Sólin Sólin Rís 10:11 • sest 17:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:30 • Sest 08:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:19 • Síðdegis: 14:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:50 • Síðdegis: 21:09 í Reykjavík

Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla?

JGÞ

Eyvindur og Halla voru bæði Jónsbörn.

Eyvindur var fæddur árið 1714 í Reykjadalssókn í Árnessýslu. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi í Hlíð í Hrunamannahreppi og móðir hans var Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja í Hlíð.

Hægt er að leita frekari upplýsinga um foreldra Fjalla-Eyvindar í ættfræðigrunninum Íslendingabók á vefnum. Auðveldast er að leita að Ragnheiði Eyvindsdóttur en fæðingarár hennar er 1692. Þar sést að foreldrar hennar eru þekktir en um foreldra Jóns, föður Fjalla-Eyvindar, er ekkert vitað. Ekki er hægt að skoða upplýsingar um Evyind og Höllu í Íslendingabók þar sem þau eru fædd eftir árið 1700. Í Íslendingabók er aðeins hægt að fá upplýsingar um þá sem eru fæddir eftir 1700 ef þeir eru forfeður manns, en allir geta skoðað þá einstaklinga sem eru fæddir fyrir 1701, hvort sem þeir eru skyldir manni eða ekki.

Foreldrar Höllu eru ekki þekktir en hún er sögð vera ættuð úr Súgandafirði.Viktor Sjöström í hlutverki Fjalla-Eyvindar.

Halla og Eyvindur eru aðalpersónurnar í leikriti Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla-Eyvindur: Leikrit í fjórum þáttum. Sænski kvikmyndaleikstjórinn Victor Sjöström (1879-1960) gerði kvikmynd eftir leikriti Jóhanns árið 1918 og heitir hún á sænsku Berg-Ejvind och hans hustru. Þar fór Sjöström sjálfur með hlutverk Eyvindar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.11.2004

Spyrjandi

Dagmar Gunnarsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla?“ Vísindavefurinn, 24. nóvember 2004. Sótt 31. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=4625.

JGÞ. (2004, 24. nóvember). Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4625

JGÞ. „Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla?“ Vísindavefurinn. 24. nóv. 2004. Vefsíða. 31. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4625>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers son var Fjalla-Eyvindur og hvers dóttir var Halla?
Eyvindur og Halla voru bæði Jónsbörn.

Eyvindur var fæddur árið 1714 í Reykjadalssókn í Árnessýslu. Faðir hans var Jón Jónsson bóndi í Hlíð í Hrunamannahreppi og móðir hans var Ragnheiður Eyvindsdóttir húsfreyja í Hlíð.

Hægt er að leita frekari upplýsinga um foreldra Fjalla-Eyvindar í ættfræðigrunninum Íslendingabók á vefnum. Auðveldast er að leita að Ragnheiði Eyvindsdóttur en fæðingarár hennar er 1692. Þar sést að foreldrar hennar eru þekktir en um foreldra Jóns, föður Fjalla-Eyvindar, er ekkert vitað. Ekki er hægt að skoða upplýsingar um Evyind og Höllu í Íslendingabók þar sem þau eru fædd eftir árið 1700. Í Íslendingabók er aðeins hægt að fá upplýsingar um þá sem eru fæddir eftir 1700 ef þeir eru forfeður manns, en allir geta skoðað þá einstaklinga sem eru fæddir fyrir 1701, hvort sem þeir eru skyldir manni eða ekki.

Foreldrar Höllu eru ekki þekktir en hún er sögð vera ættuð úr Súgandafirði.Viktor Sjöström í hlutverki Fjalla-Eyvindar.

Halla og Eyvindur eru aðalpersónurnar í leikriti Jóhanns Sigurjónssonar, Fjalla-Eyvindur: Leikrit í fjórum þáttum. Sænski kvikmyndaleikstjórinn Victor Sjöström (1879-1960) gerði kvikmynd eftir leikriti Jóhanns árið 1918 og heitir hún á sænsku Berg-Ejvind och hans hustru. Þar fór Sjöström sjálfur með hlutverk Eyvindar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...