Sólin Sólin Rís 10:37 • sest 15:54 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:55 • Sest 20:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:23 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:58 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík

Hvernig myndast dropsteinshellar?

Sigurður Steinþórsson

Þegar hraun rennur myndast skorpa á yfirborðinu sem oftlega verður svo þykk að hún myndar kyrrstætt þak yfir hraunstraumnum sem þá rennur í göngum. Þegar sjatnar í göngunum verður til hraunhellir.

Rannsóknir á dropsteinum, sem sumir kalla dropasteina, úr slíkum hellum sýna að þeir eru myndaðir úr afgangskviku eða „rest-kviku“ sem hefur aðra efnasamsetningu en hraunið sjálft. Þetta hefur verið skýrt þannig: Basaltbráð storknar á löngu hitabili, til dæmis frá 1150-1200° niður undir 900°C. Þótt hraunið sé minna en hálfkristallað er það orðið að föstu bergi, en bráðin liggur milli kristallanna, líkt og vatn í svampi. Það er þessi bráð sem lekur út úr þakinu á hraungöngum og myndar dropsteina.

Dropsteinn í Hraunhelli á Hawaii.

Einnig kann uppleyst vatn í bráðinni að koma hér við sögu: í basaltbráð er um ½% af vatni, en með því að kristallarnir sem myndast eru allir vatnslausir, þá vex styrkur vatnsins í hinni millilægu bráð uns hún mettast, vatnið sýður og þrýstir kvikunni út í holrými eins og til dæmis þakið á hraunhelli.

Til frekari fróðleiks má benda lesendum á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvernig myndast hraunhellar?

Mynd: Lava Stalactite á flickr. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi. Sótt 3. 11. 2008.

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

4.11.2008

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast dropsteinshellar?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2008. Sótt 28. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=47758.

Sigurður Steinþórsson. (2008, 4. nóvember). Hvernig myndast dropsteinshellar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=47758

Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast dropsteinshellar?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2008. Vefsíða. 28. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=47758>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig myndast dropsteinshellar?
Þegar hraun rennur myndast skorpa á yfirborðinu sem oftlega verður svo þykk að hún myndar kyrrstætt þak yfir hraunstraumnum sem þá rennur í göngum. Þegar sjatnar í göngunum verður til hraunhellir.

Rannsóknir á dropsteinum, sem sumir kalla dropasteina, úr slíkum hellum sýna að þeir eru myndaðir úr afgangskviku eða „rest-kviku“ sem hefur aðra efnasamsetningu en hraunið sjálft. Þetta hefur verið skýrt þannig: Basaltbráð storknar á löngu hitabili, til dæmis frá 1150-1200° niður undir 900°C. Þótt hraunið sé minna en hálfkristallað er það orðið að föstu bergi, en bráðin liggur milli kristallanna, líkt og vatn í svampi. Það er þessi bráð sem lekur út úr þakinu á hraungöngum og myndar dropsteina.

Dropsteinn í Hraunhelli á Hawaii.

Einnig kann uppleyst vatn í bráðinni að koma hér við sögu: í basaltbráð er um ½% af vatni, en með því að kristallarnir sem myndast eru allir vatnslausir, þá vex styrkur vatnsins í hinni millilægu bráð uns hún mettast, vatnið sýður og þrýstir kvikunni út í holrými eins og til dæmis þakið á hraunhelli.

Til frekari fróðleiks má benda lesendum á að kynna sér svar sama höfundar við spurningunni Hvernig myndast hraunhellar?

Mynd: Lava Stalactite á flickr. Myndin er birt undir Creative Commons leyfi. Sótt 3. 11. 2008....