
Árið 2004 gengu 200.164 bílar fyrir bensíni eða dísilolíu á Íslandi
| Eldsneyti | kg/bíl/ári | Fjöldi bíla | Heildar- eldsneyti/ári [kg] | Orku- innihald [MJ/kg] | Heildar- orkunotkun [TJ] |
| Bensín | 900 | 163.294 | 146.964.600 | 43,20 | 6.349 |
| Dísil | 1.200 | 36.870 | 44.244.000 | 42,84 | 1.895 |
Gera má ráð fyrir að orkunýtni vetnisframleiðslu sé allt að 60% með núverandi tækni og þeirri hagkvæmni sem hlytist af framleiðslu fyrir allan bílaflota Íslendinga. Miðað við þetta myndi heildarorkuþörf vetnisstöðva vera rúmlega 11.500 TJ. Hér er miðað við að vetnisframleiðslan færi fram á sama stað og vetnið væri afgreitt á bíla, en þá þarf að taka með í reikninginn það orkutap sem verður við flutning raforkunnar til afgreiðslustöðva.
Almennt er talið að orkutap við dreifingu raforku um hér á Íslandi sé um þrjú prósent. Það er því óhætt að áætla að nýta þurfi um 11.900 TJ af raforku eða um 3.200 GWh á ári til að anna eftirspurn núverandi bílaflota. Ef miðað er við virkjunin gangi í 8.200 vinnustundir á ári yrði afl hennar að vera um 400 MW, sem er nokkru minna en Kárahnjúkavirkjun. Nánar má lesa um afl virkjana í svari Vísindavefsins við spurningunni: Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað er að segja um vetni sem orkugjafa framtíðarinnar? eftir Braga Árnason
- Hversu mikla orku þarf til að rafgreina vetni úr vatni? Við hvaða straum næst besta nýtnin? eftir Ágúst Kvaran
- Hve stórar virkjanir þyrftum við til að keyra bílaflotann okkar þegar bensínið er orðið of dýrt? eftir Árna Ragnarsson
- Hver er munurinn á bensíni og dísilolíu? eftir JGÞ
Útgáfudagur
20.11.2006
Spyrjandi
Hjálmar Ólafsson
Tilvísun
Hjalti Páll Ingólfsson. „Ef allir bílar gengju fyrir vetni hvað þyrfti þá mikla raforku til framleiðslu á vetni fyrir núverandi bílaflota Íslendinga?“ Vísindavefurinn, 20. nóvember 2006, sótt 28. nóvember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=6392.
Hjalti Páll Ingólfsson. (2006, 20. nóvember). Ef allir bílar gengju fyrir vetni hvað þyrfti þá mikla raforku til framleiðslu á vetni fyrir núverandi bílaflota Íslendinga? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6392
Hjalti Páll Ingólfsson. „Ef allir bílar gengju fyrir vetni hvað þyrfti þá mikla raforku til framleiðslu á vetni fyrir núverandi bílaflota Íslendinga?“ Vísindavefurinn. 20. nóv. 2006. Vefsíða. 28. nóv. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6392>.
Þessi síða notar vafrakökur Nánari upplýsingar
Ég samþykki