Sólin Sólin Rís 08:57 • sest 18:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:39 • Sest 09:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:01 • Síðdegis: 12:30 í Reykjavík

Hver er munurinn á innkaupsverði (heimsmarkaðsverði) bensíns og dísilolíu?

Gylfi Magnússon

Strangt til tekið er vart hægt að tala um heimsmarkaðsverð á bensíni eða dísilolíu því að heildsöluverð á slíkum vörum er nokkuð mismunandi eftir löndum og jafnvel innan sama landsins. Skýringin á þessu liggur væntanlega einkum í mismunandi flutningskostnaði. Þá flækir líka málið að til eru mismunandi gæðaflokkar af þessum vörum.

Olíustöð í Texas í Bandaríkjunum.

Ef við tökum engu að síður dæmi þá má geta þess að í desember 2004 kostaði gallon af bensíni að jafnaði 119,7 bandarísk sent frá olíuvinnslustöðvum í Bandaríkjunum. Á sama tíma var verð á dísilolíu á sama markaði 127,5 sent. Þetta gerir í fyrra tilfellinu um 20,40 krónur á lítra en í því síðara 21,73 krónur á lítra. Þetta var reyndar nokkuð óvenjulegur mánuður vegna þess að dísilolían var aðeins dýrari en bensín en oftast er þessu öfugt farið. Ef við skoðum meðalverð fyrir árið var bensínið á um 21,97 krónur hver lítri en dísilolían á um 20,26 krónur lítrinn á þessum markaði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

14.3.2005

Spyrjandi

Snæbjörn Jónsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hver er munurinn á innkaupsverði (heimsmarkaðsverði) bensíns og dísilolíu?“ Vísindavefurinn, 14. mars 2005. Sótt 23. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=4832.

Gylfi Magnússon. (2005, 14. mars). Hver er munurinn á innkaupsverði (heimsmarkaðsverði) bensíns og dísilolíu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=4832

Gylfi Magnússon. „Hver er munurinn á innkaupsverði (heimsmarkaðsverði) bensíns og dísilolíu?“ Vísindavefurinn. 14. mar. 2005. Vefsíða. 23. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=4832>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á innkaupsverði (heimsmarkaðsverði) bensíns og dísilolíu?
Strangt til tekið er vart hægt að tala um heimsmarkaðsverð á bensíni eða dísilolíu því að heildsöluverð á slíkum vörum er nokkuð mismunandi eftir löndum og jafnvel innan sama landsins. Skýringin á þessu liggur væntanlega einkum í mismunandi flutningskostnaði. Þá flækir líka málið að til eru mismunandi gæðaflokkar af þessum vörum.

Olíustöð í Texas í Bandaríkjunum.

Ef við tökum engu að síður dæmi þá má geta þess að í desember 2004 kostaði gallon af bensíni að jafnaði 119,7 bandarísk sent frá olíuvinnslustöðvum í Bandaríkjunum. Á sama tíma var verð á dísilolíu á sama markaði 127,5 sent. Þetta gerir í fyrra tilfellinu um 20,40 krónur á lítra en í því síðara 21,73 krónur á lítra. Þetta var reyndar nokkuð óvenjulegur mánuður vegna þess að dísilolían var aðeins dýrari en bensín en oftast er þessu öfugt farið. Ef við skoðum meðalverð fyrir árið var bensínið á um 21,97 krónur hver lítri en dísilolían á um 20,26 krónur lítrinn á þessum markaði.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:...