Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er munurinn á lögfræðingi og lögmanni?

Sigurður Guðmundsson

Munurinn á starfsheitunum er sáraeinfaldur: Lögmenn hafa leyfi til að gæta hagsmuna annarra fyrir dómstólum en lögfræðingar ekki.

Lögfræðingur er einstaklingur sem “hefur lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskóla.”, sbr. 4. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn (eins og greininni var breytt á Alþingi sumarið 2004), en lögmaður er einstaklingur sem hefur einkarétt á því, að gæta hagsmuna annarra fyrir dómstólum landsins. Flytji aðili ekki mál sitt sjálfur fyrir dómi verður ekki öðrum en lögmanni falið að gera það, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt þessu gæti lögfræðingur ekki flutt mál fyrir dómstólum nema hann væri sjálfur aðili málsins.

Lögmenn skiptast síðan í tvo hópa: Héraðsdómslögmenn og hæstaréttarlögmenn. Þeir fyrrnefndu hafa leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum landsins en þeir síðarnefndu fyrir öllum dómstólum landsins, það er Hæstarétti Íslands, héraðsdómstólum og félagsdómi. Skilyrði til öflunar réttinda til að flytja mál fyrir hvoru dómstigi eru mismunandi, en þau koma fram í 6. gr. (héraðsdómslögmenn) og 9. gr. (hæstaréttarlögmenn) ofangreindra laga.

Höfundur

laganemi við HÍ

Útgáfudagur

10.11.2004

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Sigurður Guðmundsson. „Hver er munurinn á lögfræðingi og lögmanni?“ Vísindavefurinn, 10. nóvember 2004, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4603.

Sigurður Guðmundsson. (2004, 10. nóvember). Hver er munurinn á lögfræðingi og lögmanni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4603

Sigurður Guðmundsson. „Hver er munurinn á lögfræðingi og lögmanni?“ Vísindavefurinn. 10. nóv. 2004. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4603>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á lögfræðingi og lögmanni?
Munurinn á starfsheitunum er sáraeinfaldur: Lögmenn hafa leyfi til að gæta hagsmuna annarra fyrir dómstólum en lögfræðingar ekki.

Lögfræðingur er einstaklingur sem “hefur lokið fullnaðarnámi í lögfræði með embættis- eða meistaraprófi við lagadeild háskóla sem viðurkenndur er hér á landi samkvæmt lögum um háskóla.”, sbr. 4. tl. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 77/1998 um lögmenn (eins og greininni var breytt á Alþingi sumarið 2004), en lögmaður er einstaklingur sem hefur einkarétt á því, að gæta hagsmuna annarra fyrir dómstólum landsins. Flytji aðili ekki mál sitt sjálfur fyrir dómi verður ekki öðrum en lögmanni falið að gera það, sbr. 1. mgr. 2. gr. laganna. Samkvæmt þessu gæti lögfræðingur ekki flutt mál fyrir dómstólum nema hann væri sjálfur aðili málsins.

Lögmenn skiptast síðan í tvo hópa: Héraðsdómslögmenn og hæstaréttarlögmenn. Þeir fyrrnefndu hafa leyfi til málflutnings fyrir héraðsdómstólum landsins en þeir síðarnefndu fyrir öllum dómstólum landsins, það er Hæstarétti Íslands, héraðsdómstólum og félagsdómi. Skilyrði til öflunar réttinda til að flytja mál fyrir hvoru dómstigi eru mismunandi, en þau koma fram í 6. gr. (héraðsdómslögmenn) og 9. gr. (hæstaréttarlögmenn) ofangreindra laga.

...