Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Sum lönd gefa eyðslu bíla upp í kílómetrum á lítra, er til formúla til að breyta því í lítra á 100 km?

ÞV

Svarið er já, þessi formúla er til og hún er frekar einföld:
(fjöldi lítra á 100 km) = 100/(fjöldi kílómetra á lítra)
Ef bíllinn fer til dæmis 20 km á lítranum þá eyðir hann 100/20 = 5 lítrum á hundraðið. Jöfnuna má líka nota aftur á bak. Ef bíll eyðir til að mynda 12,5 lítrum á hundraði þá fer hann 100/12,5 = 8 km á lítranum.

Fróðlegt er að fylgjast með örri þróun bíla um þessar mundir í átt til sífellt meiri sparneytni. Nú eru til dæmis að koma á markað þokkalega stórir og rúmgóðir bílar sem eyða um 5 lítrum á hundraðið eða svipað og minnstu bílar gerðu fyrir nokkrum árum. Einnig er athyglisvert að sparneytni sumra tegunda af dýrum bílum er nú auglýst sem einn af meginkostum þeirra.



Hummer jeppar verða seint taldir til sparneytinna bíla.

Þetta helst allt í hendur við síhækkandi verð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, en það stafar af því að þekktar olíulindir, sem er sæmilega hagkvæmt að nýta, eru á þrotum. Einnig koma hlýnun jarðar og gróðurhúsaáhrif hér við sögu. Þó að sumir vilji ekki trúa spádómum um olíuþurrð og hlýnun er greinilegt að bílaframleiðendur eru ekki í þeim hópi. Þeir vita sem er að olíuverð hækkar áfram og að koltvísýringur frá bílum sem ganga fyrir olíuafurðum er mikilvægur þáttur í gróðurhúsaáhrifunum frá umsvifum manna.

Reyndar getum við líka séð að olíuframleiðendur eru heldur ekki í þeim hópi sem vill gera lítið úr gróðurhúsaáhrifum og afleiðingum þeirra í hækkandi meðalhita á jörðinni. Þess vegna taka þeir virkan þátt í leit manna að nýrri tækni sem geti gert mönnum kleift að ferðast á hagkvæman hátt milli staða án þess að valda hlýnun.

Að lokum er vert að geta þess að dísilolía er yfirleitt talin vistvænni sem eldsneyti á bíla en bensín. Bæði þarf sambærilegur dísilbíll minna af olíu en bensínbíllinn þarf af bensíni og eins losnar minna af koltvísýringi fyrir hvern lítra sem brennt er af dísilolíu en af bensíni. Mörg þjóðríki hvetja bíleigendur þess vegna til að nota dísilbíla, meðal annars með því að stuðla að lægra verði bæði á bílunum og á olíunni.

Á vef Orkuseturs er hægt að bera saman rekstrar- og umhverfiskostnað bifreiða út frá mismunandi forsendum. Mjög fróðlegt er að bera saman; minni og stærri bifreiðar, bensín-, dísil- og tvinnbíla, sjálfskiptar og beinskiptar bifreiðar og svo framvegis.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: mj*laflaca/Flickr. Sótt 15. 02. 2008.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

15.2.2008

Spyrjandi

Ástvaldur Lárusson

Tilvísun

ÞV. „Sum lönd gefa eyðslu bíla upp í kílómetrum á lítra, er til formúla til að breyta því í lítra á 100 km?“ Vísindavefurinn, 15. febrúar 2008, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7069.

ÞV. (2008, 15. febrúar). Sum lönd gefa eyðslu bíla upp í kílómetrum á lítra, er til formúla til að breyta því í lítra á 100 km? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7069

ÞV. „Sum lönd gefa eyðslu bíla upp í kílómetrum á lítra, er til formúla til að breyta því í lítra á 100 km?“ Vísindavefurinn. 15. feb. 2008. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7069>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Sum lönd gefa eyðslu bíla upp í kílómetrum á lítra, er til formúla til að breyta því í lítra á 100 km?
Svarið er já, þessi formúla er til og hún er frekar einföld:

(fjöldi lítra á 100 km) = 100/(fjöldi kílómetra á lítra)
Ef bíllinn fer til dæmis 20 km á lítranum þá eyðir hann 100/20 = 5 lítrum á hundraðið. Jöfnuna má líka nota aftur á bak. Ef bíll eyðir til að mynda 12,5 lítrum á hundraði þá fer hann 100/12,5 = 8 km á lítranum.

Fróðlegt er að fylgjast með örri þróun bíla um þessar mundir í átt til sífellt meiri sparneytni. Nú eru til dæmis að koma á markað þokkalega stórir og rúmgóðir bílar sem eyða um 5 lítrum á hundraðið eða svipað og minnstu bílar gerðu fyrir nokkrum árum. Einnig er athyglisvert að sparneytni sumra tegunda af dýrum bílum er nú auglýst sem einn af meginkostum þeirra.



Hummer jeppar verða seint taldir til sparneytinna bíla.

Þetta helst allt í hendur við síhækkandi verð á eldsneyti, bæði bensíni og dísilolíu, en það stafar af því að þekktar olíulindir, sem er sæmilega hagkvæmt að nýta, eru á þrotum. Einnig koma hlýnun jarðar og gróðurhúsaáhrif hér við sögu. Þó að sumir vilji ekki trúa spádómum um olíuþurrð og hlýnun er greinilegt að bílaframleiðendur eru ekki í þeim hópi. Þeir vita sem er að olíuverð hækkar áfram og að koltvísýringur frá bílum sem ganga fyrir olíuafurðum er mikilvægur þáttur í gróðurhúsaáhrifunum frá umsvifum manna.

Reyndar getum við líka séð að olíuframleiðendur eru heldur ekki í þeim hópi sem vill gera lítið úr gróðurhúsaáhrifum og afleiðingum þeirra í hækkandi meðalhita á jörðinni. Þess vegna taka þeir virkan þátt í leit manna að nýrri tækni sem geti gert mönnum kleift að ferðast á hagkvæman hátt milli staða án þess að valda hlýnun.

Að lokum er vert að geta þess að dísilolía er yfirleitt talin vistvænni sem eldsneyti á bíla en bensín. Bæði þarf sambærilegur dísilbíll minna af olíu en bensínbíllinn þarf af bensíni og eins losnar minna af koltvísýringi fyrir hvern lítra sem brennt er af dísilolíu en af bensíni. Mörg þjóðríki hvetja bíleigendur þess vegna til að nota dísilbíla, meðal annars með því að stuðla að lægra verði bæði á bílunum og á olíunni.

Á vef Orkuseturs er hægt að bera saman rekstrar- og umhverfiskostnað bifreiða út frá mismunandi forsendum. Mjög fróðlegt er að bera saman; minni og stærri bifreiðar, bensín-, dísil- og tvinnbíla, sjálfskiptar og beinskiptar bifreiðar og svo framvegis.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: mj*laflaca/Flickr. Sótt 15. 02. 2008.

...