Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvar finnast blóðsugur eða iglur?

Jón Már Halldórsson

Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast holarktíska svæðið (e. holarctic) innan líflandafræðinnar en það nær yfir meginhluta af norðurhveli jarðar.

Flestar iglutegundir finnast á svonefndu holarktísku svæði jarðar. Á myndinni sést igla af tegundinni Hirudo medicinalis en hún hefur verið notuð í lækningaskyni í þúsundir ára.

Flestar iglur lifa í ferskvatni, svo sem grunnum tjörnum, votlendi og lygnum lækjum, gjarnan þar sem hægt er að leita skjóls í gróðri eða undir steinum. Fæstar tegundir þola að vera í miklum straumi. Talið er að um 15% iglutegunda lifi í sjó og aðeins lægra hlutfall sé aðlagað lífi á þurru landi, þá gjarnan í botngróðri skóga eða undir steinum eða öðru sem til fellur.

Um það bil þrír fjórðu allra iglutegunda eru sníkjudýr og lifa þær á blóði spendýra, fiska, froska eða fugla. Aðrar tegundir eru rándýr sem lifa aðallega á litlum hryggleysingjum svo sem sniglum, skordýrum, ormum og öðrum lindýrum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.5.2023

Spyrjandi

Viktoría

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvar finnast blóðsugur eða iglur?“ Vísindavefurinn, 25. maí 2023. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=84130.

Jón Már Halldórsson. (2023, 25. maí). Hvar finnast blóðsugur eða iglur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=84130

Jón Már Halldórsson. „Hvar finnast blóðsugur eða iglur?“ Vísindavefurinn. 25. maí. 2023. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=84130>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar finnast blóðsugur eða iglur?
Iglur (Hirudinea), sem oft eru kallaðar blóðsugur á íslensku, eru afar sérhæfður ættbálkur lindýra. Til ættbálksins teljast að minnsta kosti 680 tegundir sem flokkaðar eru í 91 ættkvísl. Iglur eiga heimkynni í öllum heimsálfum, að Suðurskautslandinu undanskildu. Meirihluti tegunda finnst á því svæði sem kallast holarktíska svæðið (e. holarctic) innan líflandafræðinnar en það nær yfir meginhluta af norðurhveli jarðar.

Flestar iglutegundir finnast á svonefndu holarktísku svæði jarðar. Á myndinni sést igla af tegundinni Hirudo medicinalis en hún hefur verið notuð í lækningaskyni í þúsundir ára.

Flestar iglur lifa í ferskvatni, svo sem grunnum tjörnum, votlendi og lygnum lækjum, gjarnan þar sem hægt er að leita skjóls í gróðri eða undir steinum. Fæstar tegundir þola að vera í miklum straumi. Talið er að um 15% iglutegunda lifi í sjó og aðeins lægra hlutfall sé aðlagað lífi á þurru landi, þá gjarnan í botngróðri skóga eða undir steinum eða öðru sem til fellur.

Um það bil þrír fjórðu allra iglutegunda eru sníkjudýr og lifa þær á blóði spendýra, fiska, froska eða fugla. Aðrar tegundir eru rándýr sem lifa aðallega á litlum hryggleysingjum svo sem sniglum, skordýrum, ormum og öðrum lindýrum.

Heimildir og mynd:

...