Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík

Ef maður spyr spurningar á Vísindavefnum hvers vegna kemur þá stundum svar við annarri svipaðri spurningu?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Oftast berast nokkrir tugir spurninga til Vísindavefsins á degi hverjum. Þegar mest lætur fáum við stundum rúmlega 60 spurningar á dag og því miður getum við ekki svarað þeim öllum strax.

Stundum fáum við spurningar um eitthvað efni sem við eigum svör við, þó að spurningarnar hljómi ekki alveg eins. Ef það er raunin sendum við svarið sem við eigum og sumir virðast vera hissa á því að fá svar þar sem spurningin er öðruvísi orðuð og spyrjandinn er annar.

Þannig gæti Jónína Guðsteinsdóttir sem sendir okkur spurninguna Hvernig geta svarthol orðið til? orðið örlítið hissa þegar hún fær senda í tölvuskeyti slóð sem vísar henni á svarið Hvernig myndast svarthol í geimnum? sem allt annar spyrjandi spurði um.

Eins getur það komið fyrir að við bendum fólki á nokkur svör sem hljóma kannski ekki endilega eins og spurningin þeirra. Þetta gerum við oft þegar spyrjendur spyrja mjög víðtækra spurninga eins og til dæmis: Segið mér allt um þróunarkenninguna? Þar sem við eigum mikið af svörum um þróunarkenninguna látum við einfaldlega nægja að benda fólki á það, annað hvort með því að vísa á leitarvélina okkar eða með því að senda til dæmis þessa slóð.

Spyrjandi sem spyr spurningarinnar Hver er höfundur Bandamanna sögu? fær líklega sent svar við spurningunni Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar? og sennilega einnig svar við spurningunum Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð? og Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna? Þannig getur hann lesið sér til um Íslendingasögur og höfundarhugtakið og þá er allt eins líklegt að hann leggi fram nýja spurningu eftir lesturinn sem hann fær svar við.

Svarið við spurningunni hér að ofan er þess vegna eftirfarandi: Það geta verið margar ástæður fyrir því að þeir sem leggja fram spurningu fá sent svar við "annarri" spurningu. Markmiðið er engu að síður það að svarið eða svörin sem notandinn fær gagnist honum í þekkingarleitinni. Sumar spurningar eru þess eðlis að þær kalla ekki endilega á sjálfstætt svar og þá teljum við að notandinn sé betur settur að fá efni sem skarast greinilega við spurninguna heldur en að hann fái ekki neitt.

Svo getur það líka komið fyrir að fyrir mistök sendum við svar sem skarast á engan hátt við spurninguna. Þá er því líklega um að að kenna að við sláum inn vitlaust númer á spurningu.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

23.11.2004

Spyrjandi

Rut Einarsdóttir, f. 1992

Efnisorð

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Ef maður spyr spurningar á Vísindavefnum hvers vegna kemur þá stundum svar við annarri svipaðri spurningu?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2004. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4624.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 23. nóvember). Ef maður spyr spurningar á Vísindavefnum hvers vegna kemur þá stundum svar við annarri svipaðri spurningu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4624

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Ef maður spyr spurningar á Vísindavefnum hvers vegna kemur þá stundum svar við annarri svipaðri spurningu?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2004. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4624>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef maður spyr spurningar á Vísindavefnum hvers vegna kemur þá stundum svar við annarri svipaðri spurningu?
Oftast berast nokkrir tugir spurninga til Vísindavefsins á degi hverjum. Þegar mest lætur fáum við stundum rúmlega 60 spurningar á dag og því miður getum við ekki svarað þeim öllum strax.

Stundum fáum við spurningar um eitthvað efni sem við eigum svör við, þó að spurningarnar hljómi ekki alveg eins. Ef það er raunin sendum við svarið sem við eigum og sumir virðast vera hissa á því að fá svar þar sem spurningin er öðruvísi orðuð og spyrjandinn er annar.

Þannig gæti Jónína Guðsteinsdóttir sem sendir okkur spurninguna Hvernig geta svarthol orðið til? orðið örlítið hissa þegar hún fær senda í tölvuskeyti slóð sem vísar henni á svarið Hvernig myndast svarthol í geimnum? sem allt annar spyrjandi spurði um.

Eins getur það komið fyrir að við bendum fólki á nokkur svör sem hljóma kannski ekki endilega eins og spurningin þeirra. Þetta gerum við oft þegar spyrjendur spyrja mjög víðtækra spurninga eins og til dæmis: Segið mér allt um þróunarkenninguna? Þar sem við eigum mikið af svörum um þróunarkenninguna látum við einfaldlega nægja að benda fólki á það, annað hvort með því að vísa á leitarvélina okkar eða með því að senda til dæmis þessa slóð.

Spyrjandi sem spyr spurningarinnar Hver er höfundur Bandamanna sögu? fær líklega sent svar við spurningunni Hvers vegna eru Íslendingasögur höfundarlausar? og sennilega einnig svar við spurningunum Hver skrifaði Njálu og hvenær var hún skrifuð? og Hvaða kenning er efst á blaði þessi misserin um aldur og uppruna Íslendingasagna? Þannig getur hann lesið sér til um Íslendingasögur og höfundarhugtakið og þá er allt eins líklegt að hann leggi fram nýja spurningu eftir lesturinn sem hann fær svar við.

Svarið við spurningunni hér að ofan er þess vegna eftirfarandi: Það geta verið margar ástæður fyrir því að þeir sem leggja fram spurningu fá sent svar við "annarri" spurningu. Markmiðið er engu að síður það að svarið eða svörin sem notandinn fær gagnist honum í þekkingarleitinni. Sumar spurningar eru þess eðlis að þær kalla ekki endilega á sjálfstætt svar og þá teljum við að notandinn sé betur settur að fá efni sem skarast greinilega við spurninguna heldur en að hann fái ekki neitt.

Svo getur það líka komið fyrir að fyrir mistök sendum við svar sem skarast á engan hátt við spurninguna. Þá er því líklega um að að kenna að við sláum inn vitlaust númer á spurningu....