Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni?

Helgi Kristjánsson

Spútnik 1 var fyrsti ómannaði könnuðurinn sem skotið var út í geiminn en það var 4. október 1957. Spútnik var á braut umhverfis jörðu í 3 mánuði og fór um 60 milljón km á þeim tíma, en hraðinn var um 29.000 km á klukkustund.

Tuttugu árum síðar, árið 1977, var Voyager 1 og Voyager 2 skotið á loft en það eru þeir könnuðir sem nú eru komnir lengst frá sólinni (og jörðinni). Í mars árið 2008 var Voyager 1 kominn um 105,9 stjarnfræðieiningar (se) frá sólu, en ein stjarnfræðieining (e. astronomical unit, AU) er meðalfjarlægðin frá sól að jörðu sem er um 150 milljón km. Hann er því nú í um 15,8 milljarða km fjarlægð frá sólu.

Voyager 1 skotið á loft 5. september 1977.

Voyager 1 ferðast með hraðanum 3,6 se á ári eða um 61.200 km/klst. Með þeim hraða gæti hann farið einn og hálfan hring í kringum jörðina á einum klukkutíma.

Voyager 2 fer aðeins hægar en Voyager 1, eða 3,3 se á ári. Í mars 2008 var hann kominn 85 se frá sólu eða 12,7 milljarða km.

Voyager 1 stefnir í átt að stjörnumerkinu Naðurvalda en Voyager 2 í áttina að stjörnumerkinu Páfuglinum. Ennþá næst samband við báðar flaugarnar en þær nýta rafmagn sem þær framleiða í litlum kjarnaofnum sem eru staðsettir í flaugunum og nýta geislavirk efni. Talið er að rafmagnið endist fram til ársins 2020 en eftir það verður ekkert sambandi við könnuðina.

Jarðarbúar sendu skilaboð til mögulegra geimvera með báðum Voyager-förunum.

Í báðum Voyager-flaugunum eru gullhúðaðir koparskildir en á þeim er að finna ýmislegt sem á að gefa hugsanlegum verum í geimnum upplýsingar um jörðina og lífið hér. Þar er meðal annars að finna kveðjur á 55 tungumálum en því miður er engin kveðja á íslensku. Þar er einnig að finna ýmis hljóð og myndir sem eiga að lýsa menningu á jörðinni.

Í geimförunum er einnig að finna örlítið af hreinu úrani sem er geislavirkt efni og hefur helmingunartímann 4.510.000.000 ár (helmingunartími geislavirkra efna er sá tími sem það tekur helming kjarnanna í efninu að geisla frá sér og hrörna). Með því að fylgjast með helmingunartímanum er hægt að aldursgreina úranið og þar með geimfarið. Ef við gefum okkur til dæmis að eitt kg af úrani hafi verið sent með geimfarinu og að nú sé hálft kíló eftir af því getum við séð að geimfarið hefur verið á ferðinni um geiminn í 4.510.000.000 ár.

Upphaflega var verkefni Voyager-flauganna að kanna Júpíter og Satúrnus en það var síðan framlengt. Frá Satúrnusi var Voyager I beint út úr sólkerfinu en Voyager II hélt áfram til Úranusar og Neptúnusar áður en honum var stefnt út úr sólkerfinu.

Verkefni þeirra í framtíðinni er í rauninni ekki fyrir okkur heldur fyrir hugsanlegar lífverur í geimnum sem geta notað plöturnar til að sjá að líf sé (eða hafi verið) til staðar einhversstaðar í alheiminum. En ef svo ólíklega vildi til að geimverur skyldu finna annað hvort geimfarið verður það líklega eftir svo langan tíma að mennirnir og jörðin verða löngu horfin. Og svo er það alls óvíst hvort þær gætu skilið nokkuð af þeim boðum sem gulldiskarnir eiga að bera.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvar er Voyager 1 geimfarið núna?


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni.

Höfundur

nemandi í Hlíðaskóla

Útgáfudagur

30.4.2008

Spyrjandi

Helgi Már Valdimarsson
Baldur Helgi

Tilvísun

Helgi Kristjánsson. „Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni?“ Vísindavefurinn, 30. apríl 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=47442.

Helgi Kristjánsson. (2008, 30. apríl). Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47442

Helgi Kristjánsson. „Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni?“ Vísindavefurinn. 30. apr. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47442>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni?
Spútnik 1 var fyrsti ómannaði könnuðurinn sem skotið var út í geiminn en það var 4. október 1957. Spútnik var á braut umhverfis jörðu í 3 mánuði og fór um 60 milljón km á þeim tíma, en hraðinn var um 29.000 km á klukkustund.

Tuttugu árum síðar, árið 1977, var Voyager 1 og Voyager 2 skotið á loft en það eru þeir könnuðir sem nú eru komnir lengst frá sólinni (og jörðinni). Í mars árið 2008 var Voyager 1 kominn um 105,9 stjarnfræðieiningar (se) frá sólu, en ein stjarnfræðieining (e. astronomical unit, AU) er meðalfjarlægðin frá sól að jörðu sem er um 150 milljón km. Hann er því nú í um 15,8 milljarða km fjarlægð frá sólu.

Voyager 1 skotið á loft 5. september 1977.

Voyager 1 ferðast með hraðanum 3,6 se á ári eða um 61.200 km/klst. Með þeim hraða gæti hann farið einn og hálfan hring í kringum jörðina á einum klukkutíma.

Voyager 2 fer aðeins hægar en Voyager 1, eða 3,3 se á ári. Í mars 2008 var hann kominn 85 se frá sólu eða 12,7 milljarða km.

Voyager 1 stefnir í átt að stjörnumerkinu Naðurvalda en Voyager 2 í áttina að stjörnumerkinu Páfuglinum. Ennþá næst samband við báðar flaugarnar en þær nýta rafmagn sem þær framleiða í litlum kjarnaofnum sem eru staðsettir í flaugunum og nýta geislavirk efni. Talið er að rafmagnið endist fram til ársins 2020 en eftir það verður ekkert sambandi við könnuðina.

Jarðarbúar sendu skilaboð til mögulegra geimvera með báðum Voyager-förunum.

Í báðum Voyager-flaugunum eru gullhúðaðir koparskildir en á þeim er að finna ýmislegt sem á að gefa hugsanlegum verum í geimnum upplýsingar um jörðina og lífið hér. Þar er meðal annars að finna kveðjur á 55 tungumálum en því miður er engin kveðja á íslensku. Þar er einnig að finna ýmis hljóð og myndir sem eiga að lýsa menningu á jörðinni.

Í geimförunum er einnig að finna örlítið af hreinu úrani sem er geislavirkt efni og hefur helmingunartímann 4.510.000.000 ár (helmingunartími geislavirkra efna er sá tími sem það tekur helming kjarnanna í efninu að geisla frá sér og hrörna). Með því að fylgjast með helmingunartímanum er hægt að aldursgreina úranið og þar með geimfarið. Ef við gefum okkur til dæmis að eitt kg af úrani hafi verið sent með geimfarinu og að nú sé hálft kíló eftir af því getum við séð að geimfarið hefur verið á ferðinni um geiminn í 4.510.000.000 ár.

Upphaflega var verkefni Voyager-flauganna að kanna Júpíter og Satúrnus en það var síðan framlengt. Frá Satúrnusi var Voyager I beint út úr sólkerfinu en Voyager II hélt áfram til Úranusar og Neptúnusar áður en honum var stefnt út úr sólkerfinu.

Verkefni þeirra í framtíðinni er í rauninni ekki fyrir okkur heldur fyrir hugsanlegar lífverur í geimnum sem geta notað plöturnar til að sjá að líf sé (eða hafi verið) til staðar einhversstaðar í alheiminum. En ef svo ólíklega vildi til að geimverur skyldu finna annað hvort geimfarið verður það líklega eftir svo langan tíma að mennirnir og jörðin verða löngu horfin. Og svo er það alls óvíst hvort þær gætu skilið nokkuð af þeim boðum sem gulldiskarnir eiga að bera.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:


Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvar er Voyager 1 geimfarið núna?


Þetta svar er eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni.

...