Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hver fann upp eða byrjaði að nota hugtakið kynlíf?

Sóley S. Bender

Við lestur valinna bóka á sviði kynheilbrigðismála sem komu út hér á landi á tímabilinu 1943 og fram til ársins 1948 má greina breytingar á notkun á því yfirhugtaki sem meðal annars nær yfir kynvitund og kynhegðun mannsins, það er hugtakið kynlíf.

Farið er að nota hugtakið kynlíf um miðja síðustu öld. Í bókinni Heilsurækt og mannamein frá árinu 1943 er notað hugtakið kynferðislíf og þar er meðal annars fjallað um heilbrigt kynferðislíf. Árið 1945 má geta tveggja bóka sem komu út hér á landi á þessu sviði sem nefnast Hjónaástir og Sjafnarmál, bókin um konur og ástina. Í bókinni Hjónaástir er hugakið ástalíf aðallega notað en hugtakinu kynferðislíf bregður fyrir (bls. 47). Það er svipuð hugtakanotkun í bókinni Sjafnarmál. Þar eru notuð hugtökin ástalíf og rómantískt ástalíf.



Hugtakið kynlíf kemur líklega fyrst fram á prenti árið 1946, í bók sem Sigurður Kristjánsson þýddi. Veggspjaldið sem hér sést er frá árinu 1950.

Árið 1946 er gefin út bókin Kynferðislífið. Í henni er til dæmis fjallað um kynferðislíf barnsins, eðlilegt kynferðislíf, truflanir í kynferðislífinu og óeðlilegt kynferðislíf. Svipuð hugtakanotkun er í bókinni Bókin um manninn sem kom út 1946. Þar er hugtakið kynferðislíf aftur lagt til grundvallar umfjöllunar um kynlíf.

Hins vegar gerast þau tíðindi árið 1946 að gefin er út bókin Hjónalíf, leiðbeiningar um kynlíf hjóna. Henry og Freda Thornton voru höfundar bókarinnar en Sigurður Kristjánsson þýddi. Hér kemur hugtakið kynlíf fram í fyrsta sinn miðað við þau ritverk sem hér eru lögð til grundvallar. Í bókinni er hugtakið notað í víðtækri merkingu. Til dæmis er fjallað um sálrænar hliðar kynlífs og vandamál kynlífs.

Það er síðan árið 1948 sem Jón G. Nikulásson gaf út bók eftir Fritz Kahn sem bar heitið Kynlíf. Hún var viðamikið ritverk á þessu sviði og var víða til á heimilum landsmanna. Þar er hugtakið kynlíf notað í víðri merkinu, svo sem kynlíf barnsins, kynlíf ógifts fólks, heilsufræði kynlífsins og truflanir kynlífsins.

Miðað við þessa bókarýni varð breyting á hugtakanotkun um og upp úr 1946 þegar að hugtakið kynlíf fer að sjást á prenti og virðist taka við af hugtökunum kynferðislíf eða ástalíf. Hugtakið kynlíf er í þessum textum notað í víðri merkinu eins og fyrri hugtökin.

Heimildir:

  • Fishbein, M. (1943). Heilsurækt og mannamein (Niels Dungan sá um útgáfuna). Reykjavík: Bókaútgáfan Dagrenning.
  • Kahn, F. (1946). Bókin um manninn (Gunnlaugur Claessen ritstjóri). Reykjavík: Helgafell.
  • Kahn, F. (1948). Kynlíf (Jón G. Nikulásson gaf út). Reykjavík: Helgafell.
  • Møller, J.F. (1946). Kynferðislífið (Árni Pétursson þýddi). Reykjavík: Þorleifur Gunnarsson.
  • Sigurður Skúlason (1945). Sjafnarmál, bókin um konur og ástina. Reykjavík: Helgafell.
  • Stopes, M.C. (1945). Hjónaástir (Björg C. Þorláksson þýddi). Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja hf.
  • Thornton, H. og Thornton, F. (1946). Hjónalíf, leiðbeiningar um kynlíf hjóna (Sigurður Kristjánsson þýddi). Reykjavík: Hrafnsútgáfan.

Mynd:

Höfundur

Sóley S. Bender

prófessor og forstöðumaður fræðasviðs um kynheilbrigði við HÍ

Útgáfudagur

28.5.2008

Spyrjandi

Jón Aðalsteinn Brynjólfsson

Tilvísun

Sóley S. Bender. „Hver fann upp eða byrjaði að nota hugtakið kynlíf? “ Vísindavefurinn, 28. maí 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=47525.

Sóley S. Bender. (2008, 28. maí). Hver fann upp eða byrjaði að nota hugtakið kynlíf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47525

Sóley S. Bender. „Hver fann upp eða byrjaði að nota hugtakið kynlíf? “ Vísindavefurinn. 28. maí. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47525>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp eða byrjaði að nota hugtakið kynlíf?
Við lestur valinna bóka á sviði kynheilbrigðismála sem komu út hér á landi á tímabilinu 1943 og fram til ársins 1948 má greina breytingar á notkun á því yfirhugtaki sem meðal annars nær yfir kynvitund og kynhegðun mannsins, það er hugtakið kynlíf.

Farið er að nota hugtakið kynlíf um miðja síðustu öld. Í bókinni Heilsurækt og mannamein frá árinu 1943 er notað hugtakið kynferðislíf og þar er meðal annars fjallað um heilbrigt kynferðislíf. Árið 1945 má geta tveggja bóka sem komu út hér á landi á þessu sviði sem nefnast Hjónaástir og Sjafnarmál, bókin um konur og ástina. Í bókinni Hjónaástir er hugakið ástalíf aðallega notað en hugtakinu kynferðislíf bregður fyrir (bls. 47). Það er svipuð hugtakanotkun í bókinni Sjafnarmál. Þar eru notuð hugtökin ástalíf og rómantískt ástalíf.



Hugtakið kynlíf kemur líklega fyrst fram á prenti árið 1946, í bók sem Sigurður Kristjánsson þýddi. Veggspjaldið sem hér sést er frá árinu 1950.

Árið 1946 er gefin út bókin Kynferðislífið. Í henni er til dæmis fjallað um kynferðislíf barnsins, eðlilegt kynferðislíf, truflanir í kynferðislífinu og óeðlilegt kynferðislíf. Svipuð hugtakanotkun er í bókinni Bókin um manninn sem kom út 1946. Þar er hugtakið kynferðislíf aftur lagt til grundvallar umfjöllunar um kynlíf.

Hins vegar gerast þau tíðindi árið 1946 að gefin er út bókin Hjónalíf, leiðbeiningar um kynlíf hjóna. Henry og Freda Thornton voru höfundar bókarinnar en Sigurður Kristjánsson þýddi. Hér kemur hugtakið kynlíf fram í fyrsta sinn miðað við þau ritverk sem hér eru lögð til grundvallar. Í bókinni er hugtakið notað í víðtækri merkingu. Til dæmis er fjallað um sálrænar hliðar kynlífs og vandamál kynlífs.

Það er síðan árið 1948 sem Jón G. Nikulásson gaf út bók eftir Fritz Kahn sem bar heitið Kynlíf. Hún var viðamikið ritverk á þessu sviði og var víða til á heimilum landsmanna. Þar er hugtakið kynlíf notað í víðri merkinu, svo sem kynlíf barnsins, kynlíf ógifts fólks, heilsufræði kynlífsins og truflanir kynlífsins.

Miðað við þessa bókarýni varð breyting á hugtakanotkun um og upp úr 1946 þegar að hugtakið kynlíf fer að sjást á prenti og virðist taka við af hugtökunum kynferðislíf eða ástalíf. Hugtakið kynlíf er í þessum textum notað í víðri merkinu eins og fyrri hugtökin.

Heimildir:

  • Fishbein, M. (1943). Heilsurækt og mannamein (Niels Dungan sá um útgáfuna). Reykjavík: Bókaútgáfan Dagrenning.
  • Kahn, F. (1946). Bókin um manninn (Gunnlaugur Claessen ritstjóri). Reykjavík: Helgafell.
  • Kahn, F. (1948). Kynlíf (Jón G. Nikulásson gaf út). Reykjavík: Helgafell.
  • Møller, J.F. (1946). Kynferðislífið (Árni Pétursson þýddi). Reykjavík: Þorleifur Gunnarsson.
  • Sigurður Skúlason (1945). Sjafnarmál, bókin um konur og ástina. Reykjavík: Helgafell.
  • Stopes, M.C. (1945). Hjónaástir (Björg C. Þorláksson þýddi). Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja hf.
  • Thornton, H. og Thornton, F. (1946). Hjónalíf, leiðbeiningar um kynlíf hjóna (Sigurður Kristjánsson þýddi). Reykjavík: Hrafnsútgáfan.

Mynd:...