Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þegar talað er um magn rafmagns sem virkjun framleiðir er í raun átt við magn raforku. Orka er mæld í júlum (J) en til að mæla raforku í almennri notkun er oft notuð stærri mælieining sem kallast kílóvattstund (1 kWh = 3600·1.000 J). Ef við erum að tala um virkjanir er þó hentugra að nota enn stærri einingar eins og megavattstund (1 MWh = 3600·1.000.000 J) eða gígavattstund (1 GWh = 3600·1.000.000.000 J). Mælistærðin afl gefur okkur síðan orku á tímaeiningu. Afl er mælt í vöttum (W) og einnig eru notaðar einingarnar kílóvött (1 kW = 1000 W) og megavött (1MW = 1.000.000 W). Hugtökin orka og afl, sem og mælieiningar er tengjast þeim, eru útskýrð nánar í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Hve mikla varmaorku þarf til að hita 1 kg af vatni frá 0°C upp í 100°C?
Til að fá tilfinningu fyrir þessum mælieiningum má geta þess að afl ljósapera er oft á bilinu 25 til 100 W (algengast er 60 W) og afl algengra hitunartækja sem finna má á heimilinu, svo sem hraðsuðukatla og örbylgjuofna, er yfirleitt á milli 1000 og 2000 W.
Hrauneyjafossvirkjun.
Á vef Orkustofnunar má fletta upp gögnum um helstu virkjanir landsins. Þar kemur til dæmis fram að afl Búrfellsvirkjunar er 270 MW, afl Hrauneyjafossvirkjunar er 210 MW og afl Elliðaárvirkjunar er 3,16 MW. Einnig eru þar tölur um gufuaflsvirkjanir og eldsneytisvirkjanir og sést þar að afl Nesjavallavirkjunar er 90 MW og afl eldsneytisstöðvarinnar í Grímsey er 330 kW sem dugir til að knýja í einu 330 hraðsuðukatla ef hver þeirra er 1000 W = 1kW.
Eitt vatt er jafnt og eitt júl á sekúndu. Spurt var hversu mikla raforku virkjun getur framleitt á mínútu. Til þess að finna þá stærð margföldum við einfaldlega afl virkjunarinnar með 60 og breytum júlum í megavattstundir. Þá fáum við til dæmis að Búrfellsvirkjun framleiðir 4,5 MWh á mínútu og Nesjavallavirkjun framleiðir 1,5 MWh á mínútu.
Frekara lesefni á Vísindavefnum:
HG. „Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2005, sótt 27. ágúst 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=5011.
HG. (2005, 20. maí). Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5011
HG. „Hversu miklu rafmagni skilar virkjun af sér á mínútu?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2005. Vefsíða. 27. ágú. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5011>.