Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Geta eplatré vaxið á Íslandi?

Þröstur Eysteinsson

Já. Mörg dæmi eru um að fólk hafi ræktað eplatré með ágætum árangri hér á landi.

Eplatré eru að vísu flest ættuð frá svæðum þar sem sumur eru lengri og hlýrri en hér gerist og því eru þau fremur illa aðlöguð íslensku veðurfari. Einkum vaxa þau lengi fram eftir hausti og verða því fyrir skemmdum í íslenskum haustfrostum. Það eykur mjög lífslíkur þeirra að rækta þau á hlýjum stöðum og í góðu skjóli, svo sem við suðurveggi húsa.



Eplatré í Japan.

Sjaldgæft er að eplatré þroski epli hér á landi, en lengra og hlýrra sumar þarf til að aldin þroskist en til að tré vaxi. Eflaust er þó hægt á ná ágætum árangri í eplarækt í óupphituðum gróðurhúsum.

Hægt er að lesa meira um tré á Vísindavefnum meðal annars í svörum við spurningunum:

Mynd: Pictures of Japn

Höfundur

Þröstur Eysteinsson

skógræktarstjóri

Útgáfudagur

26.1.2005

Spyrjandi

Pétur Ari Markússon

Tilvísun

Þröstur Eysteinsson. „Geta eplatré vaxið á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2005. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4727.

Þröstur Eysteinsson. (2005, 26. janúar). Geta eplatré vaxið á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4727

Þröstur Eysteinsson. „Geta eplatré vaxið á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2005. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4727>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Geta eplatré vaxið á Íslandi?
Já. Mörg dæmi eru um að fólk hafi ræktað eplatré með ágætum árangri hér á landi.

Eplatré eru að vísu flest ættuð frá svæðum þar sem sumur eru lengri og hlýrri en hér gerist og því eru þau fremur illa aðlöguð íslensku veðurfari. Einkum vaxa þau lengi fram eftir hausti og verða því fyrir skemmdum í íslenskum haustfrostum. Það eykur mjög lífslíkur þeirra að rækta þau á hlýjum stöðum og í góðu skjóli, svo sem við suðurveggi húsa.



Eplatré í Japan.

Sjaldgæft er að eplatré þroski epli hér á landi, en lengra og hlýrra sumar þarf til að aldin þroskist en til að tré vaxi. Eflaust er þó hægt á ná ágætum árangri í eplarækt í óupphituðum gróðurhúsum.

Hægt er að lesa meira um tré á Vísindavefnum meðal annars í svörum við spurningunum:

Mynd: Pictures of Japn ...