Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Hvað þarf mikið bensín í flugferð til Spánar?

Tryggvi Þorgeirsson

Eldsneytiseyðsla flugvéla er ýmsu háð. Hún fer meðal annars eftir gerð flugvélarinnar sem um ræðir, flughraða og -hæð og útihitastigi. Einnig skiptir vindhraði og vindstefna á hverri flugleið miklu máli, en háloftavindar geta verið mjög sterkir. Algengt er að vindhraði í flughæð sé um 55-65 metrar á sekúndu, sem er umtalsvert hlutfall af hraða flugvélanna.

Sé tekið dæmi um Boeing 757 á flugleiðinni frá Keflavík til Barcelóna á Spáni, sem er um fjögurra klukkustunda flug, má gera ráð fyrir 15.000 kg eldsneytiseyðslu. Flughæð í slíku flugi er 33.000 fet (um það bil 10 km) og flughraði 465 hnútar á klukkustund (860 km/klst). Yfirleitt er hraðinn á svo hraðfleygum þotum gefinn upp sem hlutfall af hljóðhraða og er í þessu tilviki M.80, eða 80% af hraða hljóðsins. Hraði hljóðs í lofti er háður hitastigi, en nánar er fjallað um hljóðhraða í svari sama höfundar og Þorsteins Vilhjálmssonar um hljóðmúrinn.Flugvélaeldsneytið sem er notað er svokallað Jet A-1 eldsneyti sem svipar til steinolíu. Eldsneytiskostnaður er háður heimsmarkaðsverði á olíu og er talsvert breytilegur. Þegar þetta er skrifað kostar hvert kílógramm eldsneytis um 25 kr. og sé miðað við það er eldsneytiskostnaður á flugleiðinni til Barcelona í kringum 370.000 kr.

Upplýsingarnar voru fengnar frá flugdeild Flugleiða.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Icelandair þota af Wikipedia - Sótt 27.07.10

Höfundur

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.8.2000

Spyrjandi

Sigurður Þór Óskarsson

Tilvísun

Tryggvi Þorgeirsson. „Hvað þarf mikið bensín í flugferð til Spánar?“ Vísindavefurinn, 16. ágúst 2000. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=806.

Tryggvi Þorgeirsson. (2000, 16. ágúst). Hvað þarf mikið bensín í flugferð til Spánar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=806

Tryggvi Þorgeirsson. „Hvað þarf mikið bensín í flugferð til Spánar?“ Vísindavefurinn. 16. ágú. 2000. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=806>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þarf mikið bensín í flugferð til Spánar?
Eldsneytiseyðsla flugvéla er ýmsu háð. Hún fer meðal annars eftir gerð flugvélarinnar sem um ræðir, flughraða og -hæð og útihitastigi. Einnig skiptir vindhraði og vindstefna á hverri flugleið miklu máli, en háloftavindar geta verið mjög sterkir. Algengt er að vindhraði í flughæð sé um 55-65 metrar á sekúndu, sem er umtalsvert hlutfall af hraða flugvélanna.

Sé tekið dæmi um Boeing 757 á flugleiðinni frá Keflavík til Barcelóna á Spáni, sem er um fjögurra klukkustunda flug, má gera ráð fyrir 15.000 kg eldsneytiseyðslu. Flughæð í slíku flugi er 33.000 fet (um það bil 10 km) og flughraði 465 hnútar á klukkustund (860 km/klst). Yfirleitt er hraðinn á svo hraðfleygum þotum gefinn upp sem hlutfall af hljóðhraða og er í þessu tilviki M.80, eða 80% af hraða hljóðsins. Hraði hljóðs í lofti er háður hitastigi, en nánar er fjallað um hljóðhraða í svari sama höfundar og Þorsteins Vilhjálmssonar um hljóðmúrinn.Flugvélaeldsneytið sem er notað er svokallað Jet A-1 eldsneyti sem svipar til steinolíu. Eldsneytiskostnaður er háður heimsmarkaðsverði á olíu og er talsvert breytilegur. Þegar þetta er skrifað kostar hvert kílógramm eldsneytis um 25 kr. og sé miðað við það er eldsneytiskostnaður á flugleiðinni til Barcelona í kringum 370.000 kr.

Upplýsingarnar voru fengnar frá flugdeild Flugleiða.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Mynd: Icelandair þota af Wikipedia - Sótt 27.07.10...