Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?

JMH

Orðið yrðlingur er oftast notað um ung afkvæmi refs (þar á meðal heimskautarefs, Alopex lagopus), en stundum annarra dýra, til dæmis músa. Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvað refayrðlingar séu stórir þegar þeir fæðast.

Eftir um 49-57 daga meðgöngu gýtur lágfóta eða bleyðan, eins og kvendýr refsins er stundum nefnd, oftast á bilinu fimm til sjö yrðlingum. Skráður metfjöldi í einu goti er þó hvorki meiri né minni en 25 yrðlingar.Þekking okkar á þyngd villtra yrðlinga heimskautarefs á Íslandi byggist einungis á mælingum á þremur læðum sem voru skotnar einum til tveimur dögum fyrir got. Í legi þessara þriggja dýra voru alls fjórtán yrðlingar, auk eins fósturs sem var uppleyst.

Þyngdardreifing fóstranna var á bilinu 56–85 grömm. Meðalþyngdin var 77 grömm sem er heldur meira en erlend rit gera ráð fyrir. Þar er yfirleitt sagt að yrðlingarnar séu um 70 grömm. Lengd yrðlinganna var ekki mæld en ef við gefum okkur töluna 70 grömm og miðum við eðlisþyngdina 1 þá væri ekki fjarri lagi að við fæðingu væru yrðlingarnir um 10 cm x 2,5 cm x 2,5 cm.

Yrðlingar stækka mjög hratt fyrstu mánuðina og ná um 90% af fullri stærð eftir um 4 mánuði. Ekkert annað rándýr (Carnivora) vex jafn hratt hlutfallslega og heimskautarefurinn á þessu aldursskeiði.

Höfundur þakkar Páli Hersteinssyni, prófessor í líffræði við HÍ kærlega fyrir veitta aðstoð við svarið.

Hægt er að lesa fleiri svör við spurningum um refi á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Wolfgang Zerbst - Natur- und Tierfotografie
  • Walker, Earnest P. 1964. Mammals of the World. 5. útg. II. bindi. Johns Hopkins University Press, Baltimore Maryland.
  • Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.) 1993. Villt íslensk spendýr. Hið íslenska náttúrufræðifélag: Landvernd, Reykjavík.
  • Páll Hersteinsson, munnleg heimild.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.12.2004

Spyrjandi

Jóhann Helgi Sveinsson, f. 1993

Tilvísun

JMH. „Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?“ Vísindavefurinn, 8. desember 2004. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4650.

JMH. (2004, 8. desember). Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4650

JMH. „Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?“ Vísindavefurinn. 8. des. 2004. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4650>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?
Orðið yrðlingur er oftast notað um ung afkvæmi refs (þar á meðal heimskautarefs, Alopex lagopus), en stundum annarra dýra, til dæmis músa. Við gerum ráð fyrir að spyrjandi sé að velta því fyrir sér hvað refayrðlingar séu stórir þegar þeir fæðast.

Eftir um 49-57 daga meðgöngu gýtur lágfóta eða bleyðan, eins og kvendýr refsins er stundum nefnd, oftast á bilinu fimm til sjö yrðlingum. Skráður metfjöldi í einu goti er þó hvorki meiri né minni en 25 yrðlingar.Þekking okkar á þyngd villtra yrðlinga heimskautarefs á Íslandi byggist einungis á mælingum á þremur læðum sem voru skotnar einum til tveimur dögum fyrir got. Í legi þessara þriggja dýra voru alls fjórtán yrðlingar, auk eins fósturs sem var uppleyst.

Þyngdardreifing fóstranna var á bilinu 56–85 grömm. Meðalþyngdin var 77 grömm sem er heldur meira en erlend rit gera ráð fyrir. Þar er yfirleitt sagt að yrðlingarnar séu um 70 grömm. Lengd yrðlinganna var ekki mæld en ef við gefum okkur töluna 70 grömm og miðum við eðlisþyngdina 1 þá væri ekki fjarri lagi að við fæðingu væru yrðlingarnir um 10 cm x 2,5 cm x 2,5 cm.

Yrðlingar stækka mjög hratt fyrstu mánuðina og ná um 90% af fullri stærð eftir um 4 mánuði. Ekkert annað rándýr (Carnivora) vex jafn hratt hlutfallslega og heimskautarefurinn á þessu aldursskeiði.

Höfundur þakkar Páli Hersteinssyni, prófessor í líffræði við HÍ kærlega fyrir veitta aðstoð við svarið.

Hægt er að lesa fleiri svör við spurningum um refi á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:
  • Wolfgang Zerbst - Natur- und Tierfotografie
  • Walker, Earnest P. 1964. Mammals of the World. 5. útg. II. bindi. Johns Hopkins University Press, Baltimore Maryland.
  • Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.) 1993. Villt íslensk spendýr. Hið íslenska náttúrufræðifélag: Landvernd, Reykjavík.
  • Páll Hersteinsson, munnleg heimild.

...