Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:48 • sest 16:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:02 • Sest 03:44 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 15:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:51 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu miklu eldsneyti eyða fólksbílar á Íslandi á ári?

Unnar Árnason

Samkvæmt skýrslu Samgönguráðuneytisins, Samgöngur í tölum 2003, voru fólksbílar á Íslandi 161.721 talsins árið 2002. Sú tala er fyrir neðan svonefnt mettunarmark, 600 bíla á hverja 1.000 íbúa, en samkvæmt því hefðu bílar átt að vera 174.000 talsins árið 2002.

Í sömu skýrslu kemur fram að meðaleyðsla bíls á Íslandi var 1.267 lítrar árið 2002. Hefur meðaleyðslan stöðugt farið lækkandi frá árinu 1994. Í þeirri tölu er hvorki skilið á milli bensín- og dísilbíla né fólksbíla og stærri bíla, en ef hún er margfölduð með fjölda fólksbíla, fæst út að árið 2002 hafi fólksbílar eytt nálægt 205.000.000 lítrum af eldsneyti.


Smellið til að skoða stærri útgáfu

Þess má geta að títtnefnd skýrsla segir að bensínbílar hafi verið 152.142 árið 2002 og dísilbílar 31.501, sem gera samtals 183.643 bíla í heild. Enn fremur er þess getið að seldir lítrar bensíns hafi verið um 192,1 milljón árið 2002, svo að reikna má með að hlutur dísilolíu hafi verið um 12.800.500 lítrar.

Áætlaður heildarakstur á landinu öllu var 2.523 milljónir kílómetra árið 2002. Ekki er hægt að reikna út hlut fólksbíla í þeirri tölu eða hversu mikið þeir eyddu á hverja hundrað kílómetra.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Heimild og línurit: Samgönguráðuneytið: Útgefið efni: Samgöngur í tölum 2003, pdf-skjal sem skoða þarf í Adobe Acrobat-forritinu

Mynd: www.billinn.is © Bílasala Íslands

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

14.7.2003

Spyrjandi

Steinar Einarsson

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hversu miklu eldsneyti eyða fólksbílar á Íslandi á ári?“ Vísindavefurinn, 14. júlí 2003, sótt 12. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3579.

Unnar Árnason. (2003, 14. júlí). Hversu miklu eldsneyti eyða fólksbílar á Íslandi á ári? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3579

Unnar Árnason. „Hversu miklu eldsneyti eyða fólksbílar á Íslandi á ári?“ Vísindavefurinn. 14. júl. 2003. Vefsíða. 12. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3579>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu miklu eldsneyti eyða fólksbílar á Íslandi á ári?
Samkvæmt skýrslu Samgönguráðuneytisins, Samgöngur í tölum 2003, voru fólksbílar á Íslandi 161.721 talsins árið 2002. Sú tala er fyrir neðan svonefnt mettunarmark, 600 bíla á hverja 1.000 íbúa, en samkvæmt því hefðu bílar átt að vera 174.000 talsins árið 2002.

Í sömu skýrslu kemur fram að meðaleyðsla bíls á Íslandi var 1.267 lítrar árið 2002. Hefur meðaleyðslan stöðugt farið lækkandi frá árinu 1994. Í þeirri tölu er hvorki skilið á milli bensín- og dísilbíla né fólksbíla og stærri bíla, en ef hún er margfölduð með fjölda fólksbíla, fæst út að árið 2002 hafi fólksbílar eytt nálægt 205.000.000 lítrum af eldsneyti.


Smellið til að skoða stærri útgáfu

Þess má geta að títtnefnd skýrsla segir að bensínbílar hafi verið 152.142 árið 2002 og dísilbílar 31.501, sem gera samtals 183.643 bíla í heild. Enn fremur er þess getið að seldir lítrar bensíns hafi verið um 192,1 milljón árið 2002, svo að reikna má með að hlutur dísilolíu hafi verið um 12.800.500 lítrar.

Áætlaður heildarakstur á landinu öllu var 2.523 milljónir kílómetra árið 2002. Ekki er hægt að reikna út hlut fólksbíla í þeirri tölu eða hversu mikið þeir eyddu á hverja hundrað kílómetra.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum:

Heimild og línurit: Samgönguráðuneytið: Útgefið efni: Samgöngur í tölum 2003, pdf-skjal sem skoða þarf í Adobe Acrobat-forritinu

Mynd: www.billinn.is © Bílasala Íslands

...