Sólin Sólin Rís 05:58 • sest 21:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:27 • Síðdegis: 22:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:15 • Síðdegis: 16:24 í Reykjavík

Nú eru að koma jól og mig langar að vita hvað hreindýrin segja? Baula þau, jarma, hneggja eða eitthvað annað?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Við fengum þessa spurningu senda fyrir jólin í fyrra og nú fyrir skömmu fengum við bréf sem okkur finnst rétt að birta:
Ég hef a.m.k. þrisvar sinnum undanfarið ár sent inn sömu spurninguna: Hvað "segja" hreindýr? en enn ekki fengið svar. Dóttir mín spurði mig að þessu fyrir jólin í fyrra og þá leitaði ég til vina og vandamanna en fékk engin svör. Ég spurðist fyrir á Náttúrufræðistofu Kópavogs en starfsmenn þar vissu ekki svarið. Því leitaði ég til ykkar og ítrekaði að minnsta kosti tvisvar en hef enn ekki fengið svör. Nú er aftur kominn sá árstími að börnin spá í hreindýr og því tilvalið að segja okkur hvað þau „segja“, það er hvaða hljóð þau gefa frá sér og hvað þau kallast.
Við vorum satt að segja í nokkrum vandræðum með þessa spurningu. Við fundum þetta hvergi í þeim bókum eða heimildum sem við áttum tiltækar en fannst þó líklegast að hreindýrin bauluðu eins og nautgripir.

Við leituðum þá til heimildarmanna okkar á Austfjörðum. Guðrún Á. Jónsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands hafði samband við Skarphéðinn Þórisson líffræðing sem starfar við stofnunina, en er núna staddur í Afríku.

Þetta hafði Skarphéðinn að segja um "tungumál" hreindýra: Kýrnar baula á unga kálfa og það rymur í törfunum á fengitímanum.

Skarphéðinn bætti því einnig við að hreindýr hafi líka samskipti sín á milli með lykt. Þegar styggð kemst að dýrunum reka þau ekki upp aðvörunarbaul heldur sperra upp dindilinn, en við endaþarmsopið eru kirtlar sem gefa frá sér lyktarefni.Tignarlegur hreindýrstarfur

Svo getur lesandinn athugað hvað hreindýrin sjálf hafa um málið að segja með því að smella á þennan tengil.

Við þökkum Guðrúnu og Skarphéðni fyrir aðstoðina og einnig Guðrúnu Kvaran hjá Orðabók Háskólans.

Fleiri svör um hreindýr á Vísindavefnum:Heimild og mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.12.2004

Spyrjandi

Saga Sól Kristínardóttir, f. 1998
Kristín Ólafsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Nú eru að koma jól og mig langar að vita hvað hreindýrin segja? Baula þau, jarma, hneggja eða eitthvað annað?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2004. Sótt 14. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4669.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2004, 17. desember). Nú eru að koma jól og mig langar að vita hvað hreindýrin segja? Baula þau, jarma, hneggja eða eitthvað annað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4669

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Nú eru að koma jól og mig langar að vita hvað hreindýrin segja? Baula þau, jarma, hneggja eða eitthvað annað?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2004. Vefsíða. 14. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4669>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Nú eru að koma jól og mig langar að vita hvað hreindýrin segja? Baula þau, jarma, hneggja eða eitthvað annað?
Við fengum þessa spurningu senda fyrir jólin í fyrra og nú fyrir skömmu fengum við bréf sem okkur finnst rétt að birta:

Ég hef a.m.k. þrisvar sinnum undanfarið ár sent inn sömu spurninguna: Hvað "segja" hreindýr? en enn ekki fengið svar. Dóttir mín spurði mig að þessu fyrir jólin í fyrra og þá leitaði ég til vina og vandamanna en fékk engin svör. Ég spurðist fyrir á Náttúrufræðistofu Kópavogs en starfsmenn þar vissu ekki svarið. Því leitaði ég til ykkar og ítrekaði að minnsta kosti tvisvar en hef enn ekki fengið svör. Nú er aftur kominn sá árstími að börnin spá í hreindýr og því tilvalið að segja okkur hvað þau „segja“, það er hvaða hljóð þau gefa frá sér og hvað þau kallast.
Við vorum satt að segja í nokkrum vandræðum með þessa spurningu. Við fundum þetta hvergi í þeim bókum eða heimildum sem við áttum tiltækar en fannst þó líklegast að hreindýrin bauluðu eins og nautgripir.

Við leituðum þá til heimildarmanna okkar á Austfjörðum. Guðrún Á. Jónsdóttir forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands hafði samband við Skarphéðinn Þórisson líffræðing sem starfar við stofnunina, en er núna staddur í Afríku.

Þetta hafði Skarphéðinn að segja um "tungumál" hreindýra: Kýrnar baula á unga kálfa og það rymur í törfunum á fengitímanum.

Skarphéðinn bætti því einnig við að hreindýr hafi líka samskipti sín á milli með lykt. Þegar styggð kemst að dýrunum reka þau ekki upp aðvörunarbaul heldur sperra upp dindilinn, en við endaþarmsopið eru kirtlar sem gefa frá sér lyktarefni.Tignarlegur hreindýrstarfur

Svo getur lesandinn athugað hvað hreindýrin sjálf hafa um málið að segja með því að smella á þennan tengil.

Við þökkum Guðrúnu og Skarphéðni fyrir aðstoðina og einnig Guðrúnu Kvaran hjá Orðabók Háskólans.

Fleiri svör um hreindýr á Vísindavefnum:Heimild og mynd:

...