Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Félagslegar, sögulegar og trúarlegar ástæður valda því að Tsjetsjenar eru miklir stríðsmenn. Hugrekki þeirra er við brugðið, en mannslífið er ekki mikils virði í þeirra augum. Þeir hafa nær alltaf átt í blóðugum átökum við nágranna sína og þá sem hafa lagt þá undir sig. Rússar, en á undan þeim Persar og Tyrkir, hafa háð við þá mjög grimmúðleg stríð. Mannrán vegna þrælahalds og lausnargjalda hafa verið stunduð á þessum slóðum frá ómunatíð.
Ljósmynd eftir Laurent Van der Stockt frá borginni Grosní árið 1996.
Herská trúarbrögð ýta og undir hernaðarhyggju Tsjetsjena, og þeir hafa þróað þau enn frekar í þá átt. Þeir hafa margir unnið fyrir sér sem hermenn í her Rússa fyrr og síðar. Við þetta bætist svo að vopnaburður er nánast karlmennskutákn meðal þeirra og eiga þeir oft í blóðugum ættflokkaátökum, en hugmyndir um réttarríki og lögræði eru ekki þróaðar meðal þeirra. Tsjetsjenskur málsháttur segir: „Vopnlaus maður er sem kona með skegg.“
Hægt er lesa meira um átökin í Tsjetsjeníu í svari sama höfundar við spurningunni:
Guðmundur Ólafsson. „Af hverju eru Tsjetsjenar svona harðir bardagamenn?“ Vísindavefurinn, 30. september 2004, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4537.
Guðmundur Ólafsson. (2004, 30. september). Af hverju eru Tsjetsjenar svona harðir bardagamenn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4537
Guðmundur Ólafsson. „Af hverju eru Tsjetsjenar svona harðir bardagamenn?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2004. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4537>.