Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:42 • sest 23:23 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:28 • Sest 23:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:35 • Síðdegis: 13:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:50 • Síðdegis: 19:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Til hvers hafa læknablóðsugur verið notaðar í nútíð og fortíð?

Jón Már Halldórsson

Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? má fræðast um nokkra þætti í líffræði læknablóðsugunnar (Hirudo medicinalis).Læknablóðsugan hefur lengi verið notuð til ýmissa læknismeðferða. Vitað er að Grikkirnir Þeókrítos and Níkandros sem uppi voru á 2. öld f. Kr. skrifuðu lýsingar á ýmsum eiginleikum blóðsugunnar og sögðu hana algenga víða á fenjasvæðum. Fyrstu heimildir um beina notkun H. medicinalis til lækninga má rekja til Þemisar frá Laódíkeu, sem nú er í Sýrlandi. Þemis var uppi á tímum Krists og beitti blóðsugunni einungis til blóðtöku að sögn heimilda. Blóðtaka var algeng meðferð við margvíslegum kvillum þar sem menn stóðu í þeirri trú að sjúkdómar stöfuðu af ójafnvægi í líkamsstarfsemi og lækningin fólst því í að fjarlægja „mengað“ blóð. Eftir daga Þemisar geta heimildir um notkun á H. medicinalis til þess að lækna sýkingar í lifur auk þess sem franskur læknir, Ambroise Paré, notaði hana til að koma reglu á tíðir kvenna.

Um miðja 19. öld féll notkun á H. medicinalis til lækninga í ónáð af einhverjum ástæðum sem höfundi er ekki kunnugt um og var henni ekki beitt í áratugi. Hins vegar hefur notkun á blóðsugunni aukist mjög á undanförnum áratugum. Nú á dögum er H. medicinalis sérstaklega notuð til þess að örva eða koma blóðflæði af stað, eða losna við blóð sem hefur safnast saman á ákveðnum stöðum eftir áverka eða skurðaðgerð og gæti leitt til skemmda á líkamsvefjum.

Kunnust þessara meðferða er þegar læknablóðsugan er notuð til að örva blóðflæði til líkamshluta sem hafa verið græddir á, svo sem fingur og tær, eða eftir umfangsmiklar húðágræðslur vegna brunasára. Þær eru einnig í vaxandi mæli notaðar við ýmis konar fegrunarskurðlækningar. Læknablóðsugur hafa einnig verið notaðar við meðferð á kvillum í þvag- og kynfærum og einstaka sinnum hefur þeim verið beitt í taugalækningum.Nú á dögum eru læknablóðsugur eingöngu fengnar úr eldi þar sem þær eru ræktaðar við dauðhreinsaðar aðstæður til þess að tryggja að þær sýki ekki væntanlegan sjúkling. Þær finnast þó enn villtar víða í Evrópu en vegna mengunar á vatnasvæðum hefur þeim fækkað mikið á undanförnum áratugum.

Heimildir og mynd:
  • Daane, S. o.fl. 1997 „Clinical Use of Leeches in Reconstructive Surgery.“ American Journal of Orthopedics 26(8): 528-532.
  • Whitaker I.S., Izadi, D., Oliver, D.W., Monteath, G., Butler, P.E. 2004. „Hirudo Medicinalis and the plastic surgeon.“ Br. Journal of Plastic Surgery. 57(4): 348-53.
  • Britannica Online
  • Biomedia Museum
  • Ittiofauna.org

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.12.2004

Spyrjandi

Helena M., f. 1985

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Til hvers hafa læknablóðsugur verið notaðar í nútíð og fortíð?“ Vísindavefurinn, 23. desember 2004, sótt 15. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4680.

Jón Már Halldórsson. (2004, 23. desember). Til hvers hafa læknablóðsugur verið notaðar í nútíð og fortíð? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4680

Jón Már Halldórsson. „Til hvers hafa læknablóðsugur verið notaðar í nútíð og fortíð?“ Vísindavefurinn. 23. des. 2004. Vefsíða. 15. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4680>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Til hvers hafa læknablóðsugur verið notaðar í nútíð og fortíð?
Í svari sama höfundar við spurningunni Hvað lifa iglur (blóðsugur) lengi og hvernig fjölga þær sér? má fræðast um nokkra þætti í líffræði læknablóðsugunnar (Hirudo medicinalis).Læknablóðsugan hefur lengi verið notuð til ýmissa læknismeðferða. Vitað er að Grikkirnir Þeókrítos and Níkandros sem uppi voru á 2. öld f. Kr. skrifuðu lýsingar á ýmsum eiginleikum blóðsugunnar og sögðu hana algenga víða á fenjasvæðum. Fyrstu heimildir um beina notkun H. medicinalis til lækninga má rekja til Þemisar frá Laódíkeu, sem nú er í Sýrlandi. Þemis var uppi á tímum Krists og beitti blóðsugunni einungis til blóðtöku að sögn heimilda. Blóðtaka var algeng meðferð við margvíslegum kvillum þar sem menn stóðu í þeirri trú að sjúkdómar stöfuðu af ójafnvægi í líkamsstarfsemi og lækningin fólst því í að fjarlægja „mengað“ blóð. Eftir daga Þemisar geta heimildir um notkun á H. medicinalis til þess að lækna sýkingar í lifur auk þess sem franskur læknir, Ambroise Paré, notaði hana til að koma reglu á tíðir kvenna.

Um miðja 19. öld féll notkun á H. medicinalis til lækninga í ónáð af einhverjum ástæðum sem höfundi er ekki kunnugt um og var henni ekki beitt í áratugi. Hins vegar hefur notkun á blóðsugunni aukist mjög á undanförnum áratugum. Nú á dögum er H. medicinalis sérstaklega notuð til þess að örva eða koma blóðflæði af stað, eða losna við blóð sem hefur safnast saman á ákveðnum stöðum eftir áverka eða skurðaðgerð og gæti leitt til skemmda á líkamsvefjum.

Kunnust þessara meðferða er þegar læknablóðsugan er notuð til að örva blóðflæði til líkamshluta sem hafa verið græddir á, svo sem fingur og tær, eða eftir umfangsmiklar húðágræðslur vegna brunasára. Þær eru einnig í vaxandi mæli notaðar við ýmis konar fegrunarskurðlækningar. Læknablóðsugur hafa einnig verið notaðar við meðferð á kvillum í þvag- og kynfærum og einstaka sinnum hefur þeim verið beitt í taugalækningum.Nú á dögum eru læknablóðsugur eingöngu fengnar úr eldi þar sem þær eru ræktaðar við dauðhreinsaðar aðstæður til þess að tryggja að þær sýki ekki væntanlegan sjúkling. Þær finnast þó enn villtar víða í Evrópu en vegna mengunar á vatnasvæðum hefur þeim fækkað mikið á undanförnum áratugum.

Heimildir og mynd:
  • Daane, S. o.fl. 1997 „Clinical Use of Leeches in Reconstructive Surgery.“ American Journal of Orthopedics 26(8): 528-532.
  • Whitaker I.S., Izadi, D., Oliver, D.W., Monteath, G., Butler, P.E. 2004. „Hirudo Medicinalis and the plastic surgeon.“ Br. Journal of Plastic Surgery. 57(4): 348-53.
  • Britannica Online
  • Biomedia Museum
  • Ittiofauna.org
...