Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvar er hægt að finna upplýsingar um hver íbúafjöldi eða fólksfjöldi er í tilteknu landi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:

 • Hvað búa margir í Bandaríkjunum? (Ingvi Þorkelsson)
 • Hvað búa margir á Indlandi? (Sigrún Aagot)
 • Hvað búa margir á Ítalíu? (Jakob Reynisson)
 • Hvað búa margir á Englandi? (Jakob Reynisson)
 • Hvað búa margir í Þýskalandi? (Stefanía Traustadóttir)
 • Hvað búa margir í Sviss? (Sólveig Arnarsdóttir)

Vísindavefnum berast við og við spurningar um fjölda íbúa í hinum ýmsu löndum heims. Á vefnum er nú þegar að finna sérstök svör við því hversu margir búa í Ástralíu, Danmörku, Frakklandi, Finnlandi, Grikklandi og Íslandi. Einnig hefur verið fjallað um fólksfjölda í Evrópu, Afríku og heiminum öllum í sérstökum svörum. Auk þess má oft finna upplýsingar um fólksfjölda í svörum sem fjalla á einhvern hátt um ákveðin lönd án þess þó að beinlínis hafi verið spurt um hann, til dæmis í svörum við spurningunum Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?, Hver er höfuðborg Brúnei? og Hvar er landið Katar?

Á netinu eru ýmsar síður sem veita upplýsingar um fjölda íbúa í löndum heims. Þar má fyrst nefna heimasíðu Sameinuðu þjóðanna þar sem hægt er að skoða ýmsar lýðfræðiupplýsingar, þar með talið fólksfjölda, fyrir heiminn í heild, heimsálfurnar og hvert land fyrir sig. Aðrar síður sem benda má á eru til dæmis GeoHive og CIA World Factbook. Á heimasíðu Hagstofu Íslands eru tenglar inn á hagstofur margar landa þar sem hægt er að finna upplýsingar um fólksfjölda í viðkomandi landi. Svo má auðvitað fletta löndum upp á Wikipedia.org en þar kemur fólksfjöldinn fram í yfirlitsreit efst til hægri þegar tiltekið land er skoðað.

Á Íslandi búum við svo vel að hafa þjóðskrá sem er uppfærð reglulega og því eru upplýsingar um fjölda Íslendinga nokkuð nákvæmar. Hins vegar eru mörg lönd sem hafa ekki svona gott yfirlit yfir fjölda íbúa og því eru upplýsingar um fólksfjölda þar oft áætlaðar. Það getur verið ein skýringin á því að heimildum ber ekki alltaf nákvæmlega saman um fólksfjölda einstakra ríkja þó skekkjan sé yfirleitt ekki mikil. Eins er rétt að hafa í huga ef verið er að bera saman upplýsingar frá mismunandi aðilum að tölur geta verið misgamlar, allt að 5 ára eða jafnvel eldri.

Lesendur sem hafa áhuga á að finna út hversu margir búa í hinum ýmsu löndum heims geta nýtt sér einhverjar af þeim leiðum sem hér hefur verið getið um.

Hér á eftir eru svör við spurningum um fólksfjölda í þeim löndum sem spurt var um í upphafi. Upplýsingarnar eru af heimsíðu CIA World Factbook og miðast við júlí 2004. Einhverjum kann að finnast skrítið að gefnar skuli vera upp svona nákvæmar tölur um íbúa í samfélögum sem telja milljónir eða jafnvel yfir milljarð. Ástæðan er sjálfsagt sú að um er að ræða áætlaðan fjölda og tölurnar því niðurstöður úr einhverjum reiknilíkönum en í raunveruleikanum er ekki hægt að segja til um fjölda íbúa í flestum löndum með svona mikilli nákvæmni.

Áætlað er að Indverjar hafi verið 1.065.070.607 talsins í júlí 2004. Indland er annað fjölmennasta ríki jarðar á eftir Kína en samkvæmt fólksfjöldaspám mun það fara fram úr Kína fyrir miðja þessa öld.

Bandaríkin eru 3. fjölmennasta ríki jarðar á eftir Kína og Indlandi en áætlað er að Bandaríkjamenn hafi verið 293.027.571 talsins í júlí 2004. Samkvæmt fólksfjöldaspám verða Bandaríkin ennþá í þriðja sæti yfir fjölmennustu ríki heims árið 2050.

Þjóðverjar voru áætlaðir 82.424.609 talsins sumarið 2004 og er Þýskaland annað fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi.

Íbúar Konungdæmisins Bretlands, sem samanstendur af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, voru áætlaðir alls 60.270.708 í júlí 2004. Þar af voru tæplega 50.000.000 á Englandi.

Sumarið 2004 voru Ítalir taldir vera 58.057.477 og eru þeir fimmta fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi.

Áætlað er að Svisslendingar hafi verið 7.450.867 í júlí 2004.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

8.2.2005

Spyrjandi

Ingvi Þorkelsson og fleiri

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar er hægt að finna upplýsingar um hver íbúafjöldi eða fólksfjöldi er í tilteknu landi?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2005. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4745.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2005, 8. febrúar). Hvar er hægt að finna upplýsingar um hver íbúafjöldi eða fólksfjöldi er í tilteknu landi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4745

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvar er hægt að finna upplýsingar um hver íbúafjöldi eða fólksfjöldi er í tilteknu landi?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2005. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4745>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er hægt að finna upplýsingar um hver íbúafjöldi eða fólksfjöldi er í tilteknu landi?
Hér er einnig svarað spurningunum:

 • Hvað búa margir í Bandaríkjunum? (Ingvi Þorkelsson)
 • Hvað búa margir á Indlandi? (Sigrún Aagot)
 • Hvað búa margir á Ítalíu? (Jakob Reynisson)
 • Hvað búa margir á Englandi? (Jakob Reynisson)
 • Hvað búa margir í Þýskalandi? (Stefanía Traustadóttir)
 • Hvað búa margir í Sviss? (Sólveig Arnarsdóttir)

Vísindavefnum berast við og við spurningar um fjölda íbúa í hinum ýmsu löndum heims. Á vefnum er nú þegar að finna sérstök svör við því hversu margir búa í Ástralíu, Danmörku, Frakklandi, Finnlandi, Grikklandi og Íslandi. Einnig hefur verið fjallað um fólksfjölda í Evrópu, Afríku og heiminum öllum í sérstökum svörum. Auk þess má oft finna upplýsingar um fólksfjölda í svörum sem fjalla á einhvern hátt um ákveðin lönd án þess þó að beinlínis hafi verið spurt um hann, til dæmis í svörum við spurningunum Geturðu sagt mér eitthvað um Kákasuslöndin?, Hver er höfuðborg Brúnei? og Hvar er landið Katar?

Á netinu eru ýmsar síður sem veita upplýsingar um fjölda íbúa í löndum heims. Þar má fyrst nefna heimasíðu Sameinuðu þjóðanna þar sem hægt er að skoða ýmsar lýðfræðiupplýsingar, þar með talið fólksfjölda, fyrir heiminn í heild, heimsálfurnar og hvert land fyrir sig. Aðrar síður sem benda má á eru til dæmis GeoHive og CIA World Factbook. Á heimasíðu Hagstofu Íslands eru tenglar inn á hagstofur margar landa þar sem hægt er að finna upplýsingar um fólksfjölda í viðkomandi landi. Svo má auðvitað fletta löndum upp á Wikipedia.org en þar kemur fólksfjöldinn fram í yfirlitsreit efst til hægri þegar tiltekið land er skoðað.

Á Íslandi búum við svo vel að hafa þjóðskrá sem er uppfærð reglulega og því eru upplýsingar um fjölda Íslendinga nokkuð nákvæmar. Hins vegar eru mörg lönd sem hafa ekki svona gott yfirlit yfir fjölda íbúa og því eru upplýsingar um fólksfjölda þar oft áætlaðar. Það getur verið ein skýringin á því að heimildum ber ekki alltaf nákvæmlega saman um fólksfjölda einstakra ríkja þó skekkjan sé yfirleitt ekki mikil. Eins er rétt að hafa í huga ef verið er að bera saman upplýsingar frá mismunandi aðilum að tölur geta verið misgamlar, allt að 5 ára eða jafnvel eldri.

Lesendur sem hafa áhuga á að finna út hversu margir búa í hinum ýmsu löndum heims geta nýtt sér einhverjar af þeim leiðum sem hér hefur verið getið um.

Hér á eftir eru svör við spurningum um fólksfjölda í þeim löndum sem spurt var um í upphafi. Upplýsingarnar eru af heimsíðu CIA World Factbook og miðast við júlí 2004. Einhverjum kann að finnast skrítið að gefnar skuli vera upp svona nákvæmar tölur um íbúa í samfélögum sem telja milljónir eða jafnvel yfir milljarð. Ástæðan er sjálfsagt sú að um er að ræða áætlaðan fjölda og tölurnar því niðurstöður úr einhverjum reiknilíkönum en í raunveruleikanum er ekki hægt að segja til um fjölda íbúa í flestum löndum með svona mikilli nákvæmni.

Áætlað er að Indverjar hafi verið 1.065.070.607 talsins í júlí 2004. Indland er annað fjölmennasta ríki jarðar á eftir Kína en samkvæmt fólksfjöldaspám mun það fara fram úr Kína fyrir miðja þessa öld.

Bandaríkin eru 3. fjölmennasta ríki jarðar á eftir Kína og Indlandi en áætlað er að Bandaríkjamenn hafi verið 293.027.571 talsins í júlí 2004. Samkvæmt fólksfjöldaspám verða Bandaríkin ennþá í þriðja sæti yfir fjölmennustu ríki heims árið 2050.

Þjóðverjar voru áætlaðir 82.424.609 talsins sumarið 2004 og er Þýskaland annað fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi.

Íbúar Konungdæmisins Bretlands, sem samanstendur af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi, voru áætlaðir alls 60.270.708 í júlí 2004. Þar af voru tæplega 50.000.000 á Englandi.

Sumarið 2004 voru Ítalir taldir vera 58.057.477 og eru þeir fimmta fjölmennasta ríki Evrópu á eftir Rússlandi, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi.

Áætlað er að Svisslendingar hafi verið 7.450.867 í júlí 2004. ...