Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Af hverju heitir D-Day þessu nafni?

SHJ

Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikillar leyndar. Þá er d-ið á undan day eða degi notað í stað þess að tilkynna nákvæma dagsetningu.


Bandarískir hermenn fara á land í Normandí 6. júní 1944.

Þetta er meðal annars notað þannig að "D" táknar óþekkta dagsetningu sem verður ákveðin og birt síðar. Hins vegar er hægt að miða aðrar tímasetningar við d-dag. Þannig mundi "D-4" merkja fjórum dögum fyrir d-dag, en "D+2" er tveimur dögum eftir d-dag. Í ensku er "H-hour" notað á sama hátt um klukkustundir innan sólarhringsins.

Þekktasti d-dagurinn er 6. júní árið 1944 þegar bandamenn réðust gegn nasistum í Normandí við strendur Frakklands. Innrásin var ein sú frægasta og afdrifaríkasta í seinni heimsstyrjöldinni þar sem hún olli miklum þáttaskilum í stríðinu og hefur innrásardagurinn verið þekktur undir nafninu D-Day eða d-dagurinn allar götur síðan. Þegar verið var að skipuleggja og undirbúa innrás Bandamanna á meginland Evrópu skipti auðvitað sköpum að öxulveldunum (Þjóðverjum og bandamönnum þeirra) bærist ekki njósn um fyrirhugaðan stað og tíma. Ýmsum ráðum var beitt til að tryggja leynd og þar á meðal var þetta sem hér er lýst.

Heimild og mynd:

Höfundur

B.A.-nemi í heimspeki og stjórnmálafræði

Útgáfudagur

18.10.2004

Spyrjandi

Fannar Benediktson, f. 1993

Tilvísun

SHJ. „Af hverju heitir D-Day þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 18. október 2004. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4559.

SHJ. (2004, 18. október). Af hverju heitir D-Day þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4559

SHJ. „Af hverju heitir D-Day þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2004. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4559>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju heitir D-Day þessu nafni?
Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikillar leyndar. Þá er d-ið á undan day eða degi notað í stað þess að tilkynna nákvæma dagsetningu.


Bandarískir hermenn fara á land í Normandí 6. júní 1944.

Þetta er meðal annars notað þannig að "D" táknar óþekkta dagsetningu sem verður ákveðin og birt síðar. Hins vegar er hægt að miða aðrar tímasetningar við d-dag. Þannig mundi "D-4" merkja fjórum dögum fyrir d-dag, en "D+2" er tveimur dögum eftir d-dag. Í ensku er "H-hour" notað á sama hátt um klukkustundir innan sólarhringsins.

Þekktasti d-dagurinn er 6. júní árið 1944 þegar bandamenn réðust gegn nasistum í Normandí við strendur Frakklands. Innrásin var ein sú frægasta og afdrifaríkasta í seinni heimsstyrjöldinni þar sem hún olli miklum þáttaskilum í stríðinu og hefur innrásardagurinn verið þekktur undir nafninu D-Day eða d-dagurinn allar götur síðan. Þegar verið var að skipuleggja og undirbúa innrás Bandamanna á meginland Evrópu skipti auðvitað sköpum að öxulveldunum (Þjóðverjum og bandamönnum þeirra) bærist ekki njósn um fyrirhugaðan stað og tíma. Ýmsum ráðum var beitt til að tryggja leynd og þar á meðal var þetta sem hér er lýst.

Heimild og mynd:...