Sólin Sólin Rís 03:58 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:24 • Sest 03:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:47 • Síðdegis: 16:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:07 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Af hverju eru fínar tertur og kökur kallaðar hnallþórur?

JGÞ

Stórar og mjög skreyttar tertur eru stundum nefndar hnallþórur eftir persónunni Hnallþóru í bókinni Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Annað orð yfir kökur af þessu tagi er stríðstertur. Orðið hnallur er haft um barefli, kylfu eða lurk og einnig um tréáhald til að merja hráefni í matargerð. Hnallurinn er notaður með mortéli sem er ílát til að mylja í hörð efni.

Orðið hallþóra er stundum notað um stóra og mjög skreytt tertu.

Í Kristnihaldi undir Jökli hafa Umbi og Hnallþóra þessi orðaskipti þegar þau hittast:
Umbi: Sona margar kökur hef ég aldrei séð í einu. Hafið þér búið til allar þessar kökur? Konan: Hver annar sosum? Enda kallar það mig Hnallþóru hérna. Umbi: Sérkennilegt nafn. Frk. Hnallþóra: Ætli því hérna þyki ég ekki handfjatla hnallinn í mortélinu nokkuð frekt. (27)

Tertunum er síðan lýst nánar í bókinni:
Meðan frökenin var úti gat umboðsmaður biskups varla haft augun af stríðstertunum þrem útbelgdum af kruðiríi og voru samtals 60 cm í þvermál. [...] Frk. Hnallþóra: Má ekki skera biskupnum tertugeira? Umbi: Það er nú sosum alveg óþarfi. En hm, takk fyrir. Frk. Hnallþóra: Má ekki skera sinn geirann af hverri? Það stóð aldrei til að þetta færi í tjörubúðarhundana. Gesturinn sárbeiddi hana að skera ekki nema af einni, helst þessari með sykurskáninni, því hún var ekki eins blaut og hinar og vall ekki útúr henni eins mikið af saft og dósaávöxtum. Síðan skar hún mér geira sem var hæfilegur skamtur handa sjö manns og lét á kökudiskinn hjá mér. (29-30)

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

12.3.2009

Spyrjandi

Sigurvin Guðmundsson

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju eru fínar tertur og kökur kallaðar hnallþórur?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2009. Sótt 19. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=48348.

JGÞ. (2009, 12. mars). Af hverju eru fínar tertur og kökur kallaðar hnallþórur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=48348

JGÞ. „Af hverju eru fínar tertur og kökur kallaðar hnallþórur?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2009. Vefsíða. 19. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=48348>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru fínar tertur og kökur kallaðar hnallþórur?
Stórar og mjög skreyttar tertur eru stundum nefndar hnallþórur eftir persónunni Hnallþóru í bókinni Kristnihald undir Jökli eftir Halldór Laxness. Annað orð yfir kökur af þessu tagi er stríðstertur. Orðið hnallur er haft um barefli, kylfu eða lurk og einnig um tréáhald til að merja hráefni í matargerð. Hnallurinn er notaður með mortéli sem er ílát til að mylja í hörð efni.

Orðið hallþóra er stundum notað um stóra og mjög skreytt tertu.

Í Kristnihaldi undir Jökli hafa Umbi og Hnallþóra þessi orðaskipti þegar þau hittast:
Umbi: Sona margar kökur hef ég aldrei séð í einu. Hafið þér búið til allar þessar kökur? Konan: Hver annar sosum? Enda kallar það mig Hnallþóru hérna. Umbi: Sérkennilegt nafn. Frk. Hnallþóra: Ætli því hérna þyki ég ekki handfjatla hnallinn í mortélinu nokkuð frekt. (27)

Tertunum er síðan lýst nánar í bókinni:
Meðan frökenin var úti gat umboðsmaður biskups varla haft augun af stríðstertunum þrem útbelgdum af kruðiríi og voru samtals 60 cm í þvermál. [...] Frk. Hnallþóra: Má ekki skera biskupnum tertugeira? Umbi: Það er nú sosum alveg óþarfi. En hm, takk fyrir. Frk. Hnallþóra: Má ekki skera sinn geirann af hverri? Það stóð aldrei til að þetta færi í tjörubúðarhundana. Gesturinn sárbeiddi hana að skera ekki nema af einni, helst þessari með sykurskáninni, því hún var ekki eins blaut og hinar og vall ekki útúr henni eins mikið af saft og dósaávöxtum. Síðan skar hún mér geira sem var hæfilegur skamtur handa sjö manns og lét á kökudiskinn hjá mér. (29-30)

Heimild:

Mynd:...