöndla þurfi bílinn samkvæmt því.

3.

Já, Evrópusambandið hefur gefið út fjölda tilskipana um gerð og búnað ökutækja. Sú fyrsta kom 1970 og síðan hafa verið gefnar út sennilega á sjötta tug slíkra tilskipana fyrir bíla, og annað eins fyrir aðra ökutækjaflokka.



Þessi Toyota Hilux sem íslens fyrirtækið Arctic Trucks breytti fyrir breska bílaþáttinn Top Gear er hefur fengið hjólastækkun

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Vefsíða Arctic Trucks - Sótt 26.07.10...