Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heitir þessi og næsti áratugur á ensku?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Margir lesendur Vísindavefsins velta greinilega fyrir sér heiti áratuganna á ensku og íslensku. Aðrar spurningar sem okkur hafa borist eru til dæmis:
  • Níundi áratugurinn var kallaður "eighties", hvað er þessi kallaður?
  • Hvaða heitir áratugurinn sem er núna á Íslandi og í Bandaríkjunum?
  • Allir vita að níundi áratugur er oft kallaður eighties og sá tíundi nineties og svo framvegis. En hvað kallar maður fyrsta áratug þessarar aldar?
Við höfum áður svarað spurningunni Hvaða áratugur er núna? og ef við rifjum það svar upp kallast áratugurinn sem byrjaði 1. janúar 2001 og lýkur 31. desember 2010 fyrsti áratugur 21. aldarinnar. Á eftir honum kemur vitanlega annar áratugur sömu aldar og á undan honum var tíundi áratugur 20. aldarinnar.

Í öðrum löndum er ekki endilega sama málvenja og hér. Í ensku kallast áratugurinn sem endar á tölunum 90-99 'the nineties' og áratugurinn sem endar á 80-89 nefnist 'the eighties'. Um málvenju nokkurra annarra tungumála má lesa um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvenær eru aldamót?.

Djass tónlistarmaðurinn Louis Armstrong hóf feril sinn í þriðja áratugi 20. aldar, 'the roaring twenties'.

Í ensku eru heiti áratuganna einföld. Þeir eru skrifaðir með tölustöfum og bókstafnum s er bætt við aftast til að tákna fleirtölu. Hér eru þeir allir skráðir og sýnt hvernig á að lesa úr þeim:

Skrifað Lesið
1900s nineteen hundreds
1910s nineteen tens
1920s nineteen twenties eða twenties
1930s nineteen thirties eða thirties
1940s nineteen forties eða forties
1950s nineteen fifties eða fifties
1960s nineteen sixties eða sixties
1970s nineteen seventies eða seventies
1980s nineteen eighties eða eighties
1990s nineteen nineties eða nineties


Rétt er að taka fram að sumir áratugirnir eru algengari í ræðu og riti en aðrir. Afar fátítt er til dæmis að talað sé um 'the 1900s' eða 'the 1910s' en flestir hafa líklega heyrt um 'the roaring twenties'. Á Englandi er frekar vísað til fyrsta áratugar síðustu aldar sem 'the Edwardian period' en talað sé um 'the 1900s'. Ástæðan fyrir því er að Játvarður konungur VII ríkti árin 1901-1910.

Samkvæmt þessari málvenju sem hér hefur verið tíunduð er áratugurinn sem nú er, skrifaður á ensku sem '2000s' og úr því er lesið 'twenty hundreds'. Næsti áratugur er svo '2010s' sem er lesið 'twenty tens' og svo framvegis. Við höfum einnig rekist á önnur heiti yfir fyrsta áratug þessarar aldar, svo sem heitin 'the Nillies' dregið af orðinu 'nil' sem merkir ekkert eða núll og 'the 0-0s' borið fram sem 'oh-ohs'.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

21.10.2004

Síðast uppfært

11.7.2018

Spyrjandi

Finnur Júlíusson
Hrólfur Vilhjálmsson
Árni Geir Úlfarsson, f. 1986

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað heitir þessi og næsti áratugur á ensku?“ Vísindavefurinn, 21. október 2004, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4568.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 21. október). Hvað heitir þessi og næsti áratugur á ensku? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4568

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað heitir þessi og næsti áratugur á ensku?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2004. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4568>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir þessi og næsti áratugur á ensku?
Margir lesendur Vísindavefsins velta greinilega fyrir sér heiti áratuganna á ensku og íslensku. Aðrar spurningar sem okkur hafa borist eru til dæmis:

  • Níundi áratugurinn var kallaður "eighties", hvað er þessi kallaður?
  • Hvaða heitir áratugurinn sem er núna á Íslandi og í Bandaríkjunum?
  • Allir vita að níundi áratugur er oft kallaður eighties og sá tíundi nineties og svo framvegis. En hvað kallar maður fyrsta áratug þessarar aldar?
Við höfum áður svarað spurningunni Hvaða áratugur er núna? og ef við rifjum það svar upp kallast áratugurinn sem byrjaði 1. janúar 2001 og lýkur 31. desember 2010 fyrsti áratugur 21. aldarinnar. Á eftir honum kemur vitanlega annar áratugur sömu aldar og á undan honum var tíundi áratugur 20. aldarinnar.

Í öðrum löndum er ekki endilega sama málvenja og hér. Í ensku kallast áratugurinn sem endar á tölunum 90-99 'the nineties' og áratugurinn sem endar á 80-89 nefnist 'the eighties'. Um málvenju nokkurra annarra tungumála má lesa um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvenær eru aldamót?.

Djass tónlistarmaðurinn Louis Armstrong hóf feril sinn í þriðja áratugi 20. aldar, 'the roaring twenties'.

Í ensku eru heiti áratuganna einföld. Þeir eru skrifaðir með tölustöfum og bókstafnum s er bætt við aftast til að tákna fleirtölu. Hér eru þeir allir skráðir og sýnt hvernig á að lesa úr þeim:

Skrifað Lesið
1900s nineteen hundreds
1910s nineteen tens
1920s nineteen twenties eða twenties
1930s nineteen thirties eða thirties
1940s nineteen forties eða forties
1950s nineteen fifties eða fifties
1960s nineteen sixties eða sixties
1970s nineteen seventies eða seventies
1980s nineteen eighties eða eighties
1990s nineteen nineties eða nineties


Rétt er að taka fram að sumir áratugirnir eru algengari í ræðu og riti en aðrir. Afar fátítt er til dæmis að talað sé um 'the 1900s' eða 'the 1910s' en flestir hafa líklega heyrt um 'the roaring twenties'. Á Englandi er frekar vísað til fyrsta áratugar síðustu aldar sem 'the Edwardian period' en talað sé um 'the 1900s'. Ástæðan fyrir því er að Játvarður konungur VII ríkti árin 1901-1910.

Samkvæmt þessari málvenju sem hér hefur verið tíunduð er áratugurinn sem nú er, skrifaður á ensku sem '2000s' og úr því er lesið 'twenty hundreds'. Næsti áratugur er svo '2010s' sem er lesið 'twenty tens' og svo framvegis. Við höfum einnig rekist á önnur heiti yfir fyrsta áratug þessarar aldar, svo sem heitin 'the Nillies' dregið af orðinu 'nil' sem merkir ekkert eða núll og 'the 0-0s' borið fram sem 'oh-ohs'.

Mynd:...