Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getur Hellisheiðarvirkjun framleitt raforku fyrir marga rafbíla á ári?

Haukur Hannesson

Hellisheiðarvirkjun var gangsett haustið 2006 og þar var þá 90 MW rafstöð en þegar hún verður fullbúin á framkvæmdageta hennar að vera um 300 MW af rafmagni en hvert MW er milljón vött. Hugtakið vattstund (Wst) er notað yfir framleidda orku og er hún margfeldi tíma og afls; MWst er því að sama skapi milljón vattstundir.

Þegar þetta er skrifað, í júlí 2010, er framkvæmdageta Hellisheiðarvirkjunar 213 MW og þá getum við reiknað út hversu margar vattstundir hún framleiðir á ári. Við gefum okkur að virkjunin gangi allan sólarhringinn allt árið en það er ekki raunin því að slökkva þarf á virkjuninni í einhvern tíma hvert ár til að sinna viðhaldi. Samanlagt eru 8.760 klukkustundir í einu ári. Heildarorkan sem Hellisheiðarvirkjun framleiðir á einu ári er þá: \[213 MW\cdot 8.760 klst = 1.865.880 MWst\]

Ef það þarf 30 kWst (=30.000 Wst) til að fullhlaða rafhlöðu rafbíls til að keyra 200 km getum við reiknað út hvað það þarf mikið afl til að hlaða rafhlöðu á hverju ári ef bíllinn er keyrður 15.000 km á ári. Fyrst reiknum við hversu oft það þarf að hlaða rafhlöðuna árlega: \[\frac{15.000 km/\acute{a}r}{200 km/hleðsla}=75 hleðsla /\acute{a}r\]

Nú vitum við að það þarf að fullhlaða rafhlöðuna 75 sinnum á hverju ári til að geta keyrt 15.000 km á ári. Til að fullhlaða rafhlöðuna einu sinni þarf 30 kW. Þá getum við reiknað hversu mikla orku rafbíllinn þarf árlega: \[75 hleðsla/\acute{a}r \cdot 30 kWst/hleðsla = 2.250 kWst\]\[ = 2,25 MWst\]

Nú vitum við hversu mikla orku þarf til þess að hlaða rafbíl fyrir akstur í heilt ár og við vitum hversu mikla orku Hellisheiðarvirkjun framleiðir árlega. Það eina sem við eigum eftir að reikna út er hversu marga rafbíla orkan úr Hellisheiðarvirkjun getur hlaðið árlega:\[ \frac{1.865.880 MWst}{2,25 MWst/bíll}= 829.280 bíll\]

Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu var heildarfjöldi bíla á Íslandi í árslok 2009 um 238.149 talsins svo að Hellisheiðarvirkjun gæti séð meira en þreföldu bifreiðaafli landsmanna fyrir rafmagni, það er að segja ef allir bílarnir væru rafbílar!


Hellisheiðarvirkjun gæti hlaðið 829.280 rafbíla árlega

Fróðlegt er að skoða hvað það myndi kosta mikið að hlaða einn rafbíl fyrir akstur í heilt ár. Hver kWst hjá Orkuveitu Reykjavíkur kostar 10,12 krónur í dag svo hver hleðsla kostar um 303,6 krónur og árlegur kostnaður er því um 22.770 kr. á hvern bíl. Þetta er mjög lágur kostnaður miðað við bensínkostnað lítils fólksbíls en samkvæmt áætluðum rekstrarkostnaði FÍB er bensínverð fyrir lítinn fólksbíl á einu ári um 240.000 kr!

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað getur Hellisheiðarvirkjun framleitt raforku fyrir marga rafbíla á ári ef það þarf 30 kWst að hlaða rafhlöðu í bílnum sem nýtist í 200 km akstur og ef akstur á ári er um 15.000 km?

Höfundur

fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.9.2010

Spyrjandi

Ólafur Örn Pálmarsson

Tilvísun

Haukur Hannesson. „Hvað getur Hellisheiðarvirkjun framleitt raforku fyrir marga rafbíla á ári?“ Vísindavefurinn, 28. september 2010, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=48282.

Haukur Hannesson. (2010, 28. september). Hvað getur Hellisheiðarvirkjun framleitt raforku fyrir marga rafbíla á ári? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=48282

Haukur Hannesson. „Hvað getur Hellisheiðarvirkjun framleitt raforku fyrir marga rafbíla á ári?“ Vísindavefurinn. 28. sep. 2010. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=48282>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getur Hellisheiðarvirkjun framleitt raforku fyrir marga rafbíla á ári?
Hellisheiðarvirkjun var gangsett haustið 2006 og þar var þá 90 MW rafstöð en þegar hún verður fullbúin á framkvæmdageta hennar að vera um 300 MW af rafmagni en hvert MW er milljón vött. Hugtakið vattstund (Wst) er notað yfir framleidda orku og er hún margfeldi tíma og afls; MWst er því að sama skapi milljón vattstundir.

Þegar þetta er skrifað, í júlí 2010, er framkvæmdageta Hellisheiðarvirkjunar 213 MW og þá getum við reiknað út hversu margar vattstundir hún framleiðir á ári. Við gefum okkur að virkjunin gangi allan sólarhringinn allt árið en það er ekki raunin því að slökkva þarf á virkjuninni í einhvern tíma hvert ár til að sinna viðhaldi. Samanlagt eru 8.760 klukkustundir í einu ári. Heildarorkan sem Hellisheiðarvirkjun framleiðir á einu ári er þá: \[213 MW\cdot 8.760 klst = 1.865.880 MWst\]

Ef það þarf 30 kWst (=30.000 Wst) til að fullhlaða rafhlöðu rafbíls til að keyra 200 km getum við reiknað út hvað það þarf mikið afl til að hlaða rafhlöðu á hverju ári ef bíllinn er keyrður 15.000 km á ári. Fyrst reiknum við hversu oft það þarf að hlaða rafhlöðuna árlega: \[\frac{15.000 km/\acute{a}r}{200 km/hleðsla}=75 hleðsla /\acute{a}r\]

Nú vitum við að það þarf að fullhlaða rafhlöðuna 75 sinnum á hverju ári til að geta keyrt 15.000 km á ári. Til að fullhlaða rafhlöðuna einu sinni þarf 30 kW. Þá getum við reiknað hversu mikla orku rafbíllinn þarf árlega: \[75 hleðsla/\acute{a}r \cdot 30 kWst/hleðsla = 2.250 kWst\]\[ = 2,25 MWst\]

Nú vitum við hversu mikla orku þarf til þess að hlaða rafbíl fyrir akstur í heilt ár og við vitum hversu mikla orku Hellisheiðarvirkjun framleiðir árlega. Það eina sem við eigum eftir að reikna út er hversu marga rafbíla orkan úr Hellisheiðarvirkjun getur hlaðið árlega:\[ \frac{1.865.880 MWst}{2,25 MWst/bíll}= 829.280 bíll\]

Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu var heildarfjöldi bíla á Íslandi í árslok 2009 um 238.149 talsins svo að Hellisheiðarvirkjun gæti séð meira en þreföldu bifreiðaafli landsmanna fyrir rafmagni, það er að segja ef allir bílarnir væru rafbílar!


Hellisheiðarvirkjun gæti hlaðið 829.280 rafbíla árlega

Fróðlegt er að skoða hvað það myndi kosta mikið að hlaða einn rafbíl fyrir akstur í heilt ár. Hver kWst hjá Orkuveitu Reykjavíkur kostar 10,12 krónur í dag svo hver hleðsla kostar um 303,6 krónur og árlegur kostnaður er því um 22.770 kr. á hvern bíl. Þetta er mjög lágur kostnaður miðað við bensínkostnað lítils fólksbíls en samkvæmt áætluðum rekstrarkostnaði FÍB er bensínverð fyrir lítinn fólksbíl á einu ári um 240.000 kr!

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Heimildir:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað getur Hellisheiðarvirkjun framleitt raforku fyrir marga rafbíla á ári ef það þarf 30 kWst að hlaða rafhlöðu í bílnum sem nýtist í 200 km akstur og ef akstur á ári er um 15.000 km?
...